Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1942, Qupperneq 27

Frjáls verslun - 01.12.1942, Qupperneq 27
Aðallund ur Verslunarmannafélags Reykjavíkur Aðalfundur V. R. var haldinn í húsi félags- ins föstudaginn 27. nóvember 1942, kl. 9 s. d. Formaður félagsins setti fundinn og gat sex látinna félaga, sem voru þessir: Stefán Gíslason, Kjartan Gunnlaugsson, Fríða Einarsdóttir, Símon Jónsson, Jón Sigmundsson, Carl Proppé. Stóðu fundarmenn úr sætum sínum til virð- ingar við hina látnu. Adolf Björnsson bankamaður var kosinn fundarstjóri. Lárus Blöndal Guðmundsson var fundarrit- ari. Þessi atriði voru tekin til meðferðar: 1. — Formaðurinn, Egill Guttormsson, gaf skýrslu um athafnir félagsins á liðnu starfs- ári. í félagið hafa gengið 57 kvenmenn og 135 karlmenn, á aðalskrá félagsins eru nú 1026, auk þess 13 heiðursmeðlimir. Formaður skýrði frá því að á starfsárinu hefði m. a. Björn Ólafs- son stórkaupmaður flutt erindi um „Viðskipta- samning við Bandaríkin". Þá gat formaður um hinn mikla vöxt félagsins og stéttarinnar í heild. Að lokum þakkaði hann gott samstarf stjórnar og félaga. 2. — Gjaldkeri félagsins, Stefán Björnsson, gaf skýrslu um hag félagsins á árinu og sýndi sú skýrsla að félaginu hafa vaxið mjög efni. Má benda á að húsbyggingarsjóður er nú orðinn tæplega 86 þús. krónur. 3. — Þá gáfu hinar ýmsu nefndir skýrslur. 4. — 1 upphafi kosninga kvaddi formaður, E. G. sér hljóðs, og baðst eindregið undan formannskosningu, þar sem hann hefði setið í stjórn í ein 17 ár, og formaður í 6—7 ár. FRJÁLS VERZLUN Stjónarkosning. Kosningar fóru þannig: Hjörtur Hansson stórkaupmaður, formaður. Meðstjórnendur, kosnir til tveggja ára: Konráð Gíslason. Lárus Blöndal Guðmundsson. Bergþór Þorvaldsson. Fyrir voru í stjórn Stefán G. Björnsson, Ad- olf Björnsson og Sveinn Helgason. Stjórnin skiptir þannig með sér verkum: Hjörtur Hansson formaður, Adólf Björnsson varaformaður, Stefán G. Björnsson aðalgjaldkeri, Sveinn Helgason varagjaldkeri, Lárus Blöndal Guðmundsson aðalritari, Bogi Benediktsson vararitari, Konráð Gíslason aðalfundarstjóri, Egill Guttormsson varafundarstjóri. Þar með var kosið í fastar nefndii'. Húsnefnd. Endurkosnir voru: Frímann Helgason, Tómas Pétursson, Eyj- ólfur Jóhannsson, Sig. Árnason, Ásgeir Bjarna- son. Bókasafnsnefnd. Endurkosnir voru: Bogi Benediktsson, Páll Jóhannesson, Hjálm- ar Blöndal. Heiðursfélaganefnd: Endurkosnir voru: Guðm. J. Breiðfjörð, blikksm.meistari, Sig- urjón Jónsson, verzl.stj., Halldór Jónsson kaup- maður, Jón Guðmundsson kaupmaður, Guðm. K. Guðjónsson verzl.stj. Aðalendurskoðendur voru endurskosnir, Þorst. Bjarnason og Einar Björnsson, til vara, sömuleiðis endurkosnir, þeir: Egill Daníelsson og Einar Guðmundsson. Fulltrúanefnd Verzlunarráðs íslands, þeir: Frímann Ólafsson og Stefán G. Björnsson. Skemmtinefnd: Guðm. Guðmundsson form., Guðm. A. Björnsson, Lúðvík Hjálmtýsson, Gunnar Ásgeirsson og Kristmann Hjörleifs- son. 27

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.