Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1942, Page 28

Frjáls verslun - 01.12.1942, Page 28
Er kosningu var lokið, hófust umræður um ýms félagsmál. Fundinn sátu um 80 manns. NÚVERANDl OG FRÁ- FARANDl FORMENN Hjörtur Hansson hinn nýkjörni formaður V. R. er einn af áhugasömustu félögum V. R., og hefur um fjöldamargra ára skeið starfað Hjörtur Hansson. mjög mikið fyrir félagið. Hann hefir m. a. staðið fyrir mörgum skemmtunum félagsins, svo sem jólatrésskemmtununum, en þær voru lengi eitt hið vinsælasta, sem félagið hélt uppi fyrir félagsmenn sína. Egill Guttormsson. H. H. er félagsvanur maður og reglusamur, og hefir félagið verið heppið í formannsvalinu. Fráfarandi formaður, Egill Guttormsson, er félagsmönnum í V. R. svo kunnur, að óþarfi er að fara um það mörgum orðum, hve mikið starf 28 hann hefir innt af höndum í þágu félagsins. — E. G. hefir um mörg ár verið formaður og far- izt það skörulega. f lok formannstíma hans er félagið öflugra en nokkru sinni fyrr, og þótt margir menn hafi lagt þar hönd á plóginn, á E. G. þar sinn góða skerf, sem félagið þakkar. VIÐTAL VIÐ HJÖRT HANSSON FORMANN V. R. — Hvað er að segja um félagsstarfsemina á komanda vetri? — Um það er ekki margt ráðið enn. Jóla- trésskemmtanir verða fyrir börn félagsmanna, eins og venja hefir verið til, en þær skemmtan- ir hafa verið mjög vinsælar. Þá má einnig minna á afmælisfagnað félagsins, sem verður haldinn að öllu forfallalausu síðast í janúar, en stofn- dagur félagsins er 27. janúar. Skennntikvöld verða haldin á laugardögum, eins og að undan- förnu, en að öðru leyti er enn ekki ráðið um skemmtistarfsemi félagsins. — Hvað er að segja um félagsheimilið? — Rekstur þess heldur áfram með svipuðum hætti og að undanförnu. Eins og öllum er kunn- ugt, rennur sá ágóði, sem af félagsheimilinu kann að verða í húsbyggingarsjóð V. R., en nú þarf að leggja kapp á að auka sjóðin sem mest. Það hefir margsinnis verið auglýst í blöðum að aðgangur að veitingasölum félagsins er að- eins heimill félagsmönnum og gestum þeirra, svo og konum félagsmanna. 1 fordyri veitinga- salanna eru einungis festar upp reglur, sem taka þetta fram svo og önnur atriði, sem gest- ir eiga að taka til greina. Þeir utanfélagsmenn, sem kunna að leggja leið sína inn á Félags- heimilið, koma þar í fullri óþökk félagsins og ættu menn að hafa þá kurteisi til að bera, að þrengja sér ekki þar inn, sem þeir hafa engan rétt til að vera. Félögum hafa verið send að- gangskort að veitingastaðnum, sem þeir eiga að sýna, ef krafizt er, og mega allir þeir, sem inn koma án slíkra skírteina, búast við að þeim verði vísað burt. Annað af þeim atriðum í reglum Félagsheim- ilisins, sem þarf að hafa hugfast, er að áfeng- isnotkun er algerlega bönnuð í veitingasölunum. Ætti raunar ekki að þurfa að benda mönnum á, að það er algerlega óheimilt að koma ölvaður inn eða neyta áfengis í veitingasölunum. Öll- um sem hlut eiga að máli í sambandi við stjórn Félagsheimilisins er alveg sérstakt áhugamál að þetta ákvæði reglnanna sé aldrei brotið. Annars má segja, að rekstur félagsins og alls þess, sem því tilheyrir, sé kominn á góðan rek- spöl og er nú mest um vert að halda í horfinu og gæta þess, sem þegar hefur aflazt. FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.