Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1942, Síða 29

Frjáls verslun - 01.12.1942, Síða 29
í Fljótshlíð „Fögur er hlíðin'*, sagði Gunnar á Hlíðarenda, þegar hann var út- lægur gerr og varð að hverfa af landi burt. En seiðmagn Hlíðarinnar var svo mikið að Gunnar kvaðst aftur hverfa mundu og hvergi fara. — Margar aldir eru liðnar frá því Gunnar sneri aftur — en fegurð Fljóts- hlíðar er enn sú sama: grænar grundir, hamrabelti með stuðlabergs- myndunum, hvikir lækir, og óteljandi fossar, er falla niður hlíðarnar. En þetta er aðeins fegurðin á aðra hlið, á hina gnæfir mjallhvítt hjálm- hvel Eyjafjallajökuls yfir byggðina, hátt og ögrandi, tígulegt og svip- þrungið. Andspænis teygja snarbrattir tindar og klettasnasir Tind- f jallajökuls sig til himins, en á milli þeirra blasir Þórsmörk við sjónum manns í tröllauknum formum og töfrandi litum. Enginn, sem dvelur til langframa í Fljótshlíð. mun því furða sig á orðum og gerðum Gunn- ars á Hlíðarenda, er hann vildi heldur bíða hel en hverfa frá þessum' undurfögru heimkynnum sínum. FRJÁLS VERZLUN 29

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.