Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1951, Qupperneq 23

Frjáls verslun - 01.02.1951, Qupperneq 23
í þeirri verzlun í þá daga, en búðir voru einnig í Reykjavík og Keflavík. Christian Zimsen var þá verzl- unarstjóri í Hafnarfirði, Ólafur Norðfjörð í Keflavík og Niljóhníus Zimsen í Reykjavík. Ég byrjaði sem léttadrengur í verzluninni, en varð snemma bókhald- ari og gegndi þeim starfa síðan á meðan ég vann hjá Knudtzons verzlun. Ég vann með Christian Zimsen í 11 ár. Kunni prýðisvel við þann heiðursmann. Vinnu- tími hjá honum var alltaf reglulegur. Langur vinnudagur. — V ar ekki vinnutíminn ojt langur hjá verzlunar- mönnum hér áöur fyrr, og hvernig var kaupgrciösl- um háttafi? — f Hafnarfirði byrjuðum við þetta milli klukkan 7 og 8 á morgnana, og var unnið til 8 á kvöldin. Þegar skipsferðir voru, var aðeins matast milli klukkan 8 og 9, en síðan var haldið áfram lil 2 og 3 á nóttunni. Vinnugleðin var mikil, en oft var maður líka þreytt- ur eftir svo langan vinnudag. Mikið umstang var við öll ársuppgjör og skriffinnskan eftir því. Eftir hver áramót var allt sent út til Hafnar. en þar voru búsett- ir eigendur verzlunarinnar P. C. Knudtzon & Sön, þeir bræðurnir Nicolai og Christian Knudtzon. Voru sendar út be,holdningsba;knr, skuldalistar og vinnu- listar, en mikið var þá um fiskverkun. Sveitaverzlun var mikil hjá okkur í Hafnarfirði. Þá komu bændur úr Grímsnesi, Grafningnum, Olfusinu og jafnvel alla leið austan frá Síðu til okkar og lögðu inn ull o. fl. Skipakomur voru oft miklar um helgar, og voru það aðallega fiskiskip, sem tóku salt og vistir. Urðum við þá alltaf að vera viðbúnir til að afgreiða skipin, oft þetta 10—20 skip á dag. — Á skrifstofunni var unnið við kertaljós, og held ég að sú birta hafi farið illa með sjónina. Sem bókhaldari fékk ég 1000 kr. i kaup á ári hjá P. C. Knudtzon & Sön, og þótti það harla gott kau]> í þá daga. Eflir að ég sigldi til Hafnar ha;kkaði kaup- ið hjá mér um 50 kr. á ári í fjögur ár, þannig að ég komst upp í 1200 kr. árskaup. Þá gat maður farið að leggja upj). Á verzlunarskóla í Höfn. — Þér segizt hafa janö til Hafnar. í hva'ða er- indagjörðum fóruS þér utan? — Það var árið 1886, að ég ákvað að fara á verzlun- arskóla í Kaupmannahöfn. Sigldi ég út með „Lauru‘", en þegar til Hafnar kom, tóku þeir bræðurnir, Nic- Frá frídeffi verzlunarmanna skömmu íyrir aldamót. Fclaffar V.R. ásamt lúðrasveit safnast saman við Fækjartors;. olai og Christian, vel á móti mér, en hjá þeim bjó ég um tíma á meðan ég var að útvega mér herbergi. Dvaldi ég ylra í hálft ár og líkaði prýðisvel að vera i Höfn. Langaði mig mikið til þess að vtra þar lengur, en annirnar voru miklar heima, svo að ég varð að hafa hraðann á. Kunni ég ágætlega við mig á skólanum. Hann var ekki ýkja stór — nemendurnir eitthvað á milli 20 og 30. Aðeins einn íslendingur var á skólanum auk mín, og var það Árni Riis, en hann var bókhaldari við Tangverzlun á ísafirði að mig minnir. Kennararnir voru ágætir, og fannst mér ég taka miklum framförum i reikningi og bókhaldi J)ennan tíma, sem ég var ytra. Meðan ég var í Höfn skrifaðist ég á við Knud Zimsen, son Chr. Zimsen. en við vorum miklir kunningjar. — Heim til íslands kom ég um vorið 1887 og hafði þá verið 37 daga á leiðinni frá Höfn. Tók ég mér far með einu af skip- um Knudtzonsverzlunarinnar, sem hét „Annette Mal- hilde.“ Það skip fórst ári síðar á leið til Hafnar. Verzlunin átti annars 4 skip, sem höfð voru í för- um á milli Danmerkur og Islands. Þá var sungið og dansað. — Er ekki eitthvað, sem þér getiö sagt okkur í sam- handi við stofnun Verzlunarmannafélags Reykjavík- ur og starfsemi þess fyrst framan af? — Við vo um tveir úr Hafnarfirði sem fórum á stofn" fundinn í lleykjavík, Gunnlaugur Briem, verzlunar- stjóri og ég. Unnum við báðir lijá P. C. Knudtzon & Sön. Fórum við ríðandi í bæinn, en í þá tíð átti ég ágætis hest, sem kom sér vel, þegar mað- ur Jmrfti að skreppa á milli. Stofnfundurinn var FRJÁLS VERZLUN 23

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.