Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1954, Síða 3

Frjáls verslun - 01.12.1954, Síða 3
Útsýn yjÍT hiS jagra umhverji háskólabœjarins Ileidelberg. sjón sögu ríkari um miðaldabyggingarlist, er vart átti sér sinn líka, en sumar þessarra borga eru nú að verulegum hluta jafnaðar við jörðu af heljaræði heimsstyrjaldarinnar síðustu. Af bygg- ingum, sem fram úr skara hvar sem er, er helzt að nefna meginkirkjur óteljandi, svimháar sum- ar og helgifylltar, ærin guðsþjónusta að ganga milli súlnanna og athuga það, sem íyrir augun ber. Sömuleiðis ráðhús mörg og merkileg, en einnig einkabýli, er bera á sér svipmot menn- ingar, fegurðarsóknar, er húsagerð vorra tíma fjarlægis't með flughraða. Vafalaust hefur margur landinn hugsað heim með sviða í brjósti oft og tíðum, er hann kvnnt- ist áþreifanlegum menningarauði meginlands álfu vorrar, þýzkri arfleifð ekki hvað sízt, hugsað heim til endingarlítilla kumbalda á afnýttum bólum, hugsað heim til Eyjarinnar hvítu í ar- móðsskrúð'a jölda og beinaberra háganga. En vonandi látið lmggast og sefast við að hugleiða, að það er svo urn ríki andans sem Guðsríki: það er ekki algerlega af þessum heimi, ekki skihnála- laust. Enda þótt forneign smáþjóðar sé geymd í framandi landi, sem slegið hefur á hana eign sinni í bráð, er enn sem fyrr hverri þjóðarsál og einstaklings í lófa lagið' að rækta með sér þann auð, sem mölur og rvð fá ekki grandað né gleypt, ríkidæmi, sem enginn meinvaldur veraldar vinn- ur á. Svo er Guði fyrir að þakka; en þetta, og ekki neitt annað, er gjöfin mesta og nær því eina. Eða eins og Goethe orðaði það: „Edel sei der Mensch“: Göfugur skyldi maður hver, hjálp- fús og viðskotsgóð'ur. Þetta var útúrdúr. Efni orða þcssara er Rikið í miðið, Þýzkaland, eitthvert hið þekkasta land á byggðu bóli, en löngum þéttsetið, og engin sveit er svo raungóð, að hún víkki með aukinni viðkomu hreppsbúa. Er þá nefnd aðalástæðan til að stundum hefur upp úr soðið þjóðarkatlin- um, en ágengni Þjóðverja við nágranna sína hef- ur löngum þótt uggvænleg og óttast sumir, að svo megi enn verða. Samábyrgð, sem undir eðli- legum kringumstæðum telst lofsverð' og jafnvel undraverð, getur, ef að þrengir, snúizt í sérgæði og sjálfsku, er ógni friðsamlegu umhverfi. Ein- mitt þess vegna er svo nauðsynlegt hvaða þjóð- félagi sem er, að vandaðir menn fari með ráðin, skipi rétti og lögum. Réttlæti hefur reynzt mannkyninu örðugfund- ið og virðist þó einfalt mál, en ólík aðstaða og vandráðnar forsendur flækja það oftsinnis og færa afleiðis. Réttlæti er jafnvægi meðal þjóða, en í þrengra skilningi jafnvægi í skiptum ein- staklingsins við þjóðfélagið. Þetta hvort tveggja FRJÁI.S VERZUTTN 103

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.