Frjáls verslun - 01.09.1960, Blaðsíða 4
Alsír, frönsku Vestur-Afríku, frönsku Mið-Afx-íku,
Madagaskar, franska Somaliland, Togó, Kamerún,
Kongó og Rúanda-Úx-úndi.i) Eins og kunnugt er
af fréttum eru sum þessara landa nú síðustu vik-
urnar að fá fullt sjálfstæði. Alls ná þessi lönd og
landssvæði utan Evrópu yfir um 15 millj. ferkm. og
hafa um 53 millj. íbúa.2) Mörg þessara landa eru
mjög rík að hráefnum, en flest ennþá skammt á
veg komin í efnahagslegri þróun. — Samtals nær
Sameiginlegi markaðurinn þannig til um 225 millj.
manna.
Hvaða land í Evrópu, sem vill njóta þeirra rétt-
inda og taka á sig þær skyldur, sem því er samfara,
getur oi’ðið aðili að Sameiginlega markaðnum. Sam-
kvæmt stofnsamningnum er heinxilt að semjá um
ýmsar takmarkanir og undanþágur.
í þessu sambandi skal bent á, að bæði Grikk-
land og Tyrkland hafa sótt um að komast í náin
tengsl við Sameiginlega markaðinn, án þess að
gcrast fullgildir meðlimir. Vegna þess, hversu mik-
ið skemmra þessi lönd eru komin í efnahagsþróun
sinni en sexveldin, koma ýmis skilyrði gagnvart
þessum löndum til greina .Samningar Sameiginlega
markaðsins við Grikkland og Tyrkland standa nú
yfir. Ibúa.tala Grikklands og Tyrklands nemur sam-
tals um 34 milljónum.
III. Eðli og tilgangur
1. Almennt, stjórnmálálegt og ejnahagslegt
Sexvelda-samningurinn gekk í gildi 1. janúar
1958, og þar með var hinn Sameiginlegi markaður
stofnaður.
Um tilgang Sameiginlega markaðsins segir svo
í 2. grein stofnsamningsins:
„Tilgangur samtakanna með stofnun Sameig-
inlcga markaðsins og samræmingu efnahags-
ráðstafana aðildarríkjanna -er að hraða eðli-
legri þróun atvinnulífsins innan samtakanna,
tryggja stöðuga og jafnvægiskennda útþenslu
efnahagslífsins, auka jafnvægi, tryggja að lífs-
kjör almennings hækki hraðar og treysta
sambönd ríkjanna, sem eru meðlimir sam-
takanna.“
Samningurinn gildir um óákveðinn tírna.
Stofnun hins Sameiginlega nxai-kaðs skapar gjör-
breytt viðhorf í viðskiptamálum Evrópu og leggur
grundvöllinn að nýju tímabili í sögu atvinnumála
og milliríkjaviðskipta á meginlandinu. Jafnframt
liggja sterk stjórnmálaleg rök að stofnun hans, enda
er honum ætlað að greiða götu stjórnmálalegrar
sameiningar Vestur-Evrópu.
1) IJandbuch'fur Europaische Wirtschaft, Kommentare, bls. 1.
2) Europaische Wirtschaftsgemeinscliaft, 13, 1958, bls. 253
f. Ennfremur 15, 1958, bls. 286 ff.
Þróun mála í heiminum á sviði stjórnmála, efna-
hagsmála, vísinda og tækni, það sem af er þessari
öld, hefur breytt mjög aðstöðu Evrópulandanna.
Upp hafa risið ný öflug stórveldi. Annars vegar
Ilandaríki Norður-Ameríku og liins vegar Sovét-
Rússland. Skipting Evrópu í fjölda smáríkja hindr-
ar Evrópuþjóðirnar í að skapa sér sterka stjórn-
málalega aðstöðu gagnvart þessum risastóru ríkj-
um, og kemur í veg fyrir, að þær geti notfært sér
til hlítar þær geysilegu tæknilegu franífarir, sem
átt hafa sér stað undanfarið. Meginlandi Evrópu
hefur til þessa verið skipt í mörg tiltölulega smá
framlciðslu- og neyzlusvæði. Tollmúrar og ýmiss
konar hömlur hafa torveldað eðlileg viðskipti milli
hinna cinstöku ríkja. Með þessu hefur verið komið
í veg fyrir sjálfsagða verkaskiptingu milli landa,
sem skapar möguleika til að notfæra sér fullkomn-
ustu tækni. En mikil verkaskipting og fullkomin
tækni auka lieildarafköstin og framleiðni og auka
þannig beinlínis velmegun alls almennings. Verka-
skipting og frjáls viðskipti auka samkeppni milli
framleiðenda og kaupsýslumanna og skapa neyt-
endum þannig lægra verð, aukið öryggi og betri
þjónustu. En markmið Sameiginlega markaðsins er
einmitt að auka verzlunarfrelsi, að fella niður tolla,
afnema hvers konar hömlur á viðskiptum milli
aðildarríkjanna og veita einstaklingnum vcrðskuld-
að frelsi, persónulega, efnahagslega, stjórnmálalega
og menningarlega — en frelsið eitt er samboðið
mannlegri veru og virðingu hennar.
Sköpuð verður aðstaða til sem fullkomnastrar
samkeppni á markaðssvæðinu, og afskipti ríkis-
valdsins af efnahagslífinu verða að sjálfsögðu tak-
mörkuð við lágmark. Hvers konar greinarmunur
eða mismunandi meðferð á einstaklingum, vörum
eða fjármagni, eftir því hvaða land innan samtak-
anna á í lilut, cr í grundvallaratriðuin bönnuð.
Með sexveldasamningnum er skapaður sameig-
inlegur markaður, sem nær til allra greina efna-
hagslífsins í víðustu merkingu. Sameiginlegi mark-
aðurinn er miklu meira en tollabandalag, en hann
hefur oft ranglega verið kallaður því nafni hér á
landi.
2. Vöruviðslcipti
Höfuðmarkmið Sameiginlega markaðsins er af-
nám tolla og annarra takmarkana á vöruverzlun
milli aðildarríkjanna. Ennfremur að koma á sam-
eiginlegri tollskrá gagnvart „þriðju“ löndum, þ. e.
a. s. löndum, sem eru utan markaðssvæðisins.
Afnám tolla og annarra takmarkana innbyrðis
verður framkvæmt í áföngum, en því verður að
vera lokið eftir 12 ár, þ. e. a. s. 31. desember 1969,
eða í síðasta lagi eftir 15 ár og þá í árslok 1972.
Tollalækkunin miðast hjá hverju landi við þann
4
FRJÁLS VERZLUN