Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1960, Qupperneq 5

Frjáls verslun - 01.09.1960, Qupperneq 5
toll, sem kom til framkvæmda fyrir hverja vöru- tegund þann 1. janúar 1957. Fyrsta tollalækkunin var framkvæmd 1. janúar 1959 og nam hún almennt 10%. Næsta lækkun fór fram 1. júlí sl. og nam hún einnig 10% heildartollad) Venjulega er gerður greinarmunur á verndartoll- um og fjáröflunartollum. Verndartollar eru lagðir á, til að vernda innlenda framleiðslu gegn erlendri samkeppni en fjáröflunartollar í fyrsta lagi til fjár- öflunar fyrir ríkið. Oft er þó erfitt að draga línur hér á milli. Ákvæði sexveldasamningsins um afnám tolla gilda almennt fyrir báðar tollategundirnar. Þetta er líka óhjákvæmilegt, því ef fjáröflunar- tollum væri haldið við, yrði ekki um frjálsan sam- eiginlegan markað að ræða. Hins vegar mega þátt- tökulöndin koma á hjá sér á innanlandsmarkaðn- um neyzlusköttum, til að bæta upp tekjutap ríkis- ins vegna afnáms fjáröflunartollanna, telji þau þess þörf.2) Óheimilt er að leggja nokkra hærri skatta, hverju nafni sem nefnast, á vörur innfluttar frá aðildarríkjunum, heldur en lagðir eru á innlenda framleiðslu. Um afnárn tollanna gilda ýmis ákvæði, sem of langt mál væri að rekja hér. Jafnframt tollunum verður einnig að afnema eftir ákveðnum reglum allar takmarkanir á vörumagni og aðrar takmarkanir, sem hafa sams konar áhrif í viðskiptum milli sexveldanna. Þannig ber að afnema alla innflutningskvóta í viðskiptum milli þessara landa. Um landbúnaðarvörur gilda að nokkru sérstakar reglur.3) Takmarkanir á útflutn- ingsmagni í milliríkjaviðskiptum innan svæðisins eru bannaðar.'i) Hin sameiginlega tollskrá sexveldanna gagnvart „þriðju“ löndum gengur einnig í gildi á 12, eða í mesta lagi á 15 árum frá 1958 að telja. Iíún kemur að nokkru leyti til framkvæmda þegar 1. janúar 1961.5) Síðan breyta aðildarríkin tollum sínum gagnvart „þriðju“ löndum smám saman, þar til öll verða að vera búin að taka upp sameiginlegu toll- skrána 1. janúar 1970. Einstök lönd mega gera þetta fyrr, ef þeim sýnist svo. Þessi sameiginlega tollskrá gagnvart „þriðju“ löndum er reiknuð þannig út, að tekið er einfalt 1) Ilandbuch der Europaischen Wirtschaft, Kommenlar, bls. 19, og Beilage zu Wirtschaftliche Mitteihingen der Deutschen Bank, Hamburg, janúar/febrúar 1960, bls. 5. Sjá ennfremur Europáische Wirtschaft, 10, 31. 5. 1960, bls. 215-216. 2) Handbuch der Europáischen Wirtschaft, Kommentar, bls. 24 f. 3) Beilage zu Wirtschaftliclie Mitteilungen der Deutschen Bank, Hamburg, janúar/febrúar 1960, bls. 5. Ennfremur EWG, 1, 1960, bls 10, og sexveldasamninginn, § 33. 4) Sexveldasamningurinn, § 37. 5) Europáisclie Wirtsehaft, 10, 31. 5. 1900, bls. 215. meðaltal af þeim tollum fyrir hverja vörutegund, sem giltu á hinum fjórum tollasvæðum 1. janúar 1957, þ. e. a. s. í Frakklandi, ítaliu, Þýzkalandi og Benelux-löndunum, en Belgía, Luxemburg og Holland; voru eitt tollsvæði frá því 1. janúar 1948. Frá þessari reglu eru þó nokkrar undantekn- ingar, sem flestar eða allar miða að tollalækkun. T. d. má tollurinn á flestum hráefnum ekki vera hærri en 3% og á flestum hálfunnum vörum ekki hærri en 10% af verðmæti þeirra. Þá getur Sam- eiginlegi markaðurinn samið við „þriðju“ lönd um lækkun á sameiginlegu tollunum á gagnkvæmum grundvelli. Sameiginlegi tollurinn er verðtollur, þ. e. a. s. hann reiknast af verðmæti varanna en ekki af þunga þeirra eða rúmmáli. í febrúar sl. samþykkti ráð Sameiginlega markaðsins, sem seinna verður vikið að, tollskrána gagnvart „þriðju“ löndum, en það þýðir þó ekki, að henni kunni ekki að verða breytt ennþá.i) Hin sameiginlega tollskrá mun þýða almennt nokkra liækkun á tollum í Þýzkalandi og Benelux-Iöndunum en hins vegar nokkra lækkun almennt séð á tollum í Frakklandi og Ítalíu, miðað við þá tolla, sem giltu í þessum löndum hverju fyrir sig 1. janúar 1957. 3. Viiinuafl Þar sem sameiginlegi markaðurinn á að verða ein efnahagsleg heild, er ekki nóg að vörur megi flytja frjálst og hindrunarlaust milli aðildarríkjanna. Frelsið verður einnig að ná til vinnuafls, fjármagns, til ákvörðunar einstaklinga um það, í hverju aðild- arríkjanna þeir vilji búa, svo og að sjálfsögðu til frjálsra gjaldeyrisviðskipta. Stofnsamningur Sam- eiginlega markaðsins gerir líka ráð fyrir þessu, en ákveður ekki nákvæma tíma-áætlun í því sam- bandi, nema að þessu frjálsræði verði komið á fyrir ársbyrjun 1970. Innan þess tíma, sem verið er að koma upp Sameiginlega markaðnum, verða al- mennt afnumdar allar gildandi takmarkanir á frelsi vinnuafls, til að flytjast milli aðildarríkjanna. Frá ársbyrjun 1970 á að ríkja efnahagslegt frjáls- ræði fyrir alla ríkisboi'gara aðildarríkjanna á vinnu- markaðnum með fullkomnu jafnrétti án tillits til þjóðernis eða ríkisborgararéttar. J. Bústaðarréttindi Jafnframt því að vinnumarkaðurinn er sainein- aður, er einnig gert ráð fyrir að atvinnurekendum sé heimilt að flytjast á milli þátttökuríkjanna með atvinnurekstur sinn og njóti til fulls jafnréttis, án tillits til ríkisborgararéttar. Þetta er nauðsynlcgt, til að atvinnurekendur geti stundað atvinnurekstur 1) Europaische Wii'tscluiftsgemeinschaft, 5, 1960, bls. 86 ff. FRJALS VERZLUN 5

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.