Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1960, Qupperneq 9

Frjáls verslun - 01.09.1960, Qupperneq 9
þcim fjölgað, og reynir því meira á vegina mcð hvcrju ári. Margir aðalvegirnir, cr gcrðir voru fyrir 20—30 árum, eru víða signir í gljúpah jarðveginn, og þarf að hækka þá yfirleitt með þvkku malarlagi til þess að verja ]>á betur aðfenni og sliti, en þetta kostar mikið fé og sækist því alltof seint. Þetta er þó ekki sérstakt fyrirbrigði hér á landi. í öðrum löndum, þéttbýli og með mciri fjárráð verður einn- ig mjög vart sömu þróunar, að þol veganna stenzt ekki sívaxandi umferð þungra bifreiða, og er þó, t. d. í Noregi, þar sem að ýmsu lcyti cru svipaðar aðstæður og hér, varið tiltölulega miklu meira fé til viðhalds en hjá okkur. Hér cr þó umferð á nokkrum vegum komin langt fram úr því, sem veikbyggðir malarvegir þola, sér- staklega þar sem hér á landi fæst víðast ekki með viðráðanlegum kostnaði nothæf eða góð möl í slit- lag veganna“. (Geir G. Zoega, 1950). Samkvæmt nýútkominni skýrslu Iðnaðardeildar Atvinnudeildar Háskólans um störf deildarinnar á árunum 1947-1950, barst byggingarefnarannsókna- deildinni alls 101 sýnishorn til rannsóknar af ofaní- burðarefnum á árunum 1948—1950, þar af aðcins 1 sýnishorn 1951 — en 20, þegar mest var (1948). Niðurstöður rannsóknanna sýndu glögglega, að efn- in voru mjög misgóð til vegaslitlags. Að tilhlutun vegamálastjóra hófust skipulags- bundnar athuganir og rannsóknir ofaníburðar- og steypuefna hér á Iandi sumarið 1957. Frumkvæðið átti fyrrv. vegamáíastjóri, Geir G. Zoega, og fyrir hans tilstilli og milligöngu Vegainálaskrifstofunnar fékk greinarhöfundur tækifæri til að fylgjast með og þjálfast í rannsóknum ýmissa vegagerðarefna við Statcns Váginstitut í Stokkhólmi. Þar hófust skipu- lagðar vegaefnarannsóknir undir stjórn dr. Gunn- ars Bcskows, árið 1933, og hefur stofnunin æ síð- an haft forystu meðal Norðurlanda um ýmsar til- raunir og rannsóknir í þágu vegamála. Vegaefna- rannsóknirnar komu fyrst verulega að gagni við vegagerð Svía eftir 1940. Um gildi þessara rann- sókna segir John Collett, vegatæknifræðingur, í grein um vegi og umfcrð árið 1950, m. a.: „Rannsóknir þær, sem gerðar hafa verið á vegum Statens Vágin- institut, hafa glöggt undirstrikað nauðsyn réttrar kornastærðardreifingar í efnum, sem notuð eru sem slitlög í malarvegum“. FRJÁLS VERZLUN 9

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.