Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1960, Page 10

Frjáls verslun - 01.09.1960, Page 10
Rannsóknir á íslandi Hér á landi liófust rannsóknirnar á Suðvestur- landi, og annaðist Atvinnudeild Háskólans allar framkvœmdir og naut góðrar fyrirgreiðslu Vega- málaskrifstofunnar og verkstjóra hennar úti á landi. Hefur þessum rannsóknum síðan verið hald- ið áfram, og má heita, að grundvallarrannsókn í sjö sýslum á Suður- og Vesturlandi sé nú að mestu lokið. Auk niðurstöðu rannsókna á hundruðum sýn- ishorna af steypuefnum og ofaníburði hefur einnig fengizt dágóð vitneskja um magn og dreifingu lausra jarðefna á svæðum þessurn auk ýmissa upplýsinga varðandi steypuskemmdir o. fl. A síðastliðnu ári tók Atvinnudeildin að sér, fyrir Ræktunarsjóð íslands, að rannsaka steypuefnanám- ur og kynna sér eftir föngum ástand steinsteyptra mannvirkja í sveitum landsins. Þar með var kom- ið í framkvæmd rannsókn á gæðum og magni þessa undirstöðubyggingarefnis, bæði til húsbygginga og brúargerða, sem lengi liafði verið vanrækt. Auk rannsókna í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu, þar sem sérstaklega var tekið tillit til steypuefna- náma, og steypuskemmda á mannvirkjum, söfnuð- ust alls nokkuð á 3. hundrað sýnishorn á sl. sumri, þar af 105 sýnishorn í Vestur-Húnavatnssýslu, og eru það fleiri sýnishorn en bárust Atvinnudeildinni á tímabilinu 1048—50. Með þessum rannsóknum er stigið stórt spor í rétta átt, og cr það von mín, að árangur þeirra verði ekki lakari en sagt hefur ver- ið um hliðstæðar rannsóknir í Svíþjóð. Hvað sncrt- ir rannsóknirnar á vegaofaníburði, er tilgangur þeirra og markmið í höfuðatriðum þetta: a) að stuðla að auknu slitþoli vegaofaníburðarins, b) að fyrirbyggja holu- og þvergárumyndun á vegayfirbborði, c) að koma í veg fyrir frostþenslu af völdum holklaka, d) að rykbynda slitlag. Vissulega eru víðtækari og nákvæmari rannsókn- ir nauðsynlegar til að þessum atriðum verði gerð viðunanleg skil, en grundvallarrannsóknin er hafin, — víðtækari rannsóknir fylgja væntanlega í kjöl- farið. Undanfarin ár hafa þessar ofaníburðar- og steypuefnarannsóknir aðallega verið fólgnar í eftir- farandi atriðum: 1. Sýnishornasöfnun. 2. Oflun vitneskju og upplýsinga um notkun efnanna á rannsóknarsvæðunum. 3. Athugun steypuskemmda á mannvirkjum. 4. Rannsókn og athugun efnanna á rannsókna- stofu 5. Skýrslugerð um staðsetningu námanna, magn, gæði, kornadreifing, helztu bergefni, sýrustig, rúmþyngd, leirinnihald, landfræði- og jarðfræðilegt yfirlit svæðanna. 0. Kortainnritun og spjaldskrárfærsla námanna og flokkun þeirra og geymsla. Þannig er það takmark okkar, að í náinni fram- tíð verði liægt á örskömmum tíma að „slá upp“ í sérstakri spjaldskrá, á landakorti og í skýrslu sér- hverri steypuefna- og ofaníburðarnámu landsins og „lesa“ þar allar helztu upplýsingar um efnið og staðinn, sem að gagni mega koma við væntanlega vinnslu efnisins. Rykbinding Mikið hefur verið rætt og ritað undanfarið um rykbindingu þjóðveganna. Mcst hefur þar þó bor- ið á órökstuddum blaðaskrifum, sem hafa vcrið í skammar- og nöldurstón. Þótt mörgum kunni að finnast tilraunaframkvæmdir hér í þeim efnum vera í dvala og menn aki í sama rykkófinu til Þingvalla sumar cftir sumar, er hér hægra um að ræða en í að komast. Staðreyndin er hins vegar sú, að undanfar- in sumur, og þar með talið það sem af er þessu sumri, hefur Vegagerðin gert tilraunir með ryk- bindiefni (klór-kalsíum og súlfítlút) og dreift þeim á fjölförnustu vegina hér í nágrenninu, en því mið- ur er árangurinn ekki alltaf sem beztur, og má kenna veðráttunni um það að miklu leyti. Rign- ingarvatnið leysir fljótlega upp rykbindiefnið og síg- ur það þá ii])pleyst burtu á skömmum tíma og eft- ir er bindiefnislaust vegarslitlag. Það er því mikils- vert að vegirnir séu mátulega ávalir, svo að rign- ingarvatnið geti runnið af veginum til beggja hliða og eyði þar með ekki rykbindiefninu 1 Svíþjóð er talið æskilcgt að rykbinda malarvegi, þar sem umferð er meiri en 100 bílar á sólarhring að sumarlagi, og verja Svíar miklu fé til rykbind- ingar, cins og sjá má af töflu hér að framan (sjá fyrri greinina), bæði með olíu og saltsamböndum. Árið 1948 var t. d. dreift rykbindiefnum á rúmlega 50 þús. km malarvega í Svíþjóð með ágætum árangri. Tilraunir til olíubindingar á ofaníburði hafa enn engar verið gerðar hér á vegum Vegagerðarinn- ar. Svíar hafa verið brautryðjendur um olíubindi- tilraunir á Norðurlöndum, og árið 1958 kom út, á vegum Statens Váginstitut, ritgerð eftir Dr. Sten Hallberg um tilraunir Svía á þessu sviði. Fyrstu tilraunirnar gerðu Svíar árið 1932—’33 og síðan allt- af öðru hvoru, en með mjög misjöfnum árangri. Það er ekki fyrr en 1956, að gerðar eru umfangsmiklar tilraunir, en þá var olíubundið slitlag á um 200 km löngum malarvegum, og árangur þeirra tilrauna hef- ur enn sem komið er verið jákvæður. í athugasemd í Tímariti Verkfræðingafélags ís- lands, 3. hefti 1958, um þessar tilraunir Svíanna kemst Iíaraldur Ásgeirsson, verkfræðingur að þeirri niðurstöðu, að ein aðferðin, sem notuð var i Sví- þjóð „henti vel íslenzkum aðstæðum, og væri því 10 frjals verzlun

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.