Frjáls verslun - 01.09.1960, Page 13
Helgi S. Jónsson:
Við afgreiðslustörf fyrir 30 árum
Eftirfarandi erindi var flutt í úlvarpið á frídegi verzlunar-
manna, 2. ágúst sl. Er þar í léttum tón fjallað um verzlunar-
liætti fyrir þrem áralugum. Höfundur \’arð góðfúslega við
beiðni Frjálsrar Verzlunar um að fá að birla erindið.
Á Alþingishátíðarárinu, 1930, og á árunum þar
um kring, var yfirbragð verzlunar og verzlunarmáti
allfrábrugðinn því, sem nú er og vöruval talsvert
annað en gerist í dag. Innfluttar matvörur og vefn-
aðarvörur voru í miklum meirihluta, því að inn-
lendur iðnaður og framleiðsla, var þá rétt að vakna
og byrja að láta til sín taka. Það mun hafa verið
eitthvað um um þetta leyti, sem „íslenzka vikan“ var
haldin — auglýsingavika, til hvatningar að kaupa
íslenzkar vörur. Skátafélögin útbjuggu mikla „pró-
sessíu“, hvar í voru gangandi, stór líkön af dósum,
flöskum, osturn, kartöflum og fleiri eftirmyndir
innlendrar framleiðslu, sem þá átti í harðri sam-
keppni við sams konar erlenda vöru, ekki ein-
ungis vegna verðs og gæða, heldur miklu fremur
vegna vantrausts, og þess að innlenda varan þótti
ekki jafnfín og hin erlenda. Gamla búðarlokan var
orðin talsvert forfrömuð persóna. Það þótti bara
gott og nokkurt manndómsmerki að vera afgreiðslu-
maður í búð og þeim mun betra, sem búðin var
stærri og hafði breiðari viðskiptagrundvöll. Árin
fyrir og eftir Alþingishátíðina var ég í slíkum búð-
um, hin fyrri var fatadeildin hjá Veiðarfæraverzl-
uninni Geysi, og eftir hátiðina lijá Tómasi, í kjall-
aranum á Laugavegi 2. — Hvort því hafa ráðið
hæfileikar eða heppni, skal ósagt látið — en eftir
að ég tók að fást við verzlun á eigin spýtur, fór
heldur að kárna gamanið, en þótti allajafna lið-
tækur og lipur við afgreiðslu.
Þegar huganum er rennt til baka yfir hillur og
pakkhús, verður útlitið allt annað cn nú er. I
„Geysi“ voru sjóklæði öll og vinnuföt innflutt, olíu-
stakkarnir, olíubuxurnar, olíukápur og sjóhattar
voru norsk, frá Moss, eða skozk og ensk, peysur,
húfur og vettlingar voru líka innflutt, svo og annar
fatnaður, sem gjarnan var þar í miklu úrvali. Hafi
einhver innlendur varningur verið að nema þar
land, þá fór lítið fyrir honurn á þeim árum.
Um verðlag á ýmsum hlutum, er nokkuð farið
að skolast, enda ekki sanngjarnt að nefna það í
krónum og aurum, því svo víðs fjarri eru þær tölur
þeim, sem gerast í dag, en þó mun nokkuð auðveld-
ara að kaupa ýmsa hluti í dag, fyrir tímakaupið
sitt, en var þá. Enskar húfur kostuðu 3,75 og þær
allra fínustu 4,05 og upp í 4,50 til 5 krónur, með
ekta svitaskinni og fíberderi, sem ekki bögglaðist
eða blotnaði í gegn. Tímakaupið var þá króna
eða króna og nokkrir aurar. — Kommanderpakkinn
kostaði þá krónu og Fíllinu 50 aura. — Striga-
vettlingar kostuðu krónu, leðurklossar með tré-
botnum kostuðu 13 til 15 krónur og „mélstakkur“
fast uppundir 20 krónur. 10 tíma kaupið nú mundi
duga allt eins vel til svipaðra innkaupa, eða þó
keyptur væri Kamelpakki í stað Kommander og
innlendur plaststakkur í staðinn fyrir „mélstakk-
inn“.
Það þótti áberandi „flott-ræfils-háttur“ að kaupa
dýrustu hálsbindi fyrir 5 krónur — því þá voru
5 krónur talsvert mikið fé. — Hálf-flaska af þræl-
sterku púrtvíni kostaði 3,25 og stór kolla af hvítöli
40 eða 50 aura. — Það var lieil fræðigrein að þekkja
sjófatnaðinn og vart mögulegt að komast þar til
botns, því að skoðanirnar um gæði og styrkleik
voru nær ]jví jafnmargar og þcir, sem keyptu. Unr
V.A.C. og Hood gúnnnístígvélin voru þó flestir
sammála og bláu peysurnar ensku, með þétta
brjóstinu, þóttu góðar, enda þrældýrar, kostuðu
yfir 20 krónur — og entust árum sarnan. Enn
þann dag í dag er gaman að skoða búðargluggana
í Geysi. Þó verzlunin hafi flutt yfir götuna og 30
ár umbrota og átaka séu liðin, þá eru gluggarnir
þar eins og þeir voru — enginn abstrakt-vírus
hefir vinklað og skælt þar útstillingarmátann. —
Þar er varan sýnd eins og hún er, og sem rnest og
flest af henni — komi cittlivað nýtt, þá er þvi bætt
FRJALS VERZLUN
13