Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1960, Side 16

Frjáls verslun - 01.09.1960, Side 16
Séð yfir Siglufjörð. Til vinstri Hvanneyrarskcitlin og fjallið Strákar. Til hœgri, í baksýn, Siglunes Stefán Friðbjamarson: SIGLUFJÖRÐUR I. Á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar er mikill skagi, krýndur hrikalegum fjallgarði, sem teygir himinhá, þverhnípt björg í sjó fram. Inn í þennan skaga skerst frá norðri lítill fjörður, fjöllum vafinn á þrjá vegu, en varinn af nesi í norður — gegn öldum úthafsins. Þetta er Siglu- fjörður, Þormóðs ramma forna byggð, lífhöfn síldveiðiflotans í dag. Eyrstu heimildir um Siglufjörð er að finna í Landnámabók. Þar segir m. a.: „Þormóðr rammi hét maðr; hann vá Gyrð, móðurföðr Skjálgs á Jaðri, ok varð fyrír þat landflótti ok fór til Islands; hann kom skipi sínu í Siglufjörð og sigldi inn at Þormóðseyri og kallað af því Siglufjörð. Hann nam Siglu- fjörð allan milli Ulfsdala ok Ilvanndala ok bjó í Siglunesi; hann deildi um Hvanndali við Oláf bekk (er nam Olafsfjörð) ok varð sextán manna bani, áðr þeir sættusk, en þá skyldu sitt sumar hvárr liafa. Þormóðr var sonr Haralds víkings, en hann átti Arngerði systur Skíða ór Slúðadal; þeirra synir váru þeirr Arngeirr inn hvassi oJc Narfi, faðir Þrándar, föður Hríseyjar-Narfa, oJc AlreJcr, sem barðisk í SléttuJilíð við Knörr Þórð- arson.“ Svæðið frá Þórðarhöfða í Skagafirði að Siglu- firði var numið af 10 landsmönnum, norskum, gauzkum, sænskum, suðureyskum; afkomendum Ragnars loðbrókar, Hörða-Kara, Haralds vík- ings og Upplendingajarla. Einn þeirra var kvæntur dótturdóttur Ivjarvals írakonungs. Óvíða á landinu mun jafnlítið svæði hafa verið numið frá jafnmörgum löndum, af jafnmörgum og jafnmætum mönnum. 16 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.