Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1960, Page 19

Frjáls verslun - 01.09.1960, Page 19
kallandi nauðsyn. Jafnstór bær, með jafnveiga- mikið hlutverk í þjóðarbúskap Islendinga, getur ekki lengur unað þeirri einangrun, sem háir vexti hans og eðlilegum samskiptum við blómlegar sveitir Skagafjarðar, og þjóðvegakerfi landsins. Árið 1907 var sett hafnarreglugerð fyrir Siglu- fjörð og hafnarsjóður stofnaður. Síðar voru sett hafnarlög fyrir Siglufjörð og ný hafnarreglugerð staðfest. Viti var byggður á Siglunesi 1908, og 1911 innsiglingarviti á Selvíkurnefi. Samfelldar bryggjur eru nú meðfram allri Þormóðseyri að austan og sunnan og suður með firðinum vestan- verðuin. Tvær hafnarbryggjur eru hér: önnur nýlega stækkuð mikið og er nú aðeins eftir að steypa plötu ofan á hluta mannvirkisins. Fyrir- hugað er að byggja svonefnda Innri-Höfn, þegar fjárhagur kaupstaðarins leyfir. Hafnarskilyrði hér eru góð og koma til með að verða einhver þau beztu á landinu. IV. Sjávarútvegur hefur löngum verið aðalat- vinnuvegur Siglfirðinga. Áður en síldveiðar komu til sögunnar, var hákarlaveiðin uppistað- an í útgerðinni og hákarlalýsi aðalverzlunarvar- an hér og uppistaðan í efnahag íbúa og kaup- túns. Skipin voru misstór, sum þilskip, og ým- ist í eigu útvegsbænda eða verzlana. Árið 18(59 voru hér 14 hákarlaskip, og munu þau oftast hafa verið milli 10 og 20. Þorskveiði var hér einhver, en ekki stunduð af sama kappi og há- karlaveiðin. Frá Siglunesi var þó allmikið útræði öldum saman og þaðan sóttur sjórinn af mönn- um úr nærliggjandi sVeitum og lengra að. Var oft mannmargt á nesinu og gleðskapur sagður mikill í landlegum. Þá munu Norðmenn hafa stundað héðan hvalaveiðar seint á öldinni sem leið. Höfðu þeir hér um 20 hvalabáta á árunum 1890—1900. Árið 1880 var stofnað hér félag um síldveiðar með nót við land eða í svonefnda síldarlása. Voru veiðar þessar misheppnaðar, og lognaðist félagið út af. Um 1903 vöktu Norðmenn Sigl- firðinga til nýrrar vitundar um gildi síldveiða og gjörðust hér brautryðjendur með hringnóta- og reknetaveiði síldar. Þar með var hafinn sá kafli í atvinnu- og þróunarsögu Siglufjarðar, sem mestan þáttinn hefur átt í framvindu og frama byggðarlagsins. Hér eru nú um 20 söltunarstöðv- ar, 5 síldarverksmiðjur, 3 hraðfrystiliús, tveir tog- arar, nokkrir fiski- og síldveiðibátar, auk fjölda trillubáta. Þá er hér og tunnuverksmiðja, sem starfrækt er á vetrum, og lítil niðurlagningar- verksmiðja. Sumarið 1959 voru saltaðar hér í Siglufirði rúmlega 111.800 tunnur (af 216.000, eða um 51,7%). Utflutningsverðmæti síldarsöltunarinn- ar í Siglufirði 1959, miðað við núverandi gengi, mun vera um 93 milljónir króna. Til Síldarverk- smiðja ríkisins, Siglufirði, bárust sumarið 1959 um 280 þúsund mál síldar (og úrgangs) og til Síldarverksmiðju Siglufj .kaupstaðar, Rauðku, um 70.000 mál síldar (og úrgangs). Utflutningsverð- mæti mjöls, lýsis og soðkjarna úr þessu hráefni, miðað við núverandi gengi, mun vera nálægt 84 milljónum króna. Framleiðsla hraðfrystihúss S. R., Siglufirði. árið 1959 var 52 þúsund kassar freðflaka og hraðfrystihússins ísafoldar 16.800 kassar. Utflutningsverðmæti þessarar fram- leiðslu, miðað við núverandi gengi, mun vera um 21 milljón króna. Verði afköst eða framleiðslumagn þessara at- vinnugreina svipað í ár og sl. ár, færa þær þjóð- inni gjaldeyristekjur sem nema ca. 198 milljón- um ísl. króna, og er þá ekki meðtalið skreið, saltfiskur, litflutningur fersksíldar né dósamats. Enn mætti telja gjaldeyrissparnað vegna tunnu- smíði, en hér voru smíðaðar 63.800 tunnur vet- urinn 1959—60. Siglufjörður gegnir því þýðing- armiklu hlutverki í þjóðarbúskap Islendinga í dag. V. Helztu framkvæmdir á vegum bæjarfélagsins á undanförnum og yfirstandandi ári eru þessar: Nýbygging gagnfræðaskóla, stækkun og endur- bygging barnaskóla, yfirbygging sundlaugar, gerð nýrrar og stórrar hafnarbryggju, auk marg- háttaðra smærri framkvæmda. Bærinn á Síldar- verksmiðjuna Rauðku og myndarlegt raforku- ver, Skeiðfossvirkjunina, í Stíflu í Fljótum. Siglufjarðarkaupstaður hefur farið þá leið í gatnagerð, að steypa upp göturnar smám saman. Eru þegar nokkrar götur úr steinsteypu gjörðar, en þröngur fjárhagur bæjarins síldarleysisárin hamlaði því, að mikið væri færzt i fang í þessu efni. Stofnkostnaður slíkra gatna er mikill, en viðhaldskostnaður nær enginn. Það, sem háir Siglufirði í dag, og brýnust nauðsyn er úrbóta á, er einkum tvennt: Sam- FRJÁUS VERZLUN 19

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.