Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1960, Side 21

Frjáls verslun - 01.09.1960, Side 21
hennar, gjörbreytti öllum áætlunum um húsnæðis- þörf. Þegar í lok stríðsins var orðið ljóst, að húsa- kynnin voru of lítil til að annast hin stórauknu viðskipti, og var þá úr vöndu að ráða. Helmingur af húsi bankans á horni Pósthús- strætis og Hafnarstrætis, Ingólfshvoli, hafði þegar verið nýttur með stækkuninni 1940 og aðrir mögu- leikar til stækkunar á afgreiðslunni voru ekki fyrir hendi. Viðskiptin jukust jafnt og þétt á árunum eftir stríðið og starfsfólki fjölgaði að sama skapi. Frá 1939—’59 hefir tala starfsmanna við aðalbank- ann rúmlega þrefaldazt. Er þá taliði starfsfólk Seðlabankans og Viðskiptabankans, en báðir bank- arnir starfa í sömu byggingu. Stofnun nýrra spari- sjóðsútibúa gat ekki bætt úr þessum vanda nema að mjög litlu leyti, þar eð slík útibú myndu ekki létta neitt að ráði á starfsemi aðalbankans. Aðrar deildir bankans, cn hlaupareiknings- og sparisjóðs deild, höfðu stækkað sýnu meira, sérstaklega þær, sem önnuðust erlendu viðskiptin, en þar hefir af- greiðslufjöldi allt að tífaldazt í sumum deildum á síðastliðnum 20 árum, eða frá því stækkun á hús- næði aðalbankans átti sér stað. Með tilliti til þess- ara staðreynda og þá ekki síður hins, að á þessum árum stækkaði borgin óðfluga, ]>ótti sýnt að tíma- bært væri að færa svið hinnar almennu banka- starfsemi í borginni nokkuð út fyrir Miðbæinn, sem allir bankarnir höfðu valið sér að höfuðstöðvum. Eftir að bankastjórnin hafði um nokkurra ára bil gert árangurslausar tilraunir til að fá fjárfest- ingarleyfi til byggingar á bankaútibúi, festi hún kaup á húsgrunni að Laugavegi 77, mcð það fyrir augum að reisa þar Iiús fyrir útibú, sem annast skyldi alla venjulega bankastarfsemi. Fyrri eig- endur grunnsins höfðu látið Sigurð heitinn Pét- ursson byggingarfulltrúa gera teikningu að húsi, fengið fjárfestingarleyfi og hafið framkvæmdir á staðnum. Vegna þess að um gjörbreytingu var að ræða á hagnýtingu hússins varð að endurnýja upp- dráttinn að verulegu leyti. Skarphéðinn Jóhanns- son arkitekt tók að sér þetta starf með fullu sam- komulagi við Sigurð, sem um þetta levti hafði tekið sjúkdóm þann, sem leiddi hann til bana. Ilafði Skarphéðinn síðan aðalumsjón með byggingu húss- ins. Enda þótt ekki sé um stórbyggingu að ræða, er þess vænzt að byggingin uppfylli, hvað allan búnað snertir, fyllstu kröfur sem gera má til bankahúss, þar sem allar greinar bankastarfsemi eiga að fara fram. Séð yíir hluta ai algreiðslusalnum að Laugavegi 77 FRjÁnS VERZLUN 21

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.