Frjáls verslun - 01.09.1960, Side 25
Tulinius á Eskifirði, föður Thor E. Tulinius, sem
settist, síðar að í Kaupmannahöfn og auk sinnar
miklu viðskiptastarfsemi rak verzlun föður síns. —
C. A. Leth & Co. hafði umboð fyrir Jón Magnússon
á Eskifirði o. fl. Og loks nokkru seinna má nefna
F. Ilolme, sem hafði umboð fyrir Gránufélagið, og
Chr. Nielsen, sem sjálfsagt hefur verið og er enn,
undir stjórn sonarins, Bjarne Nielsens, stærsta um-
boðssölufyrirtæki íslenzkra og færeyskra kaup-
manna hér í Kaupmannahöfn. Þetta verzlunarfyrir-
tæki hefur m. a. haft umboð fyrir L. A. Snorrason
á ísafirði, Sæmund Iíalldórsson í Stykkishólmi og
um nokkurra ára skeið fyrir L. Popp á Sauðárkróki,
eftir andlát Popps hins eldra. — Þá má geta þess,
að Jakob Gunnlögsson settist hér að og kom á fót
miklu fyrirtæki, sem sonur hans og tengdasonur
hafa rekið eftir hans dag. Enn má telja Salomon
Davidsen, sem hafði mikil viðskipti við Geir Zoega
í Reykjavík, Björn Sigurðsson og þá Thorsteins-
sonsbræður á Vesturlandi. Að lokum má nefna
G. Sch. Thorsteinsson og verzlunarfyrirtæki mitt,
sem höfðu m. a. umboð fyrir erfingja O. Wathnes,
Ag. Flygenring í Hafnarfirði, R. P. Riis á Borðeyri
(áður Iijá Fischer), Chr. Havsteen í Eyjafirði o. fl.
—Af fyrrnefndum fyrirtækjum eru verzlanir Fried
E. Petersens og G. Sch. Thorsteinssons ekki lengur
til, og C. A. Leth & Co. og Salomon Davidsen eru
nú hættir umboðsviðskiptum við ísland. —
W. Fischer var um mörg ár umboðsmaður fyrir
IJ. P. Duus í Keflavík (eftir dauða Duus tók mág-
ur hans, Ó. A. Ólafsson við fyrirtækinu og settist
að í Kaupmannahöfn og keypti síðar Fischersverzl-
un í Reykjavík). Fischer var ennfremur umboðs-
maður fyrir Christensen og Linnet í Hafnarfirði og
fyrir Riis á Borðeyri. Bryde var umboðsmaður
Carls Franz Siemsens í Hamborg, sem átti verzlanir
í Reykjavík og í Þórshöfn á Færeyjum, ennfremur
rak hann umboð fyrir ýmsa aðra, svo sem Walde-
mar Bryde á Borðcyri og Johnsen á Papós.
Að lokum skal ég geta um enn önnur verzlunar-
sambönd Danmerkur og íslands á áttunda og ní-
unda tugi aldarinnar, auk þeirra, sem ég hef þcgar
nefnt, en það voru 3—4 Bornhólmarar, sem sigldu
á hverju ári sem lausakaupmenn til Islands, „höndl-
uðu“ með venjulegar verzlunarvörur og fengu ís-
lenzkan kaupeyri í staðinn. Um borð var opnuð
búð, og þeir komu á hverju ári á sömu firðina. Allir
voru þessir kaupmenn skipstjórnarmenn, áttu skip-
in sjálfir og sáu um alla verzlun. Þar var Lund,
sem átti „Haabet“, er var einsigld dugga, og síðar
minni skútu, „Yonina“, Predbjörn á skútunni
„Providentia“ og Fog á „Waldemar“, sem var tví-
siglt skip. Það er mesta furða, ef slíkir leiðangrar
hafa borgað sig.
Margir hinna íslenzku kaupmanna áttu skipin
sjálfir. í byrjun hins níunda tugar aldarinnar áttu
þessi verzlunarfyrirtæki eftirtalin skip:
M. W. Sass & Söimer 3 skip 307 reg-lonn
Örum & Wulf 6 — 458 —
Carl Hoephner 3 — 402 —
I. P. T. Bryde 4 — 270 —
Iíans A. Clausen 12 — 784 —
W. Fisclier 4 — 293 —
P. C. Knudtzon & Sön 4 — 306 —
N. Chr. Gram 6 — 241 —
A. Asgeirsson 4 — 202 —
Tryggvi Gunnarsson 2 — 172 —
Hjálmar Johnsen 7 — 239 —■
Auk hinna þriggja fyrrnefndu skipa („Mercur-
ius“, „Maagen“ og ,,Amphitrite“) átti Sass „Tykke-
bay“, sem nú var gengið úr leik; það var fornt skip
og merkilegt. Um það var sagt, að það þyrfti helm-
ingi lengri tíma til að sigla Islandsála en önnur skip,
en hins vegar gæti maður gengið þurrum fóturn á
þilfari þess hvernig sem væri í sjóinn. — Mcðal
skipa Örum & Wulfs má nefna „Alfred“ og
„Harriet“, IJoephner átti „Tngeborg“, „Önnu“ og
„Manna“, Bryde átti „Dagmar“, „Charlotte“ og
„Jason“, ITans A. Clausen átti „Svanen“, sem varð
aldargamalt, Fischer átti „Nancy“ og „Valdemar",
Knudtzon átti „Lucinde“, Gram átti „Amicitia“,
Ásgeirsson átti „S. Lovisa“, Tryggvi Gunnarsson
átti „Rosu“, Hjálmar Johnsen átti „Bogö“. Alls
voru þetta um 3794 reg.-tonn. — Á árunum á undan
hafði Chr. Thaae & Sön átt allmörg skip, þar á
meðal „Spekulanten“. Erfingjar Gudmanns höfðu
átt stærsta seglskipið, sem nokkru sinni hefur
siglt til íslands, barkskipið „Emma Arvigne“, enn-
fremur briggskipið „Herthu“ o. fl. C. Tulinius átti
„Otto“ og B. Muus & Co. átti „Ragnheiði“.
Við þetta má bæta, að mikill fjöldi danskra hér-
aðsskipa var gerður út til Islandsferða, og það var
oft stórfengleg sjón að sjá öll þessi skip vera að
lesta á vorin í Nýhöfn og Kristjánshöfn. Og sama
máli gegndi á haustin, ]>egar skipin komu fullfermd
íslenzkum varningi heim aftur. Skip þessi voru
einnig notuð til flutninga og lausakaupmannaferða
milli hafna á íslandi, til fiskflutninga frá íslandi
til Spánar, til Englands með ull og lieim aftur til
íslands með kol og salt frá Englandi, með trjávið
frá Noregi eða Svíþjóð. — Mörg þessara skipa voru
hin fríðustu för á sjó. Ég minnist „Emma Arvigne“
og „Ingeborg“ sem Gudmann og Iloephner áttu,
„Harriet“, sem Örum & Wulf áttu, „Dagmar“, sem
Bryde átti, „Lucinde“ og „Benedikte“, sem Knudt-
zon átti, „S. Lovisa“, sem Ásgeirsson átti og „Valde-
mar“, sem Bryde átti. — Þegar frá leið eignuðust
einstök verzlunarfélög gufuskip, m. a. átti Bryde
„ísafold“, Ásgeirsson „Á. Ásgeirsson“ og hvalveiði-
FRJÁPS VERZLUN
25