Frjáls verslun - 01.09.1960, Page 30
síimt, að það mundi þá smátt og
smátt lagast.
Hjá oss vill það eigi svo sjald-
an til, að mikill skortur er á ein-
hvcrri innlendri vörutegund í einu
héraði og hún þessvegna í hæzta
verði, en á sama tíma er töluvert
aflögu af henni annarstaðar, og
þessvegna lægsta verð á henni þar.
Til þess að jafna úr þessum mis-
mun vantar samgaungurnar, öll-
um til mikils baga, bæði þcim sem
vörunnar þarfnast og geta eigi
fengið hana, jafnvel fyrir hæzta
verð, og eins hinum, sem hafa
meira af henni, en þeir þurfa á að
halda, og geta þó eigi selt hana,
jafnvel fyrir lægsta verð. Þá er hitt
kunnara en frá þurfi að segja,
hvað opt skortur er á ýmsum út-
lendum vörum á sumum verzlun-
arstöðunum, þó nóg sé fyrirliggj-
andi af þeim á öðrum, en ekki
vinnandi vegur að jafna úr þessu,
af því milliferðir eru engar, eða
svo erfiðar. Ollum hlýtur að vcra
auðsætt, hversu mikill óhagur og
niðurdrep það er landinu að svo
búið standi, og hve nauðsynlcgt er
að bæta úr því sem fljótast og á
hinn eðlilegasta liátt. Til þessa
hafa nú á síðustu tímum átt að
miða vegabótalögin 15. Marz 1861,
en án þess að fara hér að setja út
á þau, getum vér eigi annað en lát-
ið í Ijósi þá ætlun vora, að þau
muni seint bæta til hlítar úr sam-
gaunguleysinu hér á landi, nema
alþýða með sterkum samtökum og
ríflegum tillögum bætti það upp,
sem lögin hafa tekið of lítið til, og
sýndi með því, að menn kynni al-
mennt að meta þau not, sem af
samgaungunum leiða. Vér verðum
að gæta vel að því, að land vort er
afarstórt yfirferðar og harðla ó-
greiðfært, en þar hjá mjög mann-
iatt og fátækt. Allt þetta veldur
því, að erfiðleikarnir á að leggja
góða og greiða vegu um allt land
eru að kalla ókljúfandi, og þó veg-
irnir yrði gjörðir svo grciðfærir,
sem frekast verður ætlazt til, þá
yrði samt scm áður allt of kostn-
aðarsamt að flytja landveg tölu-
vert af verzlunarvörum milli fjar-
lægra héraða. Þegar menn aptur
líta til þess, að landið er umflotið
af sjó á alla vegu, og bygðin á því
að kalla eingaungu á ströndunum,
jiá virðist liggja í augum uppi, að
aðalþjóðvegurinn fyrir alla vöru-
flutnínga og megin-samgaungur
innanlands ætti að vera á sjónum.
En til j)ess að nota þennan jíjóð-
veg sem bezt, þarf að hafa gujii-
fikip, er gángi aptur og fram með
ströndum landsins allan J)ann
hluta ársins, sem fært er fyrir ís-
um og illviðrum, en j)að er við
suðurstrendur landsins hérumbil
j>rír fjórðu hlutar ársins, og við
norðurstrendurnar venjulegast svo
sem hálft árið. Til J)essa mundi
fyrst um sinn nægja að hafa eitt
Iítið gufuskij), en með framtíðinni,
]>egar þarfirnar vaxa, mundu þau
þurfa fleiri, j)ví eins og nú hagar
til og lengi mun til haga hjá oss,
verður hentugra að hafa heldur til
j>essa fleiri skij) og smærri en færri
og stærri. Sumir ætla, ef til vill, að
sjórinn sé svo illur við ísland, að
eigi dugi að hafa til flutnínga um-'
hverfis landið nema stór gufuskip,
en þetta er ástæðulaus ímyndun,
j)ví smáum skipum er ekki hætt-
ara að tiltölu en stórum, ef J)au á
annað borð eru sterk og vel löguð;
og eins og hafnir vorar eru nú, er
stórum skipum einmitt miklu
hættara á þeim. Amerikumenn
þeir, sem nokkur ár héldu út skip-
um til hvalveiða á Seyðisfirði,
komu ])ángað einskipa frá Vestur-
heimi á gufubát, sem var talsvert
minni en margt af þiljuskipunum,
sem nú eru höfð hér til hákarla-
veiða. —o—
Vér getum eigi talað svo um
vegu, samgaungur og ferðalög í
landinu, að vér ckki minnumst á
hina alkunnu gestrisni íslendinga;
hún hefir sjálfsagt sína kosti, en
hinsvegar, óneitanlega sína ókosti.
Allt til þessa hefir J)ótt sjálfsagt,
að hver einasti maður, sem hefir
vcrið i ferðalagi, fengi gistingu,
hvar sem honum kæmi til hugar að
æskja hennar, og allan nauðsyn-
legan og mögulegan beina fyrir alls
ekki neitt. Af J)essu leiðir að vorri
hyggju meira illt en gott í landinu,
óreglu, iðjuleysi, fátækt og sveita-
þýngsli. Margir komast á ])á skoð-
un, að fæði, húsnæði og aðrar
helztu lífsnauðsynjar sé einskis
eða mjög Iítils virði, einkanlega cr
þetta almennt álit vinnufólksins,
sem reiknar svo, að það fái ekkert
fyrir vinnu sína nema kaupgjald-
ið, þar sem J)ó ársfæði, húsnæði o.
s. frv. er margfalt meira vcrt cn
sjálft kaupið. Margir, sem reisa
bú, hafa enga hugmynd um, hvað
til þess þurfi, safna svo fyrst að
sér óþarflega mörgu fólki, sem
þeim finnst auðvelt að framfæra,
en lenda síðan undireins í vand-
ræðum og skorti, og fara sjálfir á
sveitina með hyski sitt, í staðinn
fyrir að verða stoð sveitar sinnar.
Mörgum sýnist J)að hinn álitlcg-
asti atvinnuvegur að vera í lausa-
mennsku, vinna hjá öðrum fyrir
fyllstu daglaun þann tíma ársins,
sem vinnu er að fá, en Jmrfa svo
engu til að kosta hinn hluta árs-
ins, heldur flakka aptur og fram
um allar sveitir, og fá nauðsynjar
sínar ókeypis. Af J)essu leiðir, að
fjöldi manna er á flækingi meira
eða minni hluta af árinu til einsk-
is, nema til að eyða tímanum, og
búendur, einkum þeir, sem við al-
faravegu búa, hljóta að eyða efn-
um sínum til að hýsa J)essa flæk-
inga, og fæða ])á og jafnvel skæða
fyrir alls ekki neitt, nema ef til
vill, dálítið af vanþakklæti.
30
FRJÁLS VERZLUN