Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1961, Blaðsíða 1

Frjáls verslun - 01.02.1961, Blaðsíða 1
FllJÁLS VERZLUN Útg.: Frjáls Verzlun Utgáfufélag h/f Ritstjóri: / Valdimar Kristinsson Ritncjnd: Birgir Kjaran, formaður Gísli Einarsson Gunnar Magnússon í ÞESSU HEFTI: MÁR ELÍSSON: Vandamál sjávarútvegsins . . . ★ Verzlunarbankinn stofnaður ★ SIGURDUR BENEDIKTSSON: Rabb um listmunauppboð ★ GUÐNI ÞÓRÐARSON: Island sem ierðamannaland ★ HELGI S. JÓNSSON: Kellavík og Niarðvíkur ★ SIGURÐUR BJARNASON: Ut við eyjar blár ★ KRISTMANN GUÐMUNDSSON: Ástir og mannýg naut ★ OSCAR CLAUSEN: Þegar kaupmaðurinn skaut köttinn . . . ★ o. m. II. Stjóm útgájujélaga FRJÁLSRAR VERZLUNAR Birgir Kjnran, fonnaður Gunnar Magnússon IJelgi Ólafsson Sigurliði Kristjánsson Þorvarður J. Júlíusson Skrijitofa: Vonarstræti 4, 1. hæð Simi 1-90-85 — Póstliólf 1193 VÍKINGSPRENT H.F. PREXTMÓT hp FRJÁLS VERZLUN 21. ÁRGANGUR — 1. HEFTI — 1961 Góður árangur Meirihluti íslenzku þjóðarinnar hafði allt fram til síðasta árs ekki haft kynni af öðru þjóðfélagi en því, sem hnepyt var í viðjar mismunandi strangra hafta. Innflutnings- og gjald- eyrishöft voru tekin upy í byrjun fjórða tugs aldarinnar. Síð- an kom skömmtunin til sögunnar, og aðrir efnahagsörðug- leikar ófriðaráranna fylgdu í kjölfarið. Það var þó fyrst að styrjöldinni lokinni, að skömmtunarkerfið kornst í algleym- ing á íslandi. Þá var öll fjárfesting í landinu gerð háð opin- beru eftirliti, og enda þótt síðar vœri slakað á hömlum á byggingarframkvœmdum, þá hélt haftakerfið enn um sinn kverkataki á helztu atvinnuvegunum. Þetta tímabil hins föðurlega eftirlits rikisvaldsins hefur fengið þau eftirmæli erlendra sérfrœðinga, að það -sé nærri einsdœmi hve afraksturinn, hér á landi, hafi orðið lítill af svo mikilli fjárfestingu. Það var því ekki aðeins frelsisskerðing- in, sem leiddi til kröfunnar um róttækar breytingar, heldur var efnahag landsins stefnt í beinan voða með sama áfram- haldi. A meðan þannig hallaði undan fœti lijá okkur, stefndu nágrannaþjóðimar hröðum skrefum til aukins athafnafrelsis og bœttra Hfskjara. Nú er ár liðið síðan brotið var blað í efnahagssógu lands- ins. Arangurinn hefur verið mjóg góður, þegar tekið er tillit til þess ástands, sem ríkti á árunum á undan og hefði getað leitt til gjaldþrots þjóðarinnar. Nú, þegar jafnvœgi er að kom- ast á, getur uppbyggingin hafizt á traustum grundvelli, og munu allir borgarar þjóðfélagsins njóta góðs af. Því miður eru það þó ekki allir, sem fagna hinum nýju tímum. Þeir eru jafnvel til, sem vilja fórna miklu til að eyði- leggja viðreisnina af því þeir hálda, að liún tefli valdaaðstöðu þeirra í hœttu. Gegn þessum öflum verður þjóðin að snúast, því framtíð hennar er í veði. Sú þjóð, sem ekki er fjárhags- lega sjálfstœð, getur eklci til lengdar haldið stjórnarfarslegu sjálfstœði. Þetta er staðreynd, sem allar starfsstéttir þjóð- félagsi?is verða að gera sér vel Ijósa.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.