Frjáls verslun - 01.02.1961, Blaðsíða 11
andanum 25 þúsund krónur fyrir þennan dýrgrip
og bið hann þó til öryggis að skilja það ekki sem
neitt lokaboð, ef hann kynni að vera tilleiðanlegur.
Þó að hér séu engir málverkasafnarar í faglegri
merkingu þess orðs, þá get ég ekki ímyndað mér að
nokkurs staðar fyrirfinnist sú borg, á stærð við
Reykjavík, þar sem þegnarnir ciga jafnmikið af
verðmætri list og dýrum gripum. Hér eru ekki
nokkur einstök heimili, heldur nokkur hundruð
heimili, sem eru einna líkust smækkaðri mynd
sjálfstæðs listasafns. Og inn í þessi heimilislista-
söfn fer megnið af því, sem á uppboðin kemur.
Hreinir dýrgripir á alþjóðavísu leynast hér á mörg-
um bæ, án þess að eigendurnir hafi hugmynd um
það, eða að þeir láti sig það nokkru skipta. Hér
ávaxtar þögnin hundruð milljónir króna, og kannske
sumt af því óbrotgjarnasta, sem þjóðin á.
★
Bókasöfnun er gömul og landlæg íþrótt. hér í
landi. Hér eru því margir harðsnúnir bókasafnarar,
nokkrir duglegir frímerkjasafnarar, fáeinir mynt-
safnarar, tveir eða þrír vopnasafnarar, — og svo
nokkrir mcnn sem sækjast eftir öllu gömlu, hverju
nafni sem það nefnist.
Bóka- og frímerkjamennirnir vita sínu viti og
hafa flestir hverjir ákveðinn tilgang með sinni
söfnun, — hafa sett sér eitthvert mark, sem þeir
keppa að. Þeir vita upp á hár, hvað þeir vilja, vita
livað þá vantar, og fyrst og síðast vita þeir, að
þeir eru að safna verðmætum, sem hafa alþjóðlegt
söfnunargildi, verðmætum, sem standa af sér gengis-
breytingar og gjaldeyriskreppur og safna góðum
vöxtum.
Enginn skyldi skilja þetta svo, að allar íslenzkar
bækur séu nokkurs virði. Því fer viðs fjarri. En
fróðir menn telja, að obbinn af íslenzkum bókum,
bókum um íslenzk efni, er gefnar voru út hér á
landi eða annars staðar fyrir aldamótin 1800 hafi
nokkurt verðmæti á alþjóðavísu. Ennfremur er
mjög sótzt eftir gömlum ferðabókum um ísland.
Erlendir bókakaupmenn fylgjast líka betur með
hvað hér gerist en margan skyldi gruna, og megum
við vænta nokkurrar samkeppni við þá á uppboð-
unum í framtíðinni, sérstaklega þegar góð eintök
fágætra bóka koma fram. Útlendingar eru eintaka-
FRJÁLS VERZLUN
11