Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1961, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.02.1961, Blaðsíða 21
Sigurður Bjarnason frá Vigur: Ut við eyjar blár Huglciðing þessi er útvarpserindi, sem Sigurður Bjarnason ritstjóri l'lutti á sumardaginn fyrsta árið 1!)G(). Við eyðum oft miklum tíma og orku til þess að telja upp og mikla fyrir okkur margvísleg ágrein- ingsefni og skoðanamismun. Akaflega oft eru þetta smámunir einir, sem litlu varða. í raun og veru er okkur öllunt mjög svipað farið, og afstaða okkar því lík til þess, sem mestu máli skiptir. Allir ís- lendingar fagna t. d. einum rómi vorkomu, liækk- andi sól og rísandi degi, livort sem við búum í sveit eða borg. Þannig gleðst margt Reykjavíkur- barnið jafninnilega yfir því, að krían er kontin í Tjarnarhólmann og sveitadrengurinn fagnar lóunni eða fyrsta lambinu, sem fæðist. Misjafnlega háð náttúruöflunum En þótt allir íslendingar fagni vori og sumri af miklum feginleik, verðum við þó ekki allir jafn- varir komu þess. Það stafar af því að við erurn ekki öll jafnháð náttúruöflunum. Sjómennirnir, sem liáð liafa liarða baráttu við storma og stórsjóa vetrar- ins, finna greinilega hin miklu umskipti, þegar sjóa tekur að lægja. Og bóndinn verður þess áþreifan- legast var, þegar frost fer úr jörðu og græn gróður- nálin skýtur varlega og hikandi upp kollinum móti hækkandi sól. En ekkert fólk á íslandi skynjar fjölbreytileik vorkomunnar betur en það fólk, sem býr út við eyjar og nes. Þar haldast sjór og land í hendur. Þar birtist vorið og gróandinn í fleiri myndum en annars staðar í þessu landi. En til þess að rneta og skynja töfra og undra- vert lifsmagn vorsins, þurfum við að hafa vetur- inn að baksviði. Og hvergi er veldi hans meira en í nyrztu bvggðum íslands. Einmitt það var mér efst í huga, þegar ég vorið 1941 var staddur norður á Hornbjargi. Enda þótt þar ríkti þá nóttlaus voraldar veröld, kemur nú fyrst upp í hugann vetr- armyndin af þessum svipmiklu héruðum. Nágustur norðursins Máttugt í mikilleik sínum horfir Hornbjarg hrím- ugurn tindum á vetrardegi yfir auðn íshafsins. Ná- gustur norðursins leikur um brjóst þess, en við ræt- ur þess svellur brimaldan. Báran brotnar og hjaðn- ar við hamravegginn, löðrnngar hennar raska ekki ró bergsins, sem stendur áfrarn óbifanlegt og hcl- alla Keflvíkinga burt í 8 ferðum. Innan um alla þessa bíla skjótast nokkrar háværar skellinöðrur, og einn og einn er að þvælast á gainaldags reið- hjóli — öllum til ama. — Sex lögregluþjónar skipta með sér að horfa á umferðina, sem er slysalítil, þótt hratt sé farið á stundum. Ilvcr dagur er öðrum líkur í borginni suður með sjó. Flugvélar þjóta yfir með ærandi hvin — en allir eru löngu hættir að líta upp. Vaxnar skóla- telpur, með hendurnar grafnar í kápuermarnar, masa og ldæja. Barnavagnar og kerrur fara utan með umferðinni og bíða færis að komast yfir götu. Litlir, karskir strákar eru að stinga litlu systur af, svo hún fer að skæla. Bröndóttur köttur setur upp kryppu og hlustar. Dúfnahópur fælist og flytur sig um spönn. Ilm af steiktum fiski leggur út um glugga. Maður kemur út úr búð með nýja, gula vettlinga, og annar er með angandi timbur á bíl, sem á að fara í grunninn á nýja húsinu. — — Keflavík í dag — bærinn okkar — ef til vill bærinn þinn á morgun. FR JÁUS VF.RZLUN 21

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.