Frjáls verslun - 01.02.1961, Blaðsíða 28
heldur, en nú er ég svona um það leyti búin að
fá nóg af sveitaróinántíkinni hennar, skal ég segja
þér! Vont var það verra, en fyrr er það nú, eins og
karlinn sagði, og þá er ég illa svikin, ef ég get ekki
losað mig við þennan biðil minn að minnsta kosti,
jafnvel þótt ég neyðist til að klóra úr lionum aug-
un eða bíta af honum nefið. Eins og ég hef sagt
þér, þá er hann alltaf að hæla sér af alls konar
hreystiverkum, en mig hefur lengi grunað, að piltur
smyrði ofurlítið feitt á sneiðina, og í gær fékk ég
vissu fyrir því. Við vorum öll úti að spássera;
frænka, hann og ég, og þá mættum við nokkrum
fullum náungum, sem höfðu hátt og veifuðu kring-
um sig hnefunum. Reyndar viku þeir úr vegi fyrir
frænku, en tautuðu þó ljótt milli tannanna og störðu
á Eðvarð litla, svona líkt og gamall fressköttur
starir á rottu. Honum var ekki um það, skal ég
segja þér, ég tók vel eftir, hvernig hann varð á
trýninu, fölur eins og visnað laufblað. Þá var eins
og hvíslað að mér, að hann myndi ekki vera útaf
eins hugrakkur og hann lætur. Og einmitt á því sviði
þolir frænka gamla ekki grín, eins og ég hef sagt
þér. Karlmaður verður að vera hetja, hvað sem
það kostar, hraustur eins og dauðinn og hugrakk-
ur sem ljón. Og það heldur hún nú einmitt að Eð-
varð sé. Ef hún kcmst að því, að hann er heigull,
þá gagnar ekki, hversu ríkur og fínn hann er. Þess
vegna hef ég nú hugsað mér að reyna þolrifin í
herranum. Ég er búin að leggja á öll ráðin: Sjáðu
nú til: í gær kom hreppstjórinn í heimsókn til
okkar, og hann sagði frænku, að á Nedre-Röd væri
stórhættulegt, mannýgt naut, og að þess væri ekki
gætt nógu vel. Eðvarð heyrði þetta líka, og ég sá,
að honum varð ekki um fréttirnar. Þá fékk ég hug-
mynd; hún kom yfir mig eins og þruma úr heið-
skíru Iofti. Líttu nú á: Fyrst ætlaði ég að notast
við hann Jóhann heimska, ]>ví að hann getur baul-
að eins og naut. En þá mundi ég eftir vinnu-
manninum á Nedre-Röd, sem hermir eftir alls konar
dýrum, svo að það er ómögulegt að heyra, hvað
er hvað. Ég náði tali af honum, um leið og hann
kom með mjólkina í morgun, sagði honum allt af
létta og bað hann að hjálpa mér. Og hann var strax
til í þetta, því að honum þykir svo vænt um þig;
hann segir, að þú hafir gefið sér tóbaksbréf um
daginn, og að þú sért allra almennilegasti strákur,
— en það kom mér nú rcyndar alveg á óvart, hí, hí!
A hinn bóginn hefur hann mestu skömm á montróf-
unni honum Eðvarð, svo að þetta fellur allt í ljúfa
löð. í kvöld ætla ég að stinga upp á því við Eð-
varð, að við förum í svolitla skemmtigöngu út í
skóginn — og ég fer nú nærri um, að livorki hann
né frænka muni setja sig upp á móti því! — Nú,
svo göngum við niður í Nedre-Röd skóginn, för-
um gamla veginn, sem nú er búið að leggja niður,
og þegar við komum að gamla steinkofanum, þá
mætir þú okkur svona af hreinni tilviljun og slæst
í för með okkur. En þú mátt heldur ekki koma
seinna, því að úr því fer skógurinn að þéttast, og þá
reynir Eðvarð auðvitað að kyssa mig, hann er
nærgöngull eins og handklæði, þegar við erum ein,
og það þoli ég sko ekki! Svo höldum við bara áfram,
og þá förum við að heyra eitthvert óskaplegt baid
og bölv og læti inni í skóginum. En það er bara
vinnumaðurinn á Nedre-Röd, svo að þú skalt ekk-
ert verða hræddur. En það kæmi mér ekki bein-
linis á óvart, þótt þessi fíni og hetjulegi magister
færi að stinga upp á því, að við snerum við um
það lcyti, en því bara hlæjum við að og segjum,
að þetta sé bara bolakálfsskratti eða kannske belja.
En þá fara öskrin að nálgast, koma nær og nær og
ég fer að verða dálítið smeyk, lítt’ á, og spyrja,
livað við eigum að taka til bragðs, ef þetta skyldi
vera mannýga nautið á Nedre-Röd. Þá býðst þú
til að fara inn í skóginn og reka bola, en ég heimta,
að Eðvarð fari með þér, og þá skulum við nú at-
huga, livað gerist. En ef hann skyldi nú vera svo
forhertur að fara samt með þér, þá skaltu krefjast
þess, að þið gangjð spölkorn hvor frá öðrum, svo
að nautið sleppi síður framhjá ykkur; við höfum
nefnilega séð fyrir öllu, vinnumaðurinn og ég. Þegar
þið hafið skilizt að, þá liætta öskrin stundarkorn,
en svo byrja þau aftur rétt hjá honum og ógurlegri
en nokkru sinni fyrr — og ég skal éta af mér höf-
uðið hrátt upp á það, að þá verður hetjan ekki
lengi að leggja rófuna milli afturlappanna. Nú, og
síðan rekur þú bara bolann, og svo kemurðu aftur
til mín og fylgir mér heim, því auðvitað þori ég
ekki að fara ein. Og þá geturðu reitt þig á að
frænka skal fá að heyra söguna um bjargvættinn
minn; ég skal sjá um, að það vanti hvorki í hana
mergjuð lýsingarorð né dramatíska spennu. Mér
þykir líklegt, að dýrkunin og eftirlætið á magister
Eðvarð kunni að minnka eitthvað eilítið, svona
hvað líður úr því. Aftur á móti verður þú orðinn
hetja í hennar augum, og hetjur stenzt hún ekki,
jafnvel þótt þær eigi ekki bót fyrir endann á sér.
Ég fæ að bjóða þ ér heim og — og síðan botnum
við söguna með þeim fínasta „happy end“, sem
sézt hefur á nokkrum ástarreyfara. — En nú verð
28
FRJÁLS VBRZLUN