Frjáls verslun - 01.02.1961, Blaðsíða 20
yfirleitt er kirkjan nógu stór, nema á fermingar-
dögum, á jólum og við einstaka jarðarfarir. Hvíta-
sunnusöfnuðurinn á sína eigin kirkju og messar
mikið. Aðventistar flytja erindi sín og þýða spá-
dóma Biblíunnar svo sem hentar. Trúmálaáhugi í
Keflavík er hvorki meiri né minni en gerist og
gengur, en mætti öllum að skaðlausu vera rneiri.
Það er vandséð, hverjir sækja kirkjuna, þegar nú-
verandi miðaldra fólk hefur komið þar í síðasta sinn.
Níu hundruð nýir borgarar, á aldinum f'rá 7 til
16 ára, fara í skólana á hverjum degi — nema þegar
skrópað er. Þrjátíu kennarar á öllum aldri streða
þar daglangt við að komast yfir þær bækur, sem
þeim er sett fyrir að koinast yfir — og börn og
unglingar verða líka að klöngrast gegnum þær
bækur, sem þeim eru settar fyrir, en hvort þau
kunna að þéra forsetann, hegða sér eins og „Homo
Sapiens“ í bíó, hlýða sjálfsögðum reglum og við-
hafa liógværð í umgengni úti og inni — það er
annað mál. í frímínútunum fylla unglingarnir all-
ar nálægar búðir og kaupa kleinuhringi og kók —
enda þótt ekki sé ætlazt til slíkra hópveitinga á
þeim stöðum. Þetta er ekkert sérstakt fyrir Kefla-
vík, það mun vera alls staðar eins. Skólakerfið er
storkið í æðum bæði þar og hér.
Aflanum er skipað á land
Svo er það Aorta — stóra slagæðin — sem liggur
frá hafinu um höfnina. Rauðu blóðkornin — bátar
og skip — flytja næringuna að landi, þaðan er afl-
anum veitt á marga staði, og iíffrumur þessa staðar
í þjóðarlíkamanum, karlar og konur Keflavíkur,
fara höndum og tækjum uni aflann, sem síðan siglir
um Atlantsála, sem efnahagsgjafi íslenzkrar þjóð-
ar. Fiskurinn, sem kemur á land fær margháttaða
meðferð. Meginhlutinn kemur við í flökunarstöð-
inni. Þar duna margbrotnar vélar, þær grípa í
sporðinn á rígaþorskum, hausa þá og flaka, fletta
roðinu af, og hreinsuð flökin berast á hreyfibönd-
um og falla í byttur, sem bílar aka til pökkunar
og frystingar í frystihúsunum — þar eru herskarar
hvítklæddra kvenna, sem með varfærni flokka og
skera flökin, og láta þau í fallegar umbúðir, eða
raða þeirn í „blokkir“, eftir því á hverra borð för-
inni er lieitið. Sumt af fiskinum er flatt og saltað
upp á gamla mátann — annað er liengt upp á rá
og hert handa blámönnum í Afríku — þar sést
eitt dæmið enn um skyldleika mannkynsins, að
þeim þykir skreiðin góð, bæði í Grímsnesinu og
á Gullströndinni (Ghana).
Svo kemur þorskurinn aftur — í formi skraut-
klæða, fallegum háralit og farða á kinn — eða tá-
mjóum skóm, stumpasirsi eða „skjörti“ úr blúndu.
Þorskurinn kemur einnig í formi suðrænna ávaxta,
kaffi og sykurs, eða salts í grautinn — kannske
líka sem olíusopi fyrir bát eða brennara í landi.
Þetta er brot úr hringrás viðskiptanna — umbreyt-
ing efnisins í þægindi. Þorskurinn, sem kemur á
land í Keflavík, er ekki eins átthagakær og sagt er
um laxinn — hann kemur ekki allur aftur til Kefla-
víkur, því að það er í fleiri horn að líta. — Lífið
gengur sinn gang — á hjólum. — Margir eru að
vísu gangandi, en verkamenn, sjómenn, iðnaðar-
menn, verzlunarmenn og forstjórar fara gjarnan í
bílum til vinnu — sumir skilja þá eftir heima, svo
frúin geti skotizt í þeim eftir mjólkinni eða trosi í
matinn. Þeir, sem ekki ganga í sínu einkabílaleysi,
geta valið úr 90—100 leigubílum — módel 1960 —
á tveimur stöðvum, sem opnar eru allan sólarhring-
inn og keppast við að yfirganga hver aðra í góðri
þjónustu. Um 60—70 vöru-, olíu- og sendibílar eru
með í umferðinni, eða bíða starfs á tveimur stöðv-
um. Stórbílaflotinn, 12 risavagnar Áætlunarbíla
Keflavíkur, eru alltaf á ferðinni. Þeir fara á hverj-
um hálftíma milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Þeir
taka samanlagt um 600 manns í sæti og gætu flutt
20
FRJÁL& VERZLUN