Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1961, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.02.1961, Blaðsíða 30
grettu fyrir neðan nefið, eins og hún fyndi af hon- um vonda Iykt. — „Mannýg naut geta verið hættuleg, skal ég segja ykkur; það þarf bæði snar- ræði, krafta og hugdirfsku til að ráða niðurlögum þeirra. Ég hugsa, að það sé vissara, að þér verðið hérna hjá okkur, Valdemar!" Það var bein skipun. En nú fauk í Valdemar, og liann gleymdi því alveg, að það var ekki raunveru- Iegur boli, sem þeir áttu að tuskast við. Hann bölv- aði í hljóði, virti gömlu konuna ekki svars, en tók á rás inn í Iaufskóginn í þá átt, sem öskrin heyrð- ust úr. Eðvarð varð skrambi skrýtinn á svipinn; liann leit vandræðalega á Elísabetu frænku, en hún kink- aði kolli reiðilega og mjög ákveðin. Þá drattaðist hann af stað á eftir Valdemar. Elísabet frænka var dálítið hugsi, þegar hún sett- ist á vegarbrúnina og gaf Elsu merki um að setjast við hliðina á sér. En Elsa stóð kyrr; henni leizt alls ekki á þessi öskur, þau voru svo ótrúlega eðli- leg, að minnsta kosti sum þeirra, að henni rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Raunar komu þau nú aðeins úr einni átt, en þau urðu sífellt hærri og hærri og ógurlegri og nálguðust ört staðinn, þar sem þau voru. Elísabet frænku virtist heldur ekki rótt, þar sem hún sat. Hún káfaði í sífellu á lonníettunum sínum og tautaði eitthvað milli tanna sér. Svo reis hún snögglega á fætur. — „Ekki hélt ég, að hann gæti þetta svona vel,“ sagði hún íhugandi. Það skyldi þó aldrei — ?“ Áður en hún fengi lokið setningunni, kom allt í einu maður á harðahlaupum út úr skóginum. Það var vinnumaðurinn á Nedre-Röd, og ])að var ekki vandséð að hann var dauðskelkaður. „Það er — það er — raunvervlegt naut líka!“ sagði hann og þurkaði svitann af enninu með jakkaerminni, um leið og hann leit hornauga aftur fyrir sig til skógarins. „Hvað — hvað eruð þér að segja?“ Elísabet frænka reigði hnakkann, og lonnietturnar skutu gneistum. „Mætti ég biðja um skýringu, góði mað- ur, um hvað eruð þér að tala?“ Um leið og hún lauk setningunni, kom annar maður þjótandi út úr skóginum, stynjandi og vein- andi af hræðslu. Það var enginn annar en Jóhann heimski, vinnumaður Elísabetar frænku sjálfrar. Hann nam staðar fyrir framan húsmóður sína, laf- móður og eldrauður í framan, en kom ekki upp nokkru orði. Hún varð að hrista hann rækilega, áður en hann gat gert sig skiljanlegan: „He-he-nawt/“ sagði hann og sleit sundur orðin af mæði. „Virkileg naut, blóðmannýgir tarfar — allt krökkt af þeiin í skóginum! — Ég sá að minnsta kosti þrjá!“ Elsa og Elísabet frænka litu hvor á aðra; það var mælskt augnaráð, sem ekki þurfti skýringar við. Elsa beit á jaxlinn, og augun í henni urðu eins og örmjó strik. Svo þetta var þá skýringin á hinu óvænta hugrekki Eðvarðs og áhyggjum Elísa- betar frænku af Valdemar.“ Þær höfðu báðar fund- ið upp á sama bragðinu og Elísabet hafði fengið Jóhann heimska til að leika nautið. En svo var auðheyrilcga þriðji aðilinn kominn í spilið: sjálfur Nedre-Röd bolinn! En þá var líka Valdemar í hættu staddur og hún varð að bjarga honum, eitt- hvað varð að taka til bragðs þegar í stað! En Elísabet frænka hafði umsvifalaust tekið mál- ið í sínar eigin skörulegu hendur. Hún sýndi nú, að hún sjálf var prýdd því hugrekki og snarræði, sem hún krafðist af öðrum. Jóhann heimska sendi hún til Nedrc-Röd eftir karlmönnum og heykvísl- um, en vinnumanninum þaðan hélt hún eftir sem lífverði og lét hann telgja þeim öllum digra birki- lurka, svo að þau hefðu eitthvað að verjast með. Það hvarflaði ekki að henni að leggja á flótta und- an einum eða tveimur mannýgum tuddaskröttum! Á meðan þessu fór fram, linaði heldur á öskr- unum, en þó heyrðist öðru hverju boli bölva og rymja allskammt frá þeiin. Eftir drykklanga stund kom Eðvarð æðandi til þeirra og virtist nær dauða en lífi. Fötin hans voru rifin og andlitið rispað eftir greinar, sem höfðu slegizt í það á flóttanum. Hann fleygði sér niður á vegarbrúnina og mátti ekki mæla fyrir mæði. Elsa stóð yfir honum stamandi af hræðslu og krafð- ist þess, að hann segði sér, hvað orðið hefði af Valdemar, en hann svaraði henni engu. Loks tók Elísabet frænka af skarið, þreif í öxlina á magist- crnum og hristi hann duglega. „Sástu bolann eða hvað?“ „Sá ég hann! — Hann kom vaðandi beint á okkur! Ég hef aldrei — á allri minni ævi —“ „Náði hann í þig?“ „Náði hann, nei, — en ég varð að hlaupa eins og ég gat —“ „Hlaupa — þú hefur þá flúið, ræfillinn þinn. Og hvað varð af Valdemar?“ „Valdemar — hvernig ætti ég að vita það?“ 30 FR.TÁLS V BR ZJjU N

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.