Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1961, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.02.1961, Blaðsíða 3
MerkiS helur veriS gelið — og kappsiglingin ó miSin er haíin anir átt sér stað um margra ára skeið, enda út- gerðarfyrirtækin nær öll í mjög miklum fjárhagsleg- um kröggum. Stríðsárin öll rak á reiðanum hjá okkur, fremur en að um ákveðna jafnvægisskapandi hagstjórn væri að ræða, enda var víst erfitt um vik að halda í horfinu. Verðbólgan jókst stöðugt og stjórnlítið, verð afurða hækkaði hins vegar líka, svo að til- finnanleg vandkvæði hlutust ekki af á þessum ár- um. Á fyrstu árunum eftir stríðið hélt sama þróun áfram í Evrópu, hvað snerti verðlag fiskafurða. Fiskiskipastóll Evrópuþjóðanna var lélegur og mörg afkastamikil fiskiskip höfðu orðið eyðileggingu stríðsins að bráð. Matvælaskortur var í ýmsum löndum, sem stafaði bæði af eyðileggingu stríðsár- anna og viðskiptahömlum, sem ríktu. Eftirspurn eftir fiskafurðum var því mikil og verðlag hag- stætt. Með aukini efnahagslegri samvinnu Evrópuþjóð- anna, markvissu uppbyggingarstarfi og stöðvun verðbólgu, og síðast en ekki sízt nýsköpun fiski- skipastólsins, tók blikur að draga upp á viðskipta- himin okkar. Eftirspurnin eftir fiskafurðum breytt- ist og minnkaði einkum eftir freðfiski, og ýmis verndarákvæði fyrir eigin fiskveiðar og verzlun tóku gildi hjá mörgum okkar aðalmarkaðslanda; þar við bættust og hreinræktaðar hömlur á, viðskipti með. fisk. Framleiðslukostnaður okkar minnkaði hins vegar ekki, heldur jókst jafnvel með áframhaldandi verðbólgu, og aukin afköst hinna nýju tækja, sem keypt voru, nægðu ekki til að halda í horfinu, hvað þá að lækka framlciðslukostnaðinn. Ýmis mistök urðu og í fjárfestingu áranna eftir stríðið, sem bcint og óbeint má skrifa á reikning hinnar stjórn- málalegu drottnunarstefnu (dirigisma). Nátlúrleg áföll, t. d. aflabrestur á síldveiðum, bættust við, en verulegum hluta fjárfestingarinnar hafði verið beint í síldarverksmiðjur og skip hentug til síldveiða. Þannig má scgja, að vansmíð mikil hafi orðið í þjóðfélagskerfinu, sem hafi haft óhagstæð áhrif á efnahagslífið og þróun hinna ýmsu atvinnuvega. Sjávarútvegurinn hafði sérstöðu, sökum sinna er- lendu markaða. Ástandi undanfarinna ára má því e. t. v. lýsa sem baráttu sjávarútvegsins við að halda velli í ofstjórnuðu þjóðfélagi, þar sem ytri aðstæður voru skynsamlegri fjárfestingu og hag- kvæmum rekstri óhagstæðar. Stefna grannþjóða okkar í markaðsmálum fiskafurða jók á erfiðleik- ana, og ýmsir aðrir markaðir okkar voru háðir pólitískum vindum. Röng gengisskráning gerði ýmsar ráðstafanir óhjákvæmilegar til að halda útveginum gangandi, því að fáir voru svo blindir, að ekki skildu þeir mikilvægi hans. Þessar ráðstafanir voru hins vegar FRJÁLS VERZLUN 3

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.