Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1961, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.02.1961, Blaðsíða 13
Athafnamenn og frjálst framtak J Ingvar Vilhjalmsson útgerðarmaður Ingvar Vilhjálmsson er fæddur 26. október 1899 í Dísukoti í Þykkvabæ. Foreldrar hans voru hjónin Vilhjálmur Hildibrandsson, bóndi og járnsmiður, frá Vetleifs- holti og Ingibjörg Ólafsdóttir. Ár- ið 1907 fluttist Ingvar mcð for- eldrum sínuni að Vetleifsholti í Holtum. Þar vandist hann allri al- gengri sveitavinnu. Ingvar fór fyrst. til sjós 1917 — til Þorlákshafnar — og reri þar hjá Magnúsi Jónssyni frá Hrauni. Næsta vetur fór hann til Vest- mannaeyja og var þar tvær vertíð- ir á mótorbátnum Franz, sem Sig- urður Sverrisson stjórnaði, en hann var eigandi bátsins ásamt Ólafi Gunnarssyni. Árið 1919 fluttist Ingvar með foreldrum sínum til Reykjavíkur. Snemma á næsta ári gerðist hann háseti á togaranum Walpole, en Iionum stjórnaði hinn kunni og aflasæli skipstjóri Jón Oddsson. Var Ingvar á því skipi til hausts- ins 1925, en fór þá í Stýrimanna- skólann í Reykjavík. Þaðan lauk hann prófi vorið 1926. Árið 1928 réðst Ingvar, sem stýrimaður, til Jóhanns Péturs- sonar skipstjóra á togaranum Leikni, er gerður var út frá Pat- reksfirði og var eign Ölafs Jóhann- essonar og sona hans. Var Ingvar síðan stýrimaður og skipstjóri á togurum Vatneyringa til ársins 1934. Ári síðar hóf hann útgerð og keypti mótorbátinn Jón Þorláks- son, ásamt hinum kunna afla- manni Guðmundi Þorláki Guð- mundssyni, sem jafnframt var skipstjóri á bátnum. Samhliða þessu hóf Ingvar fiskverkun og fiskkaup, og skreiðarframleiðslu hefur hann haft með höndum óslitið frá 1936. Á stríðsárunum var skreiðarsölunni beint til Am- eríku. Söltunarstöðina Sunnu á Siglu- firði stofnaði Ingvar 1939, ásamt Jóni Sveinssyni útgerðarmanni, Ólafi Jónssyni og Sveini Jónssyni og hafa þeir rekið hana síðan. Síldarbræðsluna á Seyðisfirði keypti Ingvar árið 1942, ásamt fleirum og rak hana til ársins 1956. Árið 1944 reisti Ingvar hrað- frystihúsið tsbjörninn á Seltjarn- arnesi í félagi við Þórð heitinn Ól- afsson, Tryggva bróður hans og Jón Sveinsson. Ilefur Ingvar verið framkvæmdastjóri ísbjarnarins og aðaleigandi frá upphafi. Fvrirtæk- ið hefur vaxið ár frá ári. Það hefur rekið vélbátaútgerð, og nú gerir það einnig út nýjan togara af full- komnustu gerð; er það Freyr RE 1. Ingvar er einn aðaleigandi Síld- ar- og fiskimjölsverksmiðjunnar á Kletti, sem stofnuð var 1946 og hefur undanfarin ár verið stjórn- arformaður þess fyrirtækis. Það gerir nú út 4 togara frá Reykja- vík. Ingvar Vilhjálmsson á sæti í stjórnum margra annarra félaga og samtaka. Hann er í stjórn Skreiðarsamlagsins og nú formað- ur þess, formaður í stjórn Inn- kaupasambands L. í. Ú. og í stjórn L. í. Ú. Ilann er í útgerðarráði Reykjavíkurbæjar, varafulltrúi í bæjarstjórn og í stjórnum Fiski- félags íslands, Sjóvátryggingar- félags íslands, Olíuverzlunar ís- lands og fleiri félaga, sem eigi verða talin hér. Kona Ingvars er Áslaug Jóns- dóttir frá Iljarðarholti í Stafholts- tungum. Eiga þau þrjú börn: Vil- hjálm, 20 ára, Jón, 18 ára og Sig- ríði, 12 ára, FRJÁLS VERZLUN 13

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.