Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1961, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.02.1961, Blaðsíða 31
„Nú, voruð þið ekki saman?“ „Jú, — en eins og ég sagði, kom bolinn þarna beint á okkur, óður og öskrandi, mér datt ekki í hug, að ég myndi komast lífs af. — Greinarnar slógust framan í mig, og ég var oft kominn að því að detta og —“ „Hm!“ — Elísabet frænka stóð nú á fætur og virti magisterinn ekki framar viðlits. Hún var mjög brúnaþung og hvöss í augum; þegar hún leit á vinnumanninn frá Nedre-Röd, hörfaði hann ósjálf- rátt nokkur skref aftur á bak. Hún handlék birki- lurkinn og virti hann fyrir sér andartak, svo sagði hún með skipandi málrómi: „Það gæti orðið of seint, ef við biðum eftir að- stoð; við verðum að fara strax og reyna að hjálpa piltinum.“ „Já, frænka!“ hrópaði Elsa og hélt þegar af stað. „Hvað — þið ætlið þó ekki að —? Nei, eruð þið alveg frá ykkur! Það er að ganga út í opinn dauðann!“ „Þú ferð heim, Eðvarð,“ sagði Elísabet frænka stuttlega og skálmaði á eftir Elsu. Nedre-Röd skógurinn var þéttur og erfitt að komast gegnum liann; þar var aldrei höggvið nema til eldiviðar. Vinnumaðurinn gekk á undan, því að hann var veginum kunnur, en kvenfólkið steðjaði á hæla honum með lurkana reidda um öxl. Góða stund heyrðu þau ekkert í bolanum, en þá tók hann allt í einu að öskra aftur af fullum krafti, en nokkru lengra burtu að þessu sinni. Þau gengu þeg- ar á hljóðið, en öskrin fjarlægðust svo fljótt, að það var engu líkara en að kusi væri lagður á flótta undan þeim. Loks nam vinnumaðurinn staðar og leit spvrjandi á Elísabetu frænku. „Hm, hvað finnst yður?“ sagði Elísabet frænka og var enn allhvöss í máli, en efablandin á svip. En nú gat Elsa ekki stillt sig lengur. Ótti hennar og áhyggjur brutust út í háu hljóði, sem heyrðist um allan skóginn: — „Valdemar! Vcil-de-mar!“ æpti hún. „Gugg í borg!“ var svarað glaðklakkalega skammt frá þeim, og cf Elsa hefði ekki verið ekta nútíma- stúlka, myndi hafa liðið yfir hana af gleði, þegar hún heyrði það. Hann kom til þeirra andartaki síðar. Svolítið skömmustulegur var hann og glettnisbros í augna- krókunum, en þau tóku ekkert eftir því. Þau sáu aðeins, að hann var heill og ómeiddur, það var ekki á honum að sjá, að hann hefði lent í stímabraki við mannýgt naut. Elsa hljóp umsvifalaust upp hann beint á munninn, hvern kossinn á fætur öðrum. Elísabet frænka lét það afskiptalaust. En þegar henni fannst nóg komið ræskti hún sig allmyndar- lega og spurði: „Gátuð þér raunverulega rekið nautið, ungi maður, svona með berum höndunum?“ „Ja, hvað skal segja?“ svaraði Valdemar hæ- versklega og yfirlætislaust. „Ekki gat ég látið það rása áfram, þvi að þá hefðuð þið verið í hættu. Og Eðvarð hafði víst öðru að sinna, mér sýndist hon- um liggja á. Hann hefur sjálfsagt ætlað að vera ykkur til verndar, ef bolinn slyppi framhjá mér.“ „Vafalaust!“ — Elísabet frænka virti unga mann- inn fyrir sér, skoðaði hann í krók og kring, rann- sakaði hann frá hvirfli til ilja. Svo tók hún af sér lonníetturnar og mælti hvössum rómi: „Þér eruð boðinn til miðdegisverðar í dag!“ Þvínæst fór hún sína leið og tók vinnumanninn með sér; unga fólkið lét hún sjá um sig sjálft. Elsa og Valdemar fengu sér sæti í fallegu rjóðri og tóku tal saman. Raunar var það aðallega Elsa, sem talaði. en þegar hún í tíunda sinn byrjaði á sömu lofgjörðarrollunni um hið óskiljanlega hug- rekki Valdcmars, fannst honum tími til kominn að gefa lienni ofurlítið raunhæfari lýsingu á við- burðunum. „Ég ætla bara að segja þér það, Elsa mín, að FRJÁLS VERZLUN 31

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.