Frjáls verslun - 01.02.1961, Blaðsíða 29
ég því miður að hlaupa — við hittumst aftur í
kvöld í Nedre-Röd skóginum.“
Klukkan átta stundvíslega var Valdemar kominn
að steinkofanum litla á gamla veginum til Nedre-
Röd. Ivvöldið var kyrrt og friðsælt, og hann varð
ekki ear neinna mannaferða, fyrr en klukkan var
orðinn liérumbil níu. Þá heyrði hann raddir álengd-
ar eða öllu heldur eina rödd. Það var ekki haust við
að liann fengi talsverðan hjartslátt, þegar honum
skildist, að Elísabet frænka var með. Þá var nefni-
lega hætt við, að ráðagerð Elsu færi út um þúfur!
— Kannske fengi hann ekki einu sinni að slást í för
með þeim?
Hann heilsaði kurteislega, þegar þau mættust og
leit rannsakandi á Elsu. En hún var skrýtin í
framan, bæði undrandi og efablandinu, en kinkaði
þó kolli ákveðin á svip. Hann tók það svo, að
hann ætti að fylgjast með þeim, hvað sem í skærist.
En þá brá svo við, að Elísabet frænka spurði hann
— að vísu dálítið kuldalega — hvort hann vildi
ekki vera þeim samferða, þau ætluðu að ganga
svolítinn spöl í veðurblíðunni. Valdemar varð svo
hissa, að hann vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið,
og leit spyrjandi á þau öll til skiptis. Elsa var tals-
vert snegluleg, en lét annars ekki á neinu bera, í
svip Elísabetar frænku var tvíveðrungur, en Eð-
varð brosti hæðnislega.
„Hm, þakka yður fyrir, ég held, að maður þiggi
það,“ svaraði Valdemar loks stamandi, en hugsaði
með sér, að nú væri víst einhver fjandinn á seyði.
Síðan héldu þau áfram öll fjögur. Þau þögðu
eins og steinar, og Valdemar treysti sér ekki til
að brjóta upp á neinum samræðum, en vonaðist
til, að bolinn tæki sem fyrst til máls.
Það stóð heldur ekki lengi á því. Strax og þau
komu inn í kjarrið fyrir sunnan steinkofann, var
þögn skógarins rofin af ferlegu nautsöskri, sem
bergmálaði um allar trissur.
Elísabet frænka leit rannsakandi augum á unga
fólkið, en nam ekki staðar. — „Hver ólukkinn er
nú þetta?“ sagði hún ósköp rólega. „Það skyldi þó
aldrei vera — ja, hreppstjórinn var að segja mér
í gær, að tarfurinn á Nedre-Röd væri orðinn mann-
ýgur; þetta skyldi nú aldrei vera hann? Það er þó
sveim ér gott, að við höfum harlmann með okkur,
Elsa mín. — Þar heyrist það aftur!“
„Karlmann!“ tautaði Elsa og roðnaði af reiði.
Jæja, sú gamla skyldi nú bráðum fá að sjá, hver
sá karlmaður var!
Nú tók heldur en ekki að færast líf í tuskurnar
í skóginum. Nautsöskrin urðu sífellt ógurlegri, og
það var ekki minnsti vafi, að þau nálguðust. Ef
Elsa hefði ekki vitað með vissu, að þetta var vinnu-
maðurinn á Nedre-Röd, þá hefði henni sannar-
lega ekki verið rótt, því að þessi baul voru svo eðli-
leg, að undrum sætti. Það skrýtnasta af öllu var,
að þau virtist koma úr fleiri áttum en einni.
Nú var sú stund upprunnin, er Valdemar skyldi
sýna, hvað í honum byggi. Hann greikkaði eilítið
sporið, opnaði munninn og ætlaði að fara að bjóð-
ast til að reka bolaskömmina, þegar Eðvarð tók
allt í einu af lionum ómakið. Það kom svo óvænt,
að Valdemar varð alls ekki um sel, og honum datt
í hug, að Elsa væri ekki eins góður mannþekkjari
og hann hafði haldið fram að þessu. Eðvarð sté
sem sagt framfyrir hópinn og bauðst hátíðlega til
að fara á móti tarfinum og stugga honum burtu!
Elsa og Valdemar litu snöggt hvort á annað. „Þú
ferð auðvitað með honum!“ sagði hún hvatskeyt-
lega.
„Auðvitað!“ Valdemar tók fastara um birkirengl-
una, sem hann hafði tekið með sér í tilefni af erind-
inu, og ætlaði að þjóta af stað.
En Elísabet frænka blandaði sér þá í málið og
sagðist alls ekki vilja taka ábyrgð á því að senda
svona ungling eins og Valdemar á móti óðum
tudda. — „Það er allt annað með hann Eðvarð,
liann er hugrakkur maður og hefur áður lent í
mörgum svaðilförum.“ — Það var háðshreimur í
rödd hennar, og hún horfði á vin Elsu með dálítilli
rR.TÁÞfi VERZLUN
29