Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1961, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.02.1961, Blaðsíða 33
candúð til katta, því að aðra skýringu finn ég ekki fyrir því, að Ása, þessi einstaki dýravinur, skyldi ekki hafa sarnúð með köttunum cins og öllum öðr- um dýrum. — ★ Ása á Svalbarði sagði mér eftirfarandi sögu af því þegar Richter kaupmaður skaut uppáhalds- köttinn hennar maddömu Schjödt, í misgripum. Það bar við eitt kvöld, að kisa kom ekki heiin og var í „útstáelsi“ alla nóttina. Richter var ár- vakur maður og fór á fætur fyrir allar aldir. Hann átti dúfur sér til gamans, sem honum var afar annt um. Það var venja hans að gefa dúfunum sínum baunir snemma á morgnana og hefur hann víst líka kastað tölu á þær. Ilonum þótti sig vanta fjór- ar, þegar dúfurnar flögruðu að máltíðinni þennan morgun, og fór því að rannsaka dúfnaslagið, en þar lágu þá þessar fjórar dúfur dauðar og var sýni- legt að þar hafði köttur verið að verki. Þeg ar kaupmaðurinn kom aftur út úr dúfnaslag- inu, varð fyrir augum hans grábröndóttur köttur, sem sat íbygginn við húshornið og beið tækifæris til þess að ná fleiri dúfum. Richter sló föstu að þarna væri sökudólgurinn, sem og var, en hélt að þetta væri hans eigin heimilisköttur og hugsaði hon- um þegjandi þörfina. — Hann var maður hvatlegur og skjótráður, og brá sér nú í skyndi inn á skrif- stofu sína, tók þar byssu ofan af vegg, hlóð hana, og skaut köttinn. Það tókst vel, enda var hann góð skytta. En nú kom í ljós, að það var köttur maddömu Schjödt, sem Richter hafði sálgað, og voru nú góð ráð dýr. — Ilvernig átti að sætta hina gömlu kattakæru maddömu við það, að hafa misst uppá- halds-köttinn sinn? Jú, ráðið var fundið. — „Engill hússins“, — húsmóðirin í Richtershúsi, frú Soffía, sem alltaf kom fram til góðs og öllum þótti vænt um, var gjörð út til þcss að tilkynna maddömunni dauðsfallið og bera smyrsli í sár hennar og sorg. — Þegar frú Soffía kom svo til maddömunnar, var komið í ljós að kisa hafði ekki verið heima um nóttina og var heimilið því í uppnámi. — Frú Soffía, sem var einstaklcga blíðlynd og yndisleg í framkomu og viðmóti, lagði sig fram og tilkynnti gömlu maddömunni hið sorglega dauðsfall kattar- ins mcð þeirri mestu varúð og mýkt, sem henni var lagið. — Gömlu maddömunni varð mikið um sorgartíðindin og bar sig illa, og kvað skarð þessa yndislega kattar vandfyllt, en frú Soffía sagði, að Richter vildi gjöra allt til þess að bæta henni skað- ann og útvega henni kött í stað þess framliðna, en maddaman sagði, að það væri nú ckki alveg hlaupið að því, að þessi framliðni köttur væri yndislegasti kötturinn, sem hún hefði eignazt í sínu langa lífi, og enginn gæti jafnazt á við hann. Nú varð þögn dálitla stund, og liorfði maddaman út um gluggann og var liugsi, en svo rauf hún þögnina og sagði: „Ef hingað verður kominn fyrir hádegi á morgun, köttur af kattakyni Hólmfríðar í Bíldsey, skal ég sætta mig við þetta.“ — En Ilólmfríður í Bíldsey, sem var húsfrú Jóns danne- brogsmanns og hafnsögumanns í Bíldsey, var merkiskona, sem hafði ketti sér til ánægju. Það fór orð af vittsmunum B íldseyjarkatta og það hafði maddama Schjödt frétt. Ilins vegar voru kettirnir í Bíldsey engin nytjadýr t. d. til músa- veiða, því að þar voru engar mýs, og varla hef- ur fuglunum í eyjunni þótt þeir sér vinveittir. Það hafði þó einu sinni komið fyrir á öldinni sem leið, í tíð Hólmfríðar, að mús hafði borizt til eyjar- innar í harðfisksbagga undan Jökli, og hafði hús- frúin þá fengið sér kött fram í eyjuna, og eftir það gat hún ekki verið kattarlaus. Richter kaupmaður skrifaði nú vinsamlegt bréf til Ilólmfríðar konu dannebrogsmannsins í Bílds- cy og tjáði henni vandræði sín, og kosti þá, sem maddama Schjödt hefði sett, en með bréfið sendi hann tvo húskarla sína, Kodda gcamla og Gunnlaug, og bað þá verða skjóta í ferðinni. — Út í Bíldsey er aðeins stutt sund, ekki vika sjávar, og komu þeir aftur seinni hluta dagsins, með kött, saumaðan inn í vaðmálsbót, þannig að höfuðið stóð aðeins út úr. — Þá fór frú Soffía jafnharðan til maddömunnar með köttinn og sýndi henni hann. Það glaðnaði yfir þeirri gömlu, og ]>egar hún hafði skoðað hann vel, sagði hún: „Ég sé að þessi köttur er af katta- kyni Iíólmfríðar minnar í Bíldsey, og læt ég mér þetta lynda.“ — En um leið tók hún um rófu kattar- ins og lyfti honum upp að aftan, og sagði: „Að vísu var minn köttur högni, en þetta er læða, — en því verður ekki breytt.“ — Sagan er búin. FRJÁLS VEKZLDN 33

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.