Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1961, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.02.1961, Blaðsíða 27
til að sýna honuin tilhlýðilega kurteisi sem gesti hússius, enda láðist frænku ekki að minna hana á það daglega. Auðvitað langaði hana mest til að gefa lionum ærlegan kinnhest, hvert skipti sem hann var að káfa á henni og jarma um, hvað hún væri falleg og livað honum litist vel á hana. — Hefði þetta nú verið maður með mönnum, en auð- vitað var hann ekkert nema montið og penpíu- hátturinn og talaði svo fínt bókmál, að maður skildi hann varla. Hann byrjaði alltaf að biðja hennar klukkan hálftvö stundvíslega: „Kæra fröken Elsa, eftir Janga yfirvegun og sann- prófun tilfinninga rninna hef ég ákveðið að biðja yður að verða konan mín.“ — Hann hlaut að hafa skrifað þetta niður og æft sig fyrir framan spegilinn langalengi! Stundum kraup hann á kné og stamaði og varð rauður í framan. Það var helzt, Jægar líða tók á kvöldið, og þá var hann einna verstur! Og það var alveg sama, hvað hún sagði, því að náttúrlega aftók hún með öllu að giftast honum, en hann bara lyfti augnabrúnunum upp á ennið og horfði niður með nefinu á sér og sagði yfirlætislega: „Eg læt mér Lil hugar koma, að þér eigið cftir að skipta um skoðun, ungfrú Elsa.“ Hann var alveg óþolandi og auðvitað spreng- hlægilcgur, bara ef ástandið hefði ekki verið svona alvarlegt eins og það var. Hún hló og grét á víxl og reyndi eftir beztu getu að móðga hann, svo að hann hætti þessu, en það var blátt áfram ekki hægt að losna við hann. Elísabet frænka hélt honum Hka við cfnið, hún hafði heyrt þau tala saman um þetta, þegar þau héldu að hún væri hvergi nærri. — „Hún gefst bráðum upp, skuluð þér sjá,“ hafði frænka sagt.“ Haldið bara áfram, ungi maður, og látið ekkert á yður fá, þó að hún sé svolífið snak- ill; þær eru það, þessar ungu stúlkur, þær vita ekki, hvað þeinr sjálfum cr fyrir beztu.“ Hún gat hreint ekki þolað þetta lengur, lnin hafði brotið heilann dag og nótt til að reyna að finna einhverja leið út úr ógöngunum. í gær hafði henni svo loksins dottið dálítið í hug, sem lnin vonaði, að myndi koma að gagni. — Þannig var mál með vexti, að Eðvarð þessi var alltaf að segja af sér frægðarsögur um hetjudáðir, sem liann hefði drýgt hér og þar í heiminum. Elísabet frænka var mikill hetjudýrkandi, og hún sá í Eðvarð gamal- dags riddara, vammlausan og óttalausan. Aftur á móti hélt hún því blákalt fram, að Valdemar hlyti að vera heigull, því að listamenn væru vfirleitt ekki karlmcnn. Það var sannfæring hennar og ómögulegt að fá hana ofan af því. — En nú hafði Elsu dottið í hug ráð til að fá frænku sina til að skipta um skoðun á lietjunni sinni. Sjálf var hún viss um, að Eðvarð væri ekkert annað en venjuleg- ur monthani, og að flcstar þessar hetjudáðir, sem hann sagði frá á sinn kæruleysislega og yfirlætis- fulla liátt, hefðu aðeins gerzt í ímyndun hans og hvergi annars staðar. Að sanna það var ekki auð- vclt, en gæti hún gert hann tortryggilegan í augum frænkunnar, var mikið unnið, og einkum ef hún gæti komið henni á þá skoðun um leið, að vinur hennar Valdemar væri raunveruleg hetja. — Æ, bara hann biði nú eftir henni ennþá! Niðri í Hvalvík sat Valdemar og beið. Hann var orðinn svolítið fúll, þegar hún kom, sem reyndar var ekki nema von, en hún hljóp þá upp um háls- inn á honum og gaf honum verulega góðan koss, og þá fór fljótt að liækka á honum brúnin. Síðan tók hún um axlirnar á honum, ýtti honum svo- lítið frá sér og virti hann fyrir sér. Æ, hann var svo fallegur og herðabreiður, nýja, bláa skyrtan hans fór honum ákaflega vel, og dökkt, liðað hárið féll niður yfir ennið öðrum megin. Þegar hún brosti til hans, gat hann ekki að sér gert að brosa líka, og þarmeð var biðin langa gleymd og fyrirgefin. Hann þrýsti henni að sér og kyssti hana blítt á augun. „Elsku, passaðu augnhárin!“ hvíslaði hún. „Ég var að enda við að sverta þau!“ Þau settust á stein í fjörunni og röbbuðu saman. Valdemar var dálítið þungbúinn og dapur í bragði, því að hann elskaði Elsu af öllu hjarta, en hafði satt að segja litla von um, að þau næðu saman. Það var þessi fjandans arfur, sem hún átti í vænd- um, og svo kerlingin hún frænka hennar; hefði hvorugt verið, myndu þau hafa getað gifzt strax á morgun. Og auðvitað var vitlaust af honum, svona fátækum, að vera að eltast við ríka stúlku, en Elsa var svo yndisleg', og honum þótti svo vænt um hana, að hann gat ekki slitið sig frá henni. „Vertu nú ekki svona stúrinn í framan, vinur- inn!“ — Hún tók í eyrað á honum og kleip svo- lítið. „Þú ert álíka glaðlegur og frænka, þegar hún cr í mergrunarkúr!“ „Já, en sjáðu, Elsa mín, fríið mitt er bráðum búið, og það lítur ekki vel út fyrir okkur.“ „Allt læt ég það nú vera. — Þó að hún frænka mín sé hörð í horn að taka, þá er ég nú dálítið seig líka. Þú þekkir mig ekki frá þeirri hlið, góðurinn, og það held ég, að hún Elísabet vinkona geri ekki FR.I ÁLS- VERZLUN 27

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.