Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1961, Blaðsíða 4

Frjáls verslun - 01.02.1961, Blaðsíða 4
fálnikenndar, eins og sjá má á því, að þær þurfti jafnan að endurskoða frá ári til árs, og þær höfðu ekki til að bera þann sveigjanleika, sem gerði mögu- legar ýmsar sjálfkrafa leiðréttingar, þegar með þurfti. Þessar ráðstafanir voru að langmestu leyti fólgn- ar í greiðslu uppbóta í ýmsum myndum, og yrði of langt mál að rekja þá sögu hér. En þrátt fyrir allar uppbæturnar var um tekjutilfærslu að ræða frá sjávarútveginum til annarra atvinnuvega, sem áttu svo sinn þátt í að viðhalda þenslunni og verð- bólgunni. A sama tírna var myndun eigin fjár fyrir- tækja í rauninni ekki leyfð; það gerði skattalög- gjöfin. En sennilega hefir þetta ekki komið að sök, því að stöðug verðbólga gerði sjóðamyndun ómögulega. Jafnframt grunar mig, að aðrar at- vinnugreinar, eins og iðnaður og verzlun, hafi einn- ig orðið fyrir áföllum af kerfinu, þegar á heiklina er litið. Fjöldi fyrirtækja spratt upp, sem beinlínis liíðu á að fara á bak við og misnota kerfið eða á annan hátt að þrífast í skjóli vankanta þess. Þegar „dóms- dagur“ svo nálgast og byrjað verður að „skilja hafraua frá sauðunum“, er ég hræddur um að marg- ir lendi vinstra megin við sæti dómarans, — enda um að ræða afkvæmi þeirrar stefnu, sem kalla má „vinstri stefnu“ og hér hefur ríkt undanfarin 30 ár. Viðbrögð útgerðarinnar Hinn almenni inngangur verður ekki hafður lengri, en því hef ég fjölyrt um þessa þróun mál- anna, að í henni er að leita skýringa á miklu af því, sem miður fer í þjóðlífinu, og verður nú vikið að þeim áhrifum, sem hún hefur haft á uppbyggingu útgerðarinnar. Þessi áhrif hafa að mínu áliti verið tvenns konar, og er þá rætt um megindrættina, en hvor um sig skiptist í nokkra þætti. í fyrsta lagi er þau að finna í gagnráðstöfunum þeim, sem sjávarútvegurinn þurfti að grípa til í því skyni að fá haldið velli, eða með öðrum orðum viðbrögðum hans við verðbólguþróuninni og festu- leysinu í stjórn efnahagsmálanna. Og í öðru lagi er þessi áhrif að finna í beinum og óbeinum af- skiptum og íhlutun, að því er varðar val þeirra, sem stjórna eiga útgerð fiskiskipanna, staðsetn- ingu þeirra o. fl. Þau atriði, sem um ræðir undir fyrri liðnum, snerta í fyrsta lagi þær afleiðingar verðbólgunnar, sem birtust í vinnuaflsskortinum, í öðru lagi var um að ræða afskrifta- og skattaatriði, og í þriðja lagi er mál, sem skylt er hinum tveimur og því eðlilegt að ræða í tengslum við þau, en það er um áhrif verðbólgunnar á eignamyndunina. Sílækkandi verðgildi peninga, samfara tiltölulega góðum mögu- leikum á að útvega fé til kaupa á fiskibátum með hagstæðum kjörum, þar sem báta smiðaða erlendis mátti flytja inn á öðru og hagstæðara gengi en flestar aðrar fjárfestingarvörur, leiddi til verulegrar aukningar á skipastólnum og átti þannig sinn þátt í að auka skortinn á fólki til að manna skipin. Hér er um þverstæðu (paradox) að ræða, hve tiltölu- lega auðvelt var að eignast skipið, en aftur á móti erfitt að reka það. Skortur á vinnuafli og hörð sam- keppni um það hefir sem kunnugt er tilhneigingu til að hafa í för með sér tíð vistaskipti fólks, erfið- leika á að skipuleggja störfin o. fl. Þessi viðbrögð vinnuaflsins hafa nú um margra ára skeið valdið útgerðinni vandkvæðum og útvegsmönnum and- vökunóttum. Til þess að vega á móti þessu og halda sínum hlut, hefir útgerðin ráðizt í kaup á sífellt stærri skipum og dýrari veiðitækjum, bæði til að laða að góða skipstjóra og áhafnir. Þetta dugði eigend- um nýju skipanna í bili, en þegar þorri útgerðar- manna hafði leikið sama lcikinn jöfnuðust áhrifin smáin saman, því að litlar ráðstafanir voru jafnan gerðar til að draga úr vinnuaflseftirspurninni ann- ars staðár að og fjölgun í sjómannastéttinni í heild var lítil sem engin. Þetta ástand á vinnumarkaðn- um leiddi einnig til þess meðal annars, að frestað var frá ári til árs að taka afstöðu til hlutaskipta- fyrirkomulags, sem ríkt hafði með minni háttar breytingum um margra ára skeið. Hafði þó um verulegt vandamál verið að ræða, a .m. k. frá stríðs- lokum, eftir að farið var að endurnýja skipastólinn. Að grundvöllur hlutaskiptanna væri óraunhæfur og þyrfti endurskoðunar við, var í rauninni viður- kennt af samtökum sjómanna og útgerðarmanna (þótt ekki væri því lialdið hátt á loft), allt frá döguni gotupeninga og síðar bátagjaldeyris og til þess fyrirkomulags, sem nýlega hefur verið lagt niður, er hlutur sjómanna miðaðist við umsamið skiptaverð, sem var allmiklu lægra en verð það er útgerðin fékk greitt. Hvort tveggja verðið, bæði það, er útgerðin fékk, og það, sem hlutir miðuðust við, hvatti hins vegar til ofnotkunar veiðarfæra og annarra veiðitækja, vegna þess að ástand eða gæði aflans skiptu engu höfuðmáli, heldur veiddur kílóafjöldi fisks. Sú stefna, sem nú er upp tekin í 4 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.