Frjáls verslun - 01.02.1961, Blaðsíða 32
auðvitað hljóp ég líka, alveg eins og héri, og sein-
ast klifraði ég upp í hæsta tréð, sem ég fann. Bola-
skrattinn stóð svo undir því og vaktaði mig; við
horfðum hvor á annan með ástleitnu augnaráði
stundarkorn, það var að minnsta kosti bersýnilegt,
að tuddinn þráði að komast í nánari kynni við mig!
En þá var ég svo stálheppinn, að einhver flakkara-
ræfill kom vafrandi, og bolsi varð á augabragði ást-
fanginn af honum. Ég kallaði til mannsins, að hann
skyldi forða sér upp í eitthvert tré, en hann heyrði
það ekki, og auk þess var hann svo eldfljótur að
hlaupa, að það var ekki minnsti vafi á því, að tarf-
urinn myndi tapa keppninni, — en þctta, þurfum við
nú kannske ekki að segja henni frænku þinni?“
„Henni frænku! Ertu orðinn brjálaður eða hef-
urðu misst vitið? Nei, henni segjum við bara, að
þú sért hugrakkasti, fallegasti og karlmannlegasti
pilturinn í öllum heiminum.“
Oscar Clausen:
Þegar kaupmaðurinn skaut köttinn
hennar maddömu Schjödt
Ása á Svalbarði var einstakur dýravinur, en kettir
voru samt einu dýrin, sem henni var aldrei neitt
um; — henni þótti þeir svo lymskufullir, latir og
sjálfselskir. Þegar Ása var ung stúlka, var hún í
vist hjá gamalli hefðarkonu í Stykkishólmi. Það
var hjá maddömu Sigríði Schjödt, sem var ná-
frænka föður míns, og hafði verið fóstra hans í
æsku. Hún hafði verið gift dönskum „assistent“ í
Ólafsvík og síðar ráðskona hjá fyrsta lyfsalanum
í Stykkishólmi, sem einnig var danskur og Jakobsen
hét, — en henni gaf hann allt eftir sig, lyfjabúðina
og hús sitt, því að hann átti enga lífserfingja.
Maddama Schjödt hafði mestu mætur á köttum
og átti þá oft fallega. — Eins og kunnugt er halda
kettir oftast kyrru fyrir á daginn, meðan bjart er,
en fara á stjá þegar fer að dimma, og svo var þetta
um köttinn hennar maddömu Schjödt. Iíann fór út
á kvöldin og var á veiðum fram á miðnættið, og
slæddist þá oftast að aftur. Það var nú svo fyrir
maddömunni, að hún vildi, að kisa sín væri heima
á nóttunni eða á kvöldin, þegar húsinu var lokað,
en hér var ekki gott við að ráða. Náttúra kisu og
tilhneigingar voru öllu sterkari og fór hún því ekk-
ert eftir því, hvað klukkunni leið, eða vilja maddöm-
unnar, en fór því sínar eigin götur. —
Það var ein af ófrávíkjanlegum skyldum Ásu í
vistinni að sjá um, að kötturinn væri kominn inn,
þegar húsinu var lokað, og ef kisa ekki var komin,
þá að leita að henni eða að öðrum kosti, ef hún
ekki fannst, að vaka þangað til henni þóknaðist að
koma og taka á sig náðir. Nú var það svo, að oft
gekk Ásu erfiðlega að finna köttinn, þó að hún færi
út, gengi kringum húsið og kallaði á hann og oft
var komið fram að miðnætti, þegar kisa kom, en
einkennilcgt var það, að það var eins og kisa vissi,
að eftir henni væri beðið, enda hafði maddaman
sagt Ásu, að lnin skyldi láta Ijós í gluggakistuna
á eldhúsglugganum, svo að kisa sæi, að einhver
væri vakandi. — Oft var Ása þreytt, því að gesta-
gangur var þarna mikill, og seig þá á hana svefn, en
þá vaknaði hún við það, að kisa mjálmaði við
dyrnar og gjörði þannig vart við sig. Stundum
stóð kassi undir glugganum og stökk þá kötturinn
upp á hann og danglaði með annarri framlöppinni
á rúðuna og mjálmaði um leið. — Það bar við, að
Ása var orðin ergileg yfir því að þurfa að vaka
eftir ketti maddömunnar og það kann að vera, að
þá hafi af þeirri ástæðu skapazt hjá henni ósjálfráð
3?
FR.TÁLS yERZLUN