Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1961, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.02.1961, Blaðsíða 25
fugla, sem þangað leita á hverju vori. Lundinu tek- ur sig t. d. upp langt sunnan úr Atlantshafi, þar sem hann dvelst á vetrum, og greiðir för norður á bóginn. Hann kemur aðcins fyrr en krían, sem kem- ur oft alla leið sunnan úr Miðjarðarhafi. Þessir harðgeru, litlu fuglar finna það á sér, þegar daginn tekur að lengja hér norður frá. Þá muna þeir eftir því, að í fyrra áttu þeir egg og unga vestur við Breiðafjörð eða norður við Langanes- strendur. Þá leggja þeir upp í langa ferð, burt frá heitu löndunum, þar sem nóttin er dimm og heit, móti hinu norðlæga vori og sumri, þar sem nóttin er björt og sólin skín stundum allan sólarhringinn. Langt, langt í norðri bíður lítil lundahola og dá- lítill kríubolli eftir því að lundinn og krían komi á varpslóðir sínar. Og fyrr en varir fljúga þessir þrautseigu vorgestir í hlað. 14. maí sezt krían af vísindalegri nákvæmni í Tjarnarhólmann eða vest- ur í Æðey og Vigur. Og með henni kemur ótrúlegt líf og erill. I raun og veru er vorið varla komið fyrr en krían er komin. Það er hún, sem heldur uppi hljómleikum frá morgni til kvölds. Hún hefur bæði stóra hljómsveit, kvartett og dúett. Og það er hún, sem sker upp herör, þegar hrafn, fálki eða kjói nálgast varplandið. Það er þessi litli og félags- lyndi fugl, sem snýst til varnar og rekur óvininn oftast á flótta. Lundinn hefur hægara um sig. En hann kemur i stórhópum að fjölda eyja víðs vegar við strendur íslands. Þar þreytir hann flug frá vori til hausts, á eitt eða tvö egg í misjafnlega langri holu og hverfur síðan suður á bóginn, þegar sumri tekur að halla. Að honum er hin mesta prýði. Sjórinn kringum eyjuna er svartur af lunda. Og sjálf eyjan er þakin af honurn. Þar labbar hann um með sitt rauða nef og hvítu bringu eins og virðulegur pró- fastur, sem ber ábyrgð á amllegri velferð fjölda sóknarbarna. Mergð lundans er ótrúleg. Mér er næst að halda, að hann skipti milljónum við þær eyjar, sem eru helztu heimkynni hans hér á landi. Eilíf barátta Ennþá eru ótaldir fjölmargir vorgestir eyjanna við strendur íslands. Hver getur til dæmis gleymt litlu, blásvörtu teistunni með hvítu vængjabrodd- ana sem hefur orpið undir gömlum togarahlera við bæjarhúsið. Hún situr sæl og örugg á hreiðrinu sínu, þar sem hún hefur orpið tveimur eggjum. Hún hefur átt þarna hreiður í nokkur ár og veit, að hún er velkomin, og að engin muni ganga á rétt hennar. Þegar skyggnzt er bak við hlerann, sér í tvö tindrandi teistuaugu. Hún er ljómandi falleg, litla teistan. Og lnin mun halda áfram að verpa á þessum stað rneðan líf hennar endist. Hinar ýmsu andategundir, sem verpa víðs vegar um eyjuna eru styggari og mannfælnari. En það er ánægjulegt að horfa á þær halda með ungahóp- inn sinn til sjávar að lokinni útungun. Smáfugl- arnir, máríuerlan, sólskríkjan og músarrindillinn, eru líka dálítið tortryggnir, þótt þeir eigi hreiður allt í kringum hús og heimkynni eyjafólksins. En allir þessir fuglar, farfuglar og staðfuglar, sjófuglar og mófuglar, mynda í raun og veru ríki í ríkinu. Þeirra veröld er sérstakur heirnur, fullur af lífi og baráttu, fegurð og fjölbreytileik. Þar skiptast einnig á skin og skúrir, sorg og gleði. I fuglaríkinu getur að líta hina eilífu baráttu milli tegunda og einstaklinga. Það er þessi fjiilþætta barátta fyrir lífinu, sem setur svip sinn á vorkom- una út við eyjar blár. Hún birtist í þúsurnl sí- breytilegum myndum, fullum af unaði og fegurð og jafnvel sársauka. Við fögnum vori og sumri, hvort sem við erum stödd í bæjum eða sveitum lands okkar. En dýrð- ar þess og fjölbreytileika, fegurðar þess og töfra, njótum við hvergi eins og lit við eyjar blár. FRJÁLS VERZLUN 25

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.