Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1961, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.02.1961, Blaðsíða 12
vandari en við höfum verið og leggja mikið upp úr því, að bókin sé í upprunalegu bandi, hrcin og lítið skorin. Sé þessum skilyrðum fullnægt stendur ekki á háu gjaldi. Virðist mér margt benda til þess að fram undan sé nokkur bókaflótti úr landi, nema kaupgeta hér vaxi með skjótum hætti, sem von- andi verður. Eftirsóttustu bækur okkar eru hvergi eins ódýrar og hér. Uppboðin hafa m. a. leitt til þess, að nú vita menn almennt um það, þegar eigendaskipti verða á dýnnætri bók, — og svo hitt, að það gerist sjaldnar en var, að dýrgripir hverfi sem verðlaus greiðasemi úr eigu þess, sem ekki veit, til hins er betur veit. Fólk spyrst meira fyrir um bækur en það gerði og athugar sinn gang áður en það gefur þær eða fleygir þeim. ★ Ég hverf svo aftur til málverkanna. Margir spyrja sem svo, hví ég selji ekki meira af hinum svonefndu abstraktmálverkum en raun er á. Því er til að svara, að þeir ágætu iilutir bjóðast mér yfirleitt ekki — en þá sjaldan jicir hafa verið á boðstólum, hefur mér ekki heppnazt að ná því óskhyggjuverði fyrir þessa list, sem eigendurna og listamennina dreymir um. Hefur þetta leitt til þess, að hinir non- figuratívu hafa heldur horn í síðu uppboðanna og gæti ég þó unnt þeim betra hlutskiptis, — cf ég fengi fólkið til að borga! Ég vil í lengstu lög ekki blanda mér í það, hvað sé list og hvað ekki. Það geta þeir gert, sem það vita. En sem sölumaður tel ég mig hafa fengið reynslu fyrir því, að hérlendir málverkakaupendur leggja allt annað verðmat á þessa list, og hliðra sér hjá að kaupa hana dýru verði. Og livort sem unnendum góðrar listar kann að líka það betur cða verr, þá er fólkið, sem sækir málverkauppboðin, sá hæstiréttur og það dómþing í myndlistarmálum þjóðarinnar, sem erfitt verður að sniðganga, á meðan listaverk eru metin til fjár. Þetta er ástæðan til þcss að abstraktmálverk koma svo sjaldan á uppboðin. Eitt skortir hér sérstaklega. Okkur vantar dug- lega safnara í ýmsum grcinum listiðnaðar, sem orð- ið gætu „sérfræðingar", hver á sínu sviði. T. d. er hér engimi silfurgripasafnari, þó að silfursmíði sé ein elzta iðngrein hér á landi, enginn keramiksafnari, þrátt fyrir allt keramikflóðið, og enginn sem safnar gömlum teppum og dreglum. Hér lifa tugir manna á því að selja gólfteppi. en fáir vita annað um teppi en að þau séu yfirleitt notuð til að ganga á þeim. Þetta dettur mér í hug vegna þess, að fyrir nokkrum árum bað starfsmaður erlends sendiráðs mig að selja allt innbú sitt. Þannig stóð á þessu, að kona hans hafði dáið hér, og nú átti að senda liann héðan. Kærði hann sig ekki um að dragnast með þunga bú- slóð þar sem hann var orðinn einn á báti. í þrjátíu ár höfðu þessi hjón farið land úr landi, verið m. a. í Kína, Indlandi og Persíu. Ilvar sem þau fóru varði frúin tíma sínum og fé til kaupa á listmunum, silfri, keramik, postulíni og ekta teppum. Var þetta yndi hennar og ástríða, enda sýndi heimilið, að hér hafði valinn smekkur, haldgóð þekking og góð fjárráð lagzt á eitt. En þá hef ég vitað fólk ómóttækilegast fyrir fágæta hluti og verðmikla, þegar ég bauð upp þetta kjörgripasafn í Listamannaskálanum. Og hafi viðskiptavinir mínir nokkurn tíma gert góð kaup og hagstæð, þá gerðu þeir þau þá. Það munu þeir líka kannast við og muna. Eigandinn fékk 42 þúsund krónur fyrir ævisöfnun konu sinnar á fágætum gripum. Ég blygðaðist mín fyrir þessa sölu og reyndi að afsaka liana við mann- inn — ég hcfði reynt eins og hægt var. En hann klappaði mér góðlátlega á öxlina og sagði: — íslendingar hafa ekki vit á þessum hlutum, en þeir hafa gott vit á bílum. Hann liafði þá selt gamla bílinn sinn fyrir þre- falda þessa upphæð. „Ég er búin að segia þér þúsund sinnum að ýkja ekki svona" 12 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.