Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1961, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.02.1961, Blaðsíða 15
að bjóða ferðamönnum. Þar er landslag lítið að svip, tiltölulega fátt sögulegra minja og tæpast sjóbaðs- fært öðrum en hraustmennum, nema fáa daga á miðju sumri. En gott skipulag ferðamála, góð þjónusta, hugkvæmni, ásamt snjallri auglýsinga- tækni hefir á fáum árum gert Danmörku að einu fjölsóttasta ferðamannalandi álfunnar. Ef við höldum okkur enn við hið danska dæmi, komum við auga á það, að ferðamennirnir, sem gist hafa Danmörku, hafa ekki aðeins skilið eftir mikla peninga í landinu fyrir keypta þjónustu og varn- ing, heldur hafa þeir einnig skapað dönskum flutn- ingafyrirtækjum mikiar tekjur, það er að segja flugvélum, skipum og járnbrautum, sem flytja fólk- ið að og frá landinu. Yið koinu þessa mikla fjölda hafa myndazt viðskiptasambönd, sem orðið hafa grundvöllur víðtækra kynna og samskipta. í því sambandi er fróðlegt að líta til danska húsgagna- iðnaðarins, sem nú leggur undir sig markaði í stór- um stíl í Ameríku og víðar. Fljótlega eftir að ferða- mannastraumurinn til Danmerkur fór að aukast eftir síðustu heimsstyrjöld komu danskir húsgagna- framleiðendur og arkitektar á fót sérstakri verzlun í Kaupmannahöfn, sem beinlínis var sniðinn sá stakkur, að lienni mættu fyrst og fremst hlotnast viðskipti við ferðafólkið, sem sá þarna nýstárlegar gerðir húsgagna. Margt mætti fleira nefna, svo sem postulínsiðnað, silfur, gull og stál. Og sú kynning, sem þessir gripir hafa skapað við heimkomu ferða- fólksins hefir létt undir síðari markaðsöflun. En hvað gera svo íslendingar til þess að hagnýta þennan nýja alþjóðlega atvinnuveg tuttugustu ald- arinnar? Það fer ekki mikið fyrir því. Gistihús hefir ekki verið byggt í höfuðstað landsins síðan 1930, cr ITótel Borg var byggð af stórhug og myndar- skap. Enginn vegarspotti steyptur. Veitingastaðir og gistihús víða um land í því ástandi, að landi og þjóð er vægast sagt til lítils sóma. Og ömurlegast af öllu er þó það, að Iandsmenn búa við slík ein- okunarlög um móttöku erlendra ferðamanna, að annað eins þekkist ekki einu sinni í neinu einj’æðis- ríki vestan járntjalds, — jafnvel ekki í Portúgal. þar sem ríkisafskipti eru þó mikil af flestu. Er þessi löggjöf, sem nú hefir staðið hátt á þriðja áratug, stöðugt vaxandi undrunar- og furðuefni þeirra út- lendinga, sem hafa spurnir af ferðamálum á íslandi. Árangurinn af þessari ríkiseinokun hátt á þriðja ára- tug er slíkur, þrátt fyrir talsverðar auglýsingar íslenzku flugfélaganna, að þessi fáu gistiherbergi, sem til eru í Reykjavík, eru oft ekki fullskipuð Skemmtifeiðaskip á norskum firði meðan töfrar íslenzks sumars eru ríkastir. íslenzkum ferðaskrifstofum er beinlínis bannað að auglýsa landið sem ferðamannaland ókeypis í auglýsingabæklingum og bókum, sem umboðsskrif- stofur þeirra í öðrum löndum dreifa árlega í hundr- uðum þúsunda eintaka. Og berist fyrirspurnir og óskir um íslandsferð frá hópum eða einstaklingum, sem þrátt fyrir allar tálmanirnar hafa frétt af þessu töfralandi sumarævintýra, þá verður að svara þess- um aðilum: Nei takk, við megurn ekkert fyrir ykkur gera. Ef þið viljið endilega koma til íslands þá er það íslenzka ríkið, sem segir ykkur fyrir verkum um það, við hvaða aðila þið inegið höndla um ís- landsferð ykkar. Nú er það svo úti í hinum stóra heimi, að ekki er það allt skaplaust fólk, sem að ferðamálum vinn- ur — og hendir jafnan, að íslenzkar ferðaskrifstof- ur fá þau svör til baka, að íslenzka ríkið geti að vísu fengið að ráða því, að erlendar ferðaskrif- stofur fái ekki að skipta hér við samstarfsmenn sína og umboðsskrifstofur, en þeir geti þá sjálfir ráðið því, að íslandsviðskiptin verði engin um ferðamannahópa — og báðir aðilar þannig goldið hvor öðrum líku líkt. Það segir sig sjálft, að slík þróun er íslenzkum málstað hvorki til sóma né hollustu og raunar í FR.IÁLS VERZI.UN 15

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.