Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1961, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.02.1961, Blaðsíða 14
Guðni Þórðarson: Island sem lerðamannaland íslendingum eru ásköpuð þau örlög að búa í landi, sem ríkt er af miklum náttúrutöfrum og sérkennilegri fegurð. Þess vegna verður tæpast hjá því komizt, að landið verði fyrr eða síðar eftirsótt ferðamannaland, hvort sem okkur kynni að líka það betur eða verr, — og ekki munu þeir margir, sem í alvöru vilja banna útlendingum til landsins að koma í erindum fróðleiks og skemmtunar. Hitt er sönnu nær, að íslendingar hafa ekki síður en aðrar þjóðir fulla þörf fyrir að drýgja þjóðartekjur sínar með gjaldeyri, er erlendir ferðamenn flytja inn í landið. Ferðaþjónusta er stöðugt vaxandi atvinnugrein um víða veröld. Þó er þessi atvinnuvegur alls ekki gamall sem slíkur. Það er ekki nema ein öld síðan ferðafólk fór til dæmis að flykkjast suður til Blá- strandar Frakklands við Miðjarðarhaf, og segja má að með tilkomu járnbrauta á lengri vegalengdum fari skemmtiferðalög á megin- landi Evrópu fyrst verulega að færast í vöxt. Flugvélin færði ferðalöngum svo ný tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn á auðveldan hátt. Þannig var ís- landsferð frá Evrópulöndum á síðustu öld líkari könnunarferð til ókunnra ævintýraslóða en sléttri og felldri sumarleyfis- ferð um meginlandið. Slík ferðalög voru mikið fyrirtæki og dýrt á þeim tímum. Nú er öldin önnur. ísland er í þjóðbraut flugsamgangna milli liins gamla og nýja heims, og skcmmtifcrðalög til íslands að sumarlagi eru ekki dýrari en svo fyrir meginlandsbúa Evr- ópu, að auðvelt er flestum með miðlungstekjur að veita sér. Þetta eitt, ásamt mörgu öðru, gerir það að verkum að Island verður sótt heim af vaxandi fjölda skemmtiferðafólks, jafnvel þó landsmenn sjálfir sitji auðurn höndum og hafist ekki að í þessum efnum. Varðandi þróun ferðamála er fróðlegt að líta til frænda okkar á Norðurlöndum. Þar hafa einkum Danir og Norðmenn komið á fót svo myndarlegri starfsemi á sviði ferðamála, að móttaka erlendra ferðamanna er þar orðin atvinnuvegur á borð við aðalbjargræðisvegi þjóðanna. Því er spáð, að Danir hafi senn meiri gjaldeyristekjur af ferðamanna- straumnum til landsins en útflutningi smjörs, eggja og flesks, sem talið er að staðið hafi undir þjóðar- búskap Dana fram til þessa. Hið danska ævintýri í ferðamálum er þeim mun lærdómsríkara fyrir það, að Danmörk er land, sem frá náttúrunnar hendi hefir ekki mikla fjölbreytni Við Laxfoss í Borgarfirði. í baksýn: Baula, Grábrók og Hraunsnefsöxl 14 FBJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.