Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1961, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.02.1961, Blaðsíða 8
Verzlunarbankinn stofnaður Hinn 4. febrúar sl. boðaði stjórn Verzlunar- sparisjóðsins til stofnfundar Verzlunarbanka Is- lands h.f. Voru þá liðin rétt fimm ár frá stofnun Verzlunarsparisjóðsins, en hann var stofnaður 4. febrúar 1956. Fundurinn var haldinn í Tjarn- arbíói og hófst hann kl. 14,30. Fundarstjóri var kjörinn Geir Hallgríms- son, borgarstjóri, en fundarritarar Sveinn Snorrason, framkv.stj. Kaupmannasamtaka Is- lands og Gunnlaugur J. Briem, fulltrúi. I upphafi fundarins flutti Egill Guttorms- Höskuidur óiafsson, sou, storkaupmaður, bankastjóri stjórnarform. Verzlunar- sparisjóðsins, ræðu, þar sem hann rakti aðdrag- andann að stofnun Verzlunarsparisjóðsins og undirbúning stofnunar Verzlunarbankans. Kom fram í ræðu hans að stjórn Verzlunarsparisjóðs- ins hefir á undanförnum árum unnið markvisst að undirbómingi málsins, og hafa verið gerðar ályktanir á aðalfundum sparisjóðsins árin 1959 og 1960, þar sem ábyrgðarmenn sparisjóðsins lýstu einróma og eindregnum stuðningi við þá tillögu að Verzlunarsparisjóðnum yrði breytt í verzlunarbanka. A öndverðu ári 1960 var málið tekið upp við ríkisstjórnina og óskað eftir fyrir- greiðslu hennar um sérstaka lagasetningu um Verzlunarbankann. Ilinn 5. marz 1960 barst stjórn sparisjóðsins svar viðskipta- og banka- málaráðherra, Gylfa Þ. Gíslasonar, og var lýst yfir í því, að ríkisstjórnin teldi eðlilegt að Verzl- unarsparisjóðnum yrði breytt í verzlunarbanka, urskostnaði, sem er langtum hærri hér en alls staðar sem ég hefi spurnir af? Þarf ekki að þyngja þau skilyrði, sem fjárfestingarsjóðir útvegsins setja fyrir að veita lán, og auka eftirlit með því, hvernig láns- fénu er varið? Þessi og ýmis vandamál tengd rekstri sjávarút- vegsins þarf að leysa, ef hann á að halda forystu- hlutverki sínu næstu árin og á að geta reynzt sú undirstaða, sem uppbygging annarra atvinnuvega þarf nauðsynlega að geta stuðzt við. En til þess að svo verði, þarf að halda framleiðslukostnaðinum í skefjum með hagkvæmari rekstri. Niðurlag t stuttu máli vil ég nú draga þessar ályktanir helztar af því, sem hér að framan hefir verið sagt: / fyrsta lagi getur enginn atvinnuvegur, og sjáv- arútvegurinn þó sízt, þróazt eðlilega, ef efnahags- kerfinu sjálfu er ekki stjórnað á eðlilegan hátt. Hag- kvæmni í rekstri fyrirtækja verðnr því ekki náð, þrátt fyrir mikla tækni, nema ýmsum grundvallar- skilyrðum í stjórn efnahagsmálanna sé fullnægt. Hins vegar nýtist hin góða tækni ekki vel, nema fyrirtækjunum sé farsællega stjórnað. Mótun eða sköpun margra þeirra vandajnála, sem útvegurinn á við að stríða í dag, var honum ekki sjálfráð, held- ur má segja að um nauðvörn hafi verið að ræða. Hitt er svo annað mál, að sú þróun efnahagsmál- anna, sem hér hefir orðið, hefir villt. mönnum sýn og innleitt spillt hugarfar og slæma siði, og af því hefur sjávarútvegurinn ekki farið varhluta. / öðiu lagi. Þegar því skyndilega er söðlnð um og ný stefna tekin í efnahagsmálum, hlýtur hver sá atvinnuvegur, sem miðað hefur uppbyggingu sína við illa gerða þjóðfélagsumgjörð, að vera i erf- iðri aðstöðu til að byrja með, og verður löggjafinn og framkvæmdavaldið að taka tillit til þess. / þriðja lagi. Verkefnin, sem einkum er við að etja í dag, eru því myndun nýrra viðhorfa — reksturinn þarf að færast á hinn nýja grundvöll og síðan mun þróunin mótast af hinumn nýju við- horfum. Sum vandamálin má leysa á tiltölulega skömm- um tíma, en önnur eru langæ í eðli sínu. Höfuð- atriðið er að útvegsmenn, landsfeður og almenn- ingur líti raunsæjum augum á vandamálin. Þróunin í uppbyggingu útgerðarinnar má ekki lengur miðast við verðbólgu heldur jafnvægi, og fjárfestingu og rekstur verður að miða við það að skila netto-arði, en ekki brúttó-aukningu afrakstrar- ins, sem jafnóðum er gleypt af hærri tilkostnaði. 8 FRJÁIíS VBRZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.