Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1961, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.02.1961, Blaðsíða 9
og væri reiðubúin að beita sér fyrir í'lutningi lagafrumvarps á Alþingi þar að lútandi. Var þá þegar hafizt handa um samningu frum- varps og sendi stjórn sparisjóðsins tillögur sínar um efni lagafrumvarpsins til ríkisstjórnarinnar um miðjan marzmánuð. Að samningu þess unnu prófessor Armann Snævarr, Pétur Sæmundsen, viðskiptafræðingur og Ilöskuldur Olafsson, spari- sjóðsstjóri. Var síðan fjallað um það af sér- stakri nefnd, er ríkisstjórnin skipaði, og enn- fremur var það sent stjórnum Kaupmannasam- taka Islands, Verzlunarráðs Islands og Félags ísl. stórkaupmanna til athugunar og umsagnar. Náðist full samstaða meðal þessara aðila um efni og innihald lagafrumvarps, er ríkisstjórnin síðan lagði fram á Alþingi í maíbyrjun. Frumvarpið fékk greiða meðferð Alþingis og var það samþykkt óbreytt og afgreitt sem lög 28. maí. Var það samþykkt með atkvæðum allra alþingismanna að einum undanskildum. Hinn 10. júní voru lögin staðfest af forseta Islands og gefin út sem lög nr. 46, 1960. Egill Guttormsson, form. bankaráðs Verzlunarbankans Hinn 14. júní 1960 boðaði stjórn Verzlunar- sparisjóðsins til l'undar ábyrgðarmanna og sóttu hann um 180 ábyrgðarmcnn. Var þar einróma samþykkt að neyta heimildar laganna og stofna hlutafélag er tæki við rekstri Verzlunarspari- sjóðsins og bæri heitið Verzlunarbanki Islands h.f. Hófst þá hlutafjársöfnun og var ákveðið að hlutafé bankans skyldi vera rúmar 10,2 millj. kr. Var henni lokið 10. janúar sl. og var hvergi nærri unnt að verða við þeirri eftirspurn, sem var eftir hlutafé. Jafnframt fól stjórn sparisjóðsins sömu mönn- um og önnuðust samningu lagafrumvarpsins að Stjórn bankaráðs Verzlunarbankans. — Frá vinstri: Pétur Sæ- mundsen, Egill Guttormsson og Þorvaldur Guðmundsson vinna að undirbúningi samþykkta fyrir félagið og reglugerðar fyrir bankann. A stofnfundinum hafði prófessor Ármann Snævarr, háskólarektor, framsögu fyrir þeim, og voru þær samþykktar þar með þeirri einu breytingu, að bankaráði var heirnilað að bjóða út hlutafjárauka að upphæð 2 millj. kr., sem starfsmenn félaga í Kaup- mannasamtökum Islands, Verzlunarráði íslands og Félagi íslenzkra stórkaupmanna hefðu rétt til að skrifa sig fyrir. I bankaráð voru kjörnir Egill Guttormsson, stórkaupmaður, Þorvaldur Guðmundsson, for- stjóri, og Pétur Sæmundsen, viðskiptafræðingur. Þeir hafa allir átt sæti í stjórn Verzlunarspari- sjóðsins frá upphafi. Varamenn í bankaráð voru kjörnir Magnús J. Brynjólfsson, kaupmaður, Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson, stórkaupmaður og Björn Guðmunds- son, kaupmaður. Endurskoðendur voru kjörnir Guðmundur Benediktsson héraðsdómslögmaður og Jón Helgason, kaupmaður. Fundinn sóttu um 350 manns og fór hann í hvívetna hið bezta fram. A fyrsta fundi bankaráðsins hinn 17. febrúar, var Egill Guttormsson kjörinn formaður og Þor- valdur Guðmundsson varafonnaður. Þá var Höskuldur Olafsson ráðinn bankastjóri, Lárus Lárusson, aðalbókari og Björgúlfur Bachmann, aðalgjaldkeri. Allir þessir menn liafa starfað við Verzlunarsparisjóðinn frá upphafi. Verzlunarbankinn mun taka til starf'a síðari hluta marzmánaðar næstkomandi, en áður en hann getur liafið starfsemi sína þarf helmingur lofaðs hlutafjár að vera innborgaður og sam- þykktir og reglugerð þurfa að hafa hlotið stað- festingu viðskiptamálaráðherra, sem bankinn heyrir stjórnarfarslega undir. FRJÁLS VEHZLUN 9

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.