Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1961, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.02.1961, Blaðsíða 7
átti að tryggja og vernda, launþegann fyrir atvinnu- leysi og útgerðarmanninn fyrir gjaldþroti eða rekstr- arstöðvun. Og af sömu rót var og er runnin umhyggjan fyrir ákveðnum byggðarlögum, þ. e. hugmyndin um „jafnvægi í byggð landsins“. Ekki skal ég efast um hugarfarið, sem á bak við þessar skoðanir býr, en áhrif þeirra hafa átt sinn drjúga þátt í þeirri stöðnun, sem orðið hefir hjá okkur íslendingum í sókninni til betri lífsafkomu. Hin æskilega sveigja, sem er allri framþróun nauðsynleg, var útilokuð, og hörnlur voru lagðar á hagkvæmasta nýtingu framleiðsluþáttanna. Þetta kerfi, sem við höfum verið að leitast við að byggja upp undanfarið, ef undantekið er stutt tímabil um og eftir 1950 (og senr var í samræmi við ofanneínda kreppu- eða öryggisheimspeki), einkenn- ist allmjög af þeim liugsunarhætti, að einstakling- ar og fyrirtæki ættu ekki að standa, eða gætu ekki staðið á eigin fótum, heldur ættu í scm flestu að njóta handleiðslu Alþingis og ríkisstjórnar. Innan kerfisins var því ekki mikið svigrúm fyrir sanna athafna- og framfaramenn, og það var of lítil hvöt mönnum á sviði atvinnurekstrar að verða miklir af sjálfum sér og verkum sínum. Því má segja að kerfið hafi haldið verndarhendi jafnt yfir illa rekn- um fyrirtækjum sem vel reknum, jafnt fyrirtækjum með háan framleiðslukostnað sem lágan, því að reikningar, sem uppbætur byggðust á, endurspegl- uðu fremur þörf þeirra fyrrnefndu. Undir öllum eðlilegum kringumstæðum frjáls markaðsbúskapar gerist annað tveggja með illa rekið fyrirtæki, að það víkur fyrir öðrum betur reknum eða það er endurskipulagt — oft undir stjórn nýrra húsbænda. Þessi þróun er yfirleitt æski- leg og nauðsynleg. í kommúnisku þjóðfélagi er einnig ætlunin að menn veljist til forystu í atvinnulífinu eftir hæfi- leikum, þótt valið fari þar fram á annan hátt. Okkar kerfi aftur á móti hafði te.kið upp það versta úr báðum hagkerfunum og hélt hlífiskildi yfir öllum. — Atvinnurekendur, þar á meðal út- vegsmenn, urðu eins konar starfsmenn hjá ríkinu og nutu réttinda sem slíkir — án þess að bera skyldurnar. Undanfarin ár hafa samt sem áður ver- ið mikill annatími hjá útvegsmönnum og starfs- mönnum þeirra. Kerfið lét ekkert laust án fyrir- hafnar. Biðstofur banka, nefnda ýmissa og ráða voru vettvangur starfsins. Útvegsmenn og starfs- menn þeirra unnu sleitulaust að útreikningum, sem sýndu tap útgerðarinnar, og ríkisstjórnir og starfs- menn þeirra unnu ekki síður vel að sínum útreikn- ingum, sem sýndu a. m. k. eitthvað minna tap. En fátt er með öllu illt, og öll þessi vinna við útreikn- inga sannfærði báða aðila um gildi tölfræði. Virðist mér ekki nokkur vafi leika á því, að góð tölfræðileg þjónusta og gott framleiðslubókhald muni reynast traustur grundvöllur betri rekstrarhátta — þeim, sem taka slík fræði í sína þjónustu. Ég hefi nú dvalið nokkuð við áhrif þessa kerfis á útgerðina, sem við höfum búið við undanfarin ár. Ég hygg, að þá ályktun megi draga þar af, að áhrif þess hafi ekki hvatt til sparnaðar í rekstri, heldur jafnvel þvert á móti, og að val manna til að stjórna fyrirtækjunum hafi ekki ráðizt eingöngu af hæfi- leikum þeirra, heldur oft og tíðum af öðrum ástæð- um. Margt af því, sem hér hefur verið rætt, heyrir vonandi fortíðinni til. En syndir feðranna koma jafnan niður á börnunum, og það sannast að mörgu leyti áþreifanlega á ástand i sjávarútvegsins í dag. Viðreisnin Með efnahagsráðstöfunum þeim, sem hófust á sl. ári, en áhrifa þeirra gætir nú æ meir í sjávarútveg- inum, var brotið blað í þróunarsögu hans. Það mun taka tíma, í sumum tilfellum langan tíma, að kippa í lag öllu því, sem aflaga fer í útgerðarrekstrinum, en cnginn vafi virðist mér leika á því, að mcð því að leysa úr læðingi ýmsa þá beztu framfaramögu- leika, sem frjálst hagkerfi býður upp á, mun út- gerð og fiskvinnsla brátt ná sinni fyrri aðstöðu. Einhvern mikilvægasta áfanga hinna nýju efna- hagsráðstafana teldi ég samt vera fólginn í viður- kenningu landsfeðranna jafnt sem almennings á því, að atvinnuvegur, jafnmikilvægur okkur og sjávar- útvegurinn er, getur ekki verið styrkþegi. Á ég þá við, að efnahagsleg uppbygging þjóðfélagsins leyfi það ekki, þar sem sjávarútvegurinn væri að miklu leyti að styrkja sjálfan sig, sem raunin og var, á dögum uppbótakerfanna. Mörg vandamál sjávarútvegsins má leysa með raunsæju mati á eðli þeirra. Sum vandamálin geta útvegsmenn leyst sjálfir, eða með aðstoð samtaka sinna. Önnur má leysa með bættri og ódýrari þjón- ustu þeirra fyrirtækja, er sjá útveginum fyrir ýms- um þörfum hans. Enn önnur má leysa í samvinnu við sjómenn og fiskvinnslustöðvar. Hvers vegna eru t. d. iðgjöld trygginga nær helm- ingi hærri hér en hjá nágrannaþjóðum okkar? Er ekki unnt að draga mikið úr uppskipunar- og akst- FRJÁLS VERZLUN 7

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.