Frjáls verslun - 01.02.1961, Blaðsíða 23
við hlýjan arin og ferðum fækki á norðurslóð.
Jónas Hallgrímsson kom á Hornbjarg og fann
þar hina sterku töfra norðursins. Hann minntist
komu sinnar þangað með þessum orðum:
Yzt á Hornströndum heitir,
Hornbjarg og Kópatjörn.
Þeir vita það fyrir vestan. —
Þar verpir hvítur örn.
Um sumarnótt er sveimar,
sól yfir norðurslóð
og þoka sígur um sjóinn,
liann situr rauður sem blóð.
Og örninn lítur ekki,
oná hið dimma haf
og horfir í himinljómann, —
liafskipið sekkur í kaf.
Jóhannes Kjarval, hið mikla litaskáld, hefur
einnig málað yndislegt málverk frá þessum slóðum.
Hann var þá sjómaður á skútu og mun hafa gert
frumdrætti myndarinnar, þar sem hann var á skaki
norður í hafi. Þessi mynd er ekki aðeins full af
fegurð og vori. Hún er þrungin af íslandi, ef svo
mætti að orði kveða. í henni renna saman himin
og haf, skip, land og sól. Allt myndar þetta heil-
steypta listræna heild. Þó er látleysi og einfaldleiki
ef til vill höfuðeinkenni þessa gamla málverks, sem
hinn mikli listamaður málaði fyrir 54 árum.
Ég viðurkenni, að vormyndin norðanfrá hinu
yzta liafi, cr mér ofarlega í huga. En hafið þið
ekki tekið eftir því, hve tærar og sterkar myndir
cru stundum ásæknar? Þær ryðjast upp i hugann
og heimta, að eftir þeim sé tekið og að á þær sé
horft. Þeir, sem þekkja fegurð og töfra nyrztu og
afskekktustu byggða íslands, glejuna þeim aldrei.
Bílvegur norður á Horn
Vel mætti segja mér, að ekki líði svo margir ára-
tugir, að íslendingar geri sig ánægða með annað,
en að geta komizt á nútíma samgöngutækjum hvert
á land sitt, sem þeir kjósa. Þá mun þess verða
krafizt að bílvegur verði lagður norður á Horn,
þar sem þeir Kjarval og Jónas Hallgrímsson ortu
fegurð lands síns í liti og ljóð. Er það enn ein
sönnun þess að vegir eru lagðir í þágu þjóðarinnar
allrar, en ekki aðeins í þágu þeirra, sem búa inn
til dala eða út til nesja.
Ég sagði hér að framan, að ekkert fólk fyndi fjöl-
breytileik vorkomunnar betur en það, sem býr út
við eyjar og nes. Þar verður klæðaskipta náttúr-
unnar á marga vegu vart. Sundin milli lands og
eyjar verða krök af fugli og steinar og fjörur eru
þaktar þessum velkomnu vorgestum, sem á hverju
vori á svipuðum tíma heimsækja fornar stöðvar,
eftir vetrardvölina í fjörðum inni eða við yztu nes
og útkjálka. Koma þeirra er einn af kærkomnustu
vorboðum eyjabóndans, sem um langan vetur hef-
ur háð baráttu sína við ógnandi öfl óblíðrar ís-
lenzkrar náttúru á sjó og landi. Ómurinn af kvaki
og gaggi fuglsins úti á sjónum lætur ljúfar í eyrum
hans en þungur og óheillavænlegur brimniður á
dimmum síðkveldum skammdegisins.
Að jafnaði er það í fjórðu viku sumars, sem fugl-
inn kemur fyrir alvöru að varplandinu. Það er
fyrst og fremst æðarfuglinn, sem setur svip sinn á
umhverfið. Tilhugalíf hans á sjónum kringum evj-
una er litríkt og fjölbreytilegt. Hörð barátta er
háð milli blikanna um kollurnar. Þó má yfirleitt
scgja, að strangt einkvæni ríki meðal æðarfuglsins
eins og annarra andfugla. En æðarkollan virðist
kunna vel að meta, að um hana sé barizt.
Frúin ræður ferðinni
Þegar tilhugalífinu á sjónum líkur hefjast könn-
unarferðir fuglsins upp á eyjuna. Þá er það að jafn-
aði frúin, sem ræður ferðinni. Eiginmaðurinn fylgir
fast á hæla henni með alls konar einkennilegu lát-
bragði, hneigingum og annarri tilgerð. En ávallt
lýkur þessum ferðum um varplandið með því, að
fuglinn finnur gamla hreiðrið sitt frá því í fyrra
og byrjar að hlúa að því, tína í það strá og búa
það undir það mikilvæga hlutverk að taka við
eggjum og ungum innan skamms tíma.
Það er auðvelt að fylgjast með því, að sami fugl-
inn verpir í sama hreiðrið ár cftir ár. Eyjafólkið
fylgist með aldri fuglsins. Undir bæjarveggnum
situr til dæmis gömul æður. Elli hennar má marka
af því, að hún er orðin grá fyrir hærurn. Dökk-
brúna slikjan er horfin af henni, og höfuð hennar
er hélugrátt. Yfir hægra auga hennar liggur grá-
hvít hula, augað er blint.
Þarna undir bæjarveggnum hefur hún orpið og
unað um mörg ár, — og nú er hún komin á ný.
En hún er enn við sama sinnið. Hún er skraut-
gjörn og eins og dálítið tilgerðarleg. Ilún hefur
gaman af brimhvítri krákuskel, sem liggur við
hreiðrið hennar og veltir henni stundum inn í
hreiðrið til sín og eggjanna. Og jafnvel þótt skelin
F-RJÁLK VERZPPN
23