Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1961, Síða 1

Frjáls verslun - 01.07.1961, Síða 1
FRJALS VERZLUN Útg.: Frjáls \'orzlun Utgáfufélag h/f liitstjóri: Valdimar Krislinsson Ritncjnd: Birgir Kjaran, formaður Gisli Einarsson Gunuar Magnússon í ÞESSU HEFTI: JÓHANNES NORDAL: Þjóðhagslegt gildi ísienzka neyzluvöruiðnaðarins ★ Söluiyrirkomulag hraðfrystihúsanna Umræður ó fundi Verzlunarráðs Islands * BIRGIR KJARAN: Vorar við höfn og tjöm ★ IÓN Ó. HJÖRLEIFSSON: Er cinkasala á viðtækjum nauðsynleg á Islandi? ★ GÍSLI I. ÁSTÞÓRSSON: Sómi Islands í Genf ★ o. m. fl. Stjóm útgájufclags FRJÁLSRAR VERZLUNAR Dirgir Kjaran, formaður Gunnar Magnússon Helgi Ólafsson Sigurliði Kristjánsson Þorvarður J. Júlíusson Skrijstofa: Vonarstræti 4, 1. hæð Sími 1-00-86 — Pósthólf 1103 VfKINGSPRENT H.F. PRENTMÓT hf FRJÁLS VERZLUN 21. ÁRGANGUR — 3. HEFTI — 1961 Verðbólga á ný? Verðbólga er einn lævísasti óvinur, sem steðjað getur að efnahagsHfi þjóðanna. Þetta stafar af því, að allt getur virzt slétt og fellt á yfirborðinu á sama tíma, sem meinsemdin grefur um sig og eyðileggur shilyrðm til raunverulegra fram- fara. Islenzka þjóðin hefur reynt áhrif verðbólgunnar á fram- faraviðleitnina, og í árslok 1958 var jafnvel óðaverðblóga og lirun framundan. En fyrir nágrannaþjóðimar, sem betur hafa kunnað fótum sínum forráð, hefur síðasti áratugur verið mesta framfaraskeið í sögu þeirra. Hvernig gat staðið á slíkum mismun? — liér var þó meira en næg atvinna og aldrei meira byggt kann einhver að segja. En það er elcki fjárfestingin í heild, sem ræður hagsældinni, heldur fyrst og fremst það, hve hagkvœm hún er. Mörgum liefur sézt yfir þetta mikilvœga atriði á undanfömum árum, þar sem verðbólgan hafði spillt svo peningakerfinu, að eng- inn réttur mælikvarði var lengur til um þjóðfélagslegt gildi hlutanna. Enda hefur þjóðin lengi orðið að gjalda afleiðing- anna, þar sem lífskjörin hafa elcki farið batnandi, þrátt fyrír allar óslcir og kröfur um hið gagnstæða. Efnahagsráðstafanir ríkisstjómarinnar voru gerðar í sam- ræmi við þá almennu skoðun, að við svo búið mætti ekki lengur standa. Blaðinu var snúið við og fetað í fótspor ná- grannaþjóðanna. En til þess þurfti mikið átak, ekki sízt þegar aflaleysi og verðhrun á sumum útflutningsafiirðumtm varð um sama leyti. Ljóst var þó, að þjóðin myndi standast. erfiðleikana, ef eklci yrðu gerðar óhóflegar kröfur á hendur atvinnuvegunum. Nú hefur það þó því miður veríð gert, og er nýtt verðbólgu- skeið, með öllum sínum geigvænlegu afleiðingum, framund- an, ef livikað verður frá settrí stefnu. I þeim efnum getur ekki veríð um neitt val hjá ríkisstjóminni að ræða. Kyrr- stöðutímabilið — hvað snertir bœtt lífskjör — má ekki hef j- ast á ný.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.