Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1961, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.07.1961, Blaðsíða 11
vörur, sem sölusamtökin hafa átt erfitt með að selja og sjálf veitt leyfi til að fluttar væru út af öðrum aðilum, en slíkt á auðvitað ekkert skylt við skipu- lagsbundna útflutningsstarfsemi. Ég álít, að á þessu sviði sem öðrum eigi að koma breyting, er stefni til meira frelsis. Það er al- gjörlega hættulaust að leyfa fleiri aðilum að flytja út, og við sumar aðstæður tel ég engan vafa á því, að slíkt gæti leitt til vcrðhækkana, og á það sér- staklega við í löndum, þar sem kaup á vörunni hafa verið mestmegnis á fárra manna höndum, og aðrir aðilar óska eftir að gerast reglulegir þátttak- cndur í viðskiptunum. En jafnvel þar sem saian er dreifð til margra kaupenda, svo sem í Bandaríkjun- um, þá er það nú einu sinni svo, að ýmis sjónarmið fjölmargra kaupenda, og óskir þeirra um að hafa sin eigin föstu og sérstöku viðskiptasambönd, valda því, að salan gæti aukizt verulega, ef fleiri væru seljendur, fleiri vörumerki o. s. frv. Sala á hraðfrystum fiski hefir vaxið mikið í ýms- um löndum undanfarin ár. Þetta er ekki eingöngu vegna aðgerða þcirra, sem fiskinn framleiða og selja, heldur einnig vegna almennrar þróunar í meðferð frystra matvæla yfirleitt, grænmetis og margs fleira, sem hefir leitt til þcss að dreifingar- kerfi hafa verið byggð upp án beins tillits til fisks- ins. Hann hefir eigi að síður notið góðs af, og þegar svo er háttað, hlýtur blátt áfram svo að fara, að viðleitni fleiri fyrirtækja mundi leiða til aukinnar sölu og ýmiss konar æskilegrar þróunar í þessum viðskiptum. Ég álít til dæmis, að það sé langt frá því að vera nokkur goðgá að pakka fisk í allstórum stíl í umbúðir kaupenda og undir þeirra vöru- merkjum, án þess þó að gera á nokkurn hátt sin- um eigin merkjum erfitt fyrir. Ég reyndi þetta talsvert hér á árunum fyrir kaupendur í Bandaríkj- unum, Svíþjóð og Finnlandi, og ég get fullyrt, að á þennan hátt hafi ég yfirleitt náð verulega hag- kvæmari nettó-sölu en á annan hátt, með minni kostnaði og nokkurn veginn áhættulaust. Mönnum hefir undanfarna mánuði orðið alltíð- rætt um þá stefnu Sölumiðstöðvarinnar að byggja verksmiðjur víða um lönd til fullvinnslu fisksins. Meðal veigamestu ástæðna til þessa hefir verið talið, að á þennan hátt mætti flytja fiskinn til Bandaríkjanna hálfunninn og greiða þar lágan toll, þar sem fullunnin vara yrði tolluð miklum mun hærra. Þetta eru góð og gild rök. Hins vegar liefi ég aldrei skilið, til hvers er verið að byggja slíka verksmiðju í Englandi, þar sem allur fiskur fer inn undir sama tolli, hvort sem hann kemur með haus og slori upp úr togara eða sem steikt flök til- búin á borðið. Mér finnst að andvirði vinnunnar við tilreiðsluna hefði líka mátt flvtja inn í landið. Stefnan hlýtur þó að eiga að vera sú að flytja sem mestan gjaldeyri inn í landið fyrir hvert tonn af fiski, sem út er flutt. — Auk þessa er náttúrlega ekki hægt að neita því, að það skapar ýmis dálítið sérstök viðhorf, þegar tekið er kannske f.vrst og fremst að selja sjálfum sér í útlöndum. og gæti þá stundum, a. m. k. svona hreint ,,teoretiskt“ séð, verið dálítið áhorfsmál, hvorn aðilann ætti að láta græða meira, hinn innlenda eða hinn útlenda. Ekki hvað sízt, þegar hækkun á andvirði fisksins, sem til Islands kæmi, leiddi kannske óhjákvæmilega til hækkunar hráefnis til báta og sjómanna strax árið eftir, en hagnað erlendis vrði vafalaust erfitt að leggja til grundvallar á sarna hát.t. Það verður ekki um það deilt, nð fyrirtæki. sem ræður yfir jafn-verulegum hluta þjóðarframleiðsl- unnar og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, hlýtur að liafa mjög mikilvæg félagsleg áhrif. og það á ýms- um sviðum þjóðlífsins. Komist það álit á kreik og teljist rökstutt, að þar sé annaðhvort illa á mál- um haldið eða um óeðlilegan hagnað einstakra aðila að ræða, hlýtur slíkt að leiða til aukinna krafna verkamanna og sjómanna um liærra verð fyrir vinnu og hráefni. Slíkar stofnanir hljóta að verða gagnrýndar og eiga að vera háðar markvissri gagnrýni, en þegar svo er komið, að slíkur félags- skapur er orðinn nokkurn veginn einráður á sínu sviði, verður ákaflega erfitt fyrir aðra að henda reiður á því, hvað er að gerast, og gefst. fátt upp- lýsinga þar um, nema af munni þeirra, sem fyrir- tækinu stjórna. Aðili, sem gagnrýndur er, ver sig í lengstu lög. í þessu sambandi kemur sú vörn meðal annars fram í því, að haldið er fram, að fiskurinn sé seldur fyrir sérstaklega hagstætt verð og með lágum kostnaði miðað við allar aðstæður — ja, eiginlega hafi verið unnið hreinasta þrekvirki með því sem náðst hefir. Ég hefi meira að segja oftar en einu sinni heyrt það kallað algjört krafta- verk — og, að ég held, séð það á prenti! — Ekki skal ég neita því, að kraftaverk kunni að gerast, jafnvel á þessum síðustu og verstu tímum, en illa hcfir inér gengið að verða þeirra var á þessu sviði sem öðrum. Ef gagnrýni, sem beint er að þessum sölusamtök- um, ei ekki á rökum reist, er þá ekki sterkasta vopnið af þeirra hálfu að segja: Sýndu að þú getir FHJALS VEKZLUN 11

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.