Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1961, Blaðsíða 2

Frjáls verslun - 01.07.1961, Blaðsíða 2
Jóhannes Nordal: Þjóðhagslegt gildi íslenzka neyzluvöruiðnaðarins A fundi Hagfræðafélags íslands liinn 10. maí sl. llutti dr. Jóhannes Nordal bankastjóri erindi um þjóðhagslegt gildi ís- lenzka neyzluvöruiðnaðarins, sem byggt var á áliti nefndar, er fjallað luifði um málið. Um mál þetta hefur mikið verið rætt og ritað, en þetta er í fyrsta skipti sem víðtæk rannsókn fer fram á þvi. Niðurstöðurnar eru fróðlegar, enda hinar mikilvæg- ustu. Staða iðnaðarins skiptir miklu máli, þegar rætt verður um aðihl tslands að viðskiptasamtökum Evrópulandanna, en nð- staðu íslenzka iðnaðarins virðist belri en margir mnnn ætla að óathuguðu máli. Stjórn Hagfræðafélagsins licfur farið þess á leit við mig, að ég scgði hér í stuttu máli frá nefndar- áliti um rannsókn á þjóðhagslegu gildi neyzluvöru- iðnaðarins, scm birt var fyrir nokkru. Álit þetta var samið af nefnd, er iðnaðarmálaráðherra skipaði, en í henni áttu sæti auk mín Guðlaugur Þorvalds- son, Yngvi Olafsson, Pétur Sæmundsen og Gunnar Vagnsson. Ritari ncfndarinnar var Bergur Sigur- björnsson, og átti hann að sjálfsögðu drýgstan þátt í því verki, sem unnið var á vegum nefndarinnar. Aðalverk sitt vann nefndin frá miðju ári 1958 til haustsins 1960, og var starf nefndarinnar að ýmsu lcyti erfiðara vegna þeirra miklu breytinga, sem áttu sér stað í gengis- og skattamálum á því tíma- bili, sem hún starfaði. Verkefni nefndarinnar var í aðalatriðum þannig skilgreint, að hún ætti að at- liuga þjóðhagslcgt gildi neyzluvöruiðnaðarins til spamaðar á erlendum gjaldeyri og til verknýtingar. Var sérstaklega bent á, að hún kannaði, hver gjald- eyrissparnaður væri að því að framleiða neyzlu- vörur hér innanlands samanborið við að flytja þær inn, og enn frcmur að kanna, hvort ekki nýtt- ist í iðnaðinum vinnuafl, sem ella mundi koma að litlum notum. Hvernig á að meta gildi atvinnugreina? Það er í sjálfu sér athyglisvert, hvernig verk- efnið er skilgreint, því að það gefur luigmynd um þau sjónarmið, sem oftast liggja til grundvallar ákvörðunum stjórnmálamanna í efnahagsmálum. Það er ekki spurt um það, hver sé arðsemi eða af- koma iðnaðarins og ckki heldur, hverjum raunveru- legum arði hann skili þjóðarbúinu með tilliti til þeirra framleiðsluþátta, sem honum eru bundnir, heldur er aðaláhcrzlan lögð á gjaldeyrissparnaðinn og atvinnusjónarmiðið, en að sjálfsögðu er hvorugt þetta viðunandi mælikvarði á það, hvort fram- leiðslugrein er arðvænleg eða þjóðhagslega hag- kvæm. Hér hefur hins vcgar á undanförnum árum sótt í það horf, að almenningur hefur misst trúna á það, að arðsemi atvinnuvega væri nokkur rnæli- kvarði á gildi þeirra fyrir þjóðarbúskapinn. Fyrir- tæki, sem rckið var með bullandi tapi, gat engu að síður verið þjóðhagslega liagkvæmt vegna þess, að það útvegaði ákveðnum hóp manna atvinnu eða að það aflaði þjóðarbúinu gjaldeyris. Þessi afstaða stafar ekki eingöngu af jiví, að útvegun atvinnu og öflun gjaldeyris séu í sjálfu sér auðskildari hug- tök heldur en arðsemi, heldur ekki síður af hinu, að uppbótakerfið, niðurgreiðslurnar og verðbólgan höfðu fært allt verðmvndunarkerfið svo úr skorð- um, að hver maður hlaut að sjá, að afkoma fyrir- tækja og atvinnuvega var ekki nema að litlu Ieyti undir þeim sjálfum komin, heldur engu síður undir áhrifum ríkisvaldsins á verðmyndunina. Nefndin gerði sér jiegar í upphafi ljóst, að enginn einn einfaldur mælikvarði væri finnanlegur á ]>jóð- hagslegt gildi atvinnuvega við þær aðstæður, sem eru hér á landi, bæði mcð tilliti til verðmyndunar- kerfisins og jieirra upplýsinga, sem fáanlegar eru. Það var ekkert launungarmál, að nefndin var upp- haflega sett á laggirnar í því skyni að fá úr því skorið, hvort íslenzkur iðnaður ætti rétt á sér, en um slíkt höfðu verið hvað eftir annað hatrammar deilur í blöðum milli fulltrúa iðnaðarins annars vegar og fulltrúa sjávarút.vegsins hins vegar. Það var ekki aðeins, að nefndina skorti kjark til að ger- ast dómari í átökum svo harðsnúinna aðila, hcldur var hún eindregið á þeirri skoðun, að ekki yrði tölu- lega gert upp á milli heilla atvinnuvega. í stað þcss tók nefndin sér fyrir hendur að afla sem víðtæk- astra upplýsinga um iðnaðinn og samkeppnisaðstöðu lians í því skyni að skýra málið fvrir þeim, sem síðan mundu vilja leggja á jiað hlutlægan dóm. 2 FR.TALS VERZITJN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.