Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1961, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.07.1961, Blaðsíða 8
Sölufyrirkomulag hraðfrysfihúsanna Umrœður um möguleika á þátttöku kaupsýslumanna í útflutningnum A fumli Verzlunarráðs íslands, 29. apríl sl., fóru fram umræð- ur um hvernig bezt væri að haga útflutningi á freðfiski. Margt hefur vcrið rælt og ritað um þetta mál siðasta hálfan annan áratug, enda er |iað hið mikilvægasta. Frjáls Verzlun vill kynna sjónarmiðin viðvíkjandi þessu máli, eins og þau eru í dag, og fékk því leyfi til að birta framsöguræður þeirra, sem tóku þátt í umræðunum á fundi Verzlunarráðsins. F,n þeir voru: Elías Þorsteinsson, formaður S. H., dr. Jakob Sigurðsson, fislri- fræðingur, Guðmundur II. Garðarsson, viðskiptafræðingur og Sigurður Helgason, framkvæmdastjóri Verzlanasambandsins. Eru ræðurnar birtar í sömu röð og þær voru fluttar. Það fundarefni, sem okk- ur fjórmenningunum hefur verið falið að ræða um, er útflutningsverzlun og sölu- fyrirkomulag í samhandi við hana. Ef urn er að ræða sölu- fyrirkomulag á hraðfrystum fiskafurðum, sem ætlaðar eru til sölu á erlendum mörkuðum, þá er ég ekki í neinum vafa um, að hagkvæmasta fyrirkomulagið er að hafa slíkar söluframkvæmdir á sem fæstra höndum. Og fyrir smáþjóð, eins og okkar, tel ég afar þýðingarmikið, að ekki fleiri en tveir aðilar liafi aðstöðu til þess að hjóða og selja hraðfrystar vörur á heimsmörkuðum og að þeir liafi gott samstarf um tithoð og verð. Það er óbifanleg sannfæring mín, að þeir aðilar, sem fara út í að framleiða slíkar vörur, eigi að sain- einast öðrum hvorum hópnum eft.ir eigin vali, svo sem gerzt hefur hér á landi. Verulegur meirihluti framleiðenda frystra afurða hefur sameinazt; frjáls- um samtökum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og hinn hlutinn í Samhandi ísl. samvinnufélaga. Frá upphafi hafa aðeins tvær undantekningar átt sér stað frá þessari meginreglu. Onnur var sölu- starfsemi Fiskiðjuvers ríkisins, en það fyrirtæki var rekið fyrir reikning og á ábyrgð hins opinbera, hin var útflutningur Ingólfs Esphólín. Eg tel að hvorugt hafi fært neina gæfu, heldur öfugt. Ég mun hér á eftir í stuttu máli geta nokkurra atriða, sem ég tel renna stoðum undir hina ákveðnu stefnu mína í þessum málum. Að sjálfsögðu er hér aðeins um nokkur atriði af mörgum að ræða, því að það þyrfti meiri tíma en hér er til umráða til þess að gera máli þessu fullnægjandi skil. I. Hagkvæmt samstarf Með samstarfinu trvggjum við það að ekki sé bari/.t innan frá um beztu markaðina. Það cr mjög veigamikið atriði. Og einnig tryggjum við það, að einn eða annar geti ekki boðið okkar vörur á verði, sem er okkur óhagstætt, án okkar vitundar, eins og oft hefur viljað eiga sér stað, þegar fjöldinn hefur talið sig geta boðið og jafnvel selt, án þess þó að eiga vöruna. n. Betri markaðsnýting Sameiginlegt átak framleiðendanna með sölusain- tökum gerir það að verkum, að unnt er að nýt.a með mun betri árangri fleiri markaði en ella. Þessi samanlagða markaðsnýting gefur betri heildarnið- urstöður heldur en ef einn okkar fengi svokallaða toppsölu einstöku sinnum á takmörkuðu magni. Á grundvelli slíkrar sameiginlegrar starfsemi voru fulltrúar samtakanna, þ. e. a. s. framleiðendanna, sendir út á markaðina til að hcfja áður óþekkta starfsemi við erfið skilyrði. Síðan cru liðin um 20 ár. Á þeim tíma hefur geysileg þróun átt sér stað í sölu frystra matvæla og hefur starfsemi samtaka okkar tekið þátt í þeirri þróun og sannað ágæti sitt. Sýna útflutningsskýrslur augljósan árangur, svo og uppbygging hraðfrystiiðnaðarins á íslandi. Elias Þorsteinsson: 8 FR.TÁLS VERZI.UN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.