Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1961, Síða 31

Frjáls verslun - 01.07.1961, Síða 31
annað; það var svosem með á nótunum. Fritz- Patrick hafði komið á mig hælkrók, og cg, Bogesen, sómi Islands, sverð þess og skjöldur í Genf, lá hundflatur fyrir fótum hans. Ég var svo máttfarinn að ég treysti mér ekki til að fylgja mannhundinum til dyra. Ég benti Jó- hönnu að gera það fyrir niig, staulaðist að vín- borðinu og greip viskýflösku skjálfandi hendi. Ég sá eins og í þoku að Jóhanna hjálpaði svíninu í frakkann og kínverska stúlkan rétti kvikindinu rennuhattinn, og svo lciddu þær hann á milli sín út um dyrnar. Ég var á þriðja sjússinum þegar Jóhanna kom inn, gekk rakleitt að vínborðinu, blandaði sér fjór- faldan vodka og drakk í botn. „Hvað er að sjá til þín, Jóhanna?“ segi ég. „Óttalegt er að vita þetta,“ segir Jóhanna. „Já, fallegt er það ekki,“ segi ég. „Stakkels maðurinn," segir Jóhanna. „Þeir reka mig sjálfsagt frá kaupfélaginu,“ segi ég. „En ekki var þetta þér að kenna,“ segir Jóhanna. „Hverjum var það þá að kenna?“ segi ég. „Nú líklegast veslings kínversku stúlkunni ætla ég,“ segir Jóhanna, „ef það var þá ekki guðs vilji.“ Ég horfði á Jóhönnu og glasið sem hún var að enda við að renna úr og hugsaði að mikið væri á mann lagt: nú væri hún orðin vitlaus ofan á sól- stinginn. „Jóhanna mín,“ segi ég, „ég held þú ættir að fara fram í baðherbergi og leggja þig. Eða um hvað ertu að tala, skepnan þín?“ Og Jóhanna segir: „Nú, um hann Fritz-Patrick, heiðursgestinn, hvern annan, Bogesen? Aumingja kínverska stúlkan ráðlagði honum að taka lyftuna, og þeir eru að setja á hann plástrana núna niðri í kjallara.“ ÁFANGAR Guðmundur Eyjálhir Einars- son val’ hinn 1. nóvember sl. ráð- M inn aðalbókari Útvegsbanka ís- lands. Guðmundur er fæddur 2. ■ J&ah' janúar 1921 í Reykjavík. ITann byrjaði að vinna í Útvegsbank- an im lí).‘>.) og var l'yrst sendill i 2j/2 ár, en hefur síðan unnið í bókhaldsdeildinni. Guðmundur var í stjórn Starfsmannafélags Útvegsbankans í sjö ár og formaður þess 1949—’50, og hann var rit- ari Sambands íslenzkra bankamanna 1958—’59. Steján Sturla Stejánsson hefur nýlega verið ráðinn deildarstjóri hagfræðideildar Útvegsbanka ís- lands. — Stefán er fæddur 5. nóvember 1927 í Dalasýslu. — Ilann lauk stúdentsprófi frá M. K. 1949 og j)rófi í viðskijitafræð- um frá H. í. 1954, síðan stund- aði hann einn vetur nám við há- skólann í Madrid. Stefán hefur starfað við hag- fræðideild Útvegsbankans frá árinu 1955. ---------------------------------^ Orðsending til kaupenda Frjálsrar Verzlunar Þau leiðu mistök urðu við prent.un síðasta heftis, að á kápu var sett talan 3 í staðinn fyrir 2, en aftur á móti stóð þar réttilega marz-apríl 1961. A fyrstu síðu stóð svo 2. hefti 1961, eins og vera bar. Kaupendur tímaritsins eru beðnir velvirð- ingar á þessum mistökum, jafnframt því sem skýrt er, hvers vegna talan 3 er einnig á þessu hefti, sem undirbúið var í mai og júní. v ____________________________, FB.TÁLS VERZLUN 31

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.