Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1961, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.07.1961, Blaðsíða 24
í skýrslu til útvarpsstjóra frá yfirverkfræðingi útvarpsins frá í október 1957 segir m. a.: „Onnur hlið þessara mála er innflutningur við- tækja og viðgerðarefnis hjá Viðtækjaverzluninni. Öll slík innkauj) virðast vera af mesta handahófi og þess alls ekki gætt að hafa rétta varahluti á boðstólum, auk þess sem afgreiðsla hjá verzluninni er í mesta ólcstri. Þetta atriði stendur öllu við- haldi á tækjakosti landsmanna mjög fyrir þrifum, og nú í augnablikinu (okt. 1957) eru nær allar við- gerðir stöðvaðar fyrir efnisskort. Almennur gjald- eyrisskortur á þar nokkra og mikla sök, en val á. varahlutum og skökk innkaup valda þar þó mestu um. Það virðist því vera eðlilegt, að ef Alþingi og ríkisstjórn ætlast til þess að Ríkisútvarpið eigi að styðja að bættum útvarpsnotum í landinu með því að halda uppi og styrkja viðgerðarferðir, þá fái það íhlutun um innkaup og úthlutun söluum- boða Viðtækjaverzlunarinnar.“ 1 63. gr. reglugerðar um útvarpsrekstur ríkisins, sem fjallar um einkasölu á útvarpstækjum, segir: „Útvarpsstjóri heldur fundi eigi sjaldnar en einu sinni í mánuði hverjum, þar sem til eru kvaddir verkfræðingar útvarpsins, fram- kvæmdastjóri Viðtækjaverzlunarinnar og for- stöðumaður viðgerðarstofu og viðtækjasmiðju. Á fundum þessum skal ræða samstarf við- komandi stofnana og aðkallandi mál í rekstri þeirra til tryggingar hagfelldum útvarpsrekstri og útvarpsnotum í landinu. Fundargerðir skulu færðar í gerðabók út- varpsstjóra.“ Eftir því sem bezt verður vitað, hafa þessir fundir ekki verið haldnir mörg undanfarin ár og samstarf milli Ríkisútvarpsins og Viðtækjaverzlun- arinnar varðandi innkaup viðtækja og varahluta til þeirra er ekkert, enda þótt fyrirmæli séu þar að Iútandi í grein þeirri, sem tilgreind var hér að framan. Viðtækjaverzlunin er þannig einráð um inn- flutning og dreifingu viðtækja og varahluta til þeirra, og, eins og fram kemur af ummælum yfir- verkfræðings Ríkisútvarpsins í október 1957, hafa reynzt vera mikil vanhöld á innflutningi varahluta og viðtækja, sem einkanlega hefur valdið ýmsmn erfiðleikum í sambandi við viðhald á viðtækjum. Að áliti Ríkisútvarpsins hefur þannig verið orðið tímabært árið 1957, að ráðin yrði bót á því vand- ræðaástandi, sem þá ríkti í þessum efnum. Þess hefur þó ekki orðið vart, að neinar verulegar breyt- ingar til bóta á ríkjandi ástandi hafi síðan átt sér stað, þar sem stöðugur skortur er bæði á viðtækjum og varahlutum. 24 Sumarið 1959 mun Viðtækjaverzlunin hafa geng- ið frá kaupum á viðtækjum í Hollandi og Vestur- Þýzkalandi fyrir verulegar fjárhæðir. Ætlunin hef- ur verið, að tæki þessi yrðu tilbúin til sölu seinni hluta ársins eða fyrir jól eins og oft áður. Margt bendir til, að ekki hafi verið hirt um að tryggja gjaldeyrisheimiklir fyrir tæki þessi fyrir fram. úr því að þau lágu á hafnarbakkanum óafgreidd langt fram á næsta ár. En lítið sem ekkert var á boð- stólum af viðtækjum seinnihluta ársins, nema við- tæki frá Austur-Evrópu, en lítill áhugi mun vera á þeim meðal kaupenda. Þetta mun ekki vera einsdæmi, ]>ví á undanförn- um árum hafa stórar viðtækjasendingar frá Vestur- Evrópu legið mánuðum saman óafgreiddar í vöru- geymslum viðkomandi skipafélags, þar sem greiðsla ])eirra hefur sennilega ekki verið tryggð fyrir fram í banka. Þetta mun einkasalan væntanlega telja, að sé að gera stór og hagkvæm innkaup í þágu hagsmuna útvarpsnotenda. Það skiptir hana minnstu máli, þó að kaupendur þurfi að bíða 6 til 12 mánuöi eftir nýjustu gerðum af viðtækjum fyrra árs, og að nýjar gerðir viðtækja næsta árs á eftir séu komnar á markaðinn og fáanlegar með stuttum fyrirvara. Viðtækjaverzlunin hefur margoft sjálf sýnt og sannað, að hún er algerlega óhæf um að annast J)á þjónustu við útvarpsnotendur í Iandinu, sem gera verður kröfu til í þessari grein viðskipta. í fáum greinum viðskipta á heimsmarkaðnum er um að ræða meiri samkeppni en í viðtækjum, enda þar ekki um að ræða neinn almennan „standard“. Stöðugar framfarir í tækni og frágangi eiga sér stað á })essu sviði og sérhver viðtækjaframleiðandi býður upp á viðtæki með eiginleikum, sem aðrir framleiðendur ekki hafa upp á að bjóða. Af þessu leiðir, að notendur eiga og vilja sjálfir hafa úrslita- vald um val þeirra tækja, sem þeim henta bezt, þar sem um mikið úrval getur verið að ræða, jafnvel frá einum og sama framleiðanda. Einkasala á viðtækjum hér á landi mun vera algjört einsdæmi í hinum frjálsa heimi nú, ekki síð- ur en árið 1930, þegar til hennar var stofnað. Mjög má draga það í efa, að Viðtækjaverzlunin hafi orðið útvarpsnotendum í landinu til annars en ógagns, enda varla við því að búast, að einn maður eða nefnd manna með vafasaman smekk geti með góðu móti annazt val viðtækja fyrir heila ])jóð, þó fámenn sé. Hins vegar kann að vera, að stofnun Viðtækjaverzlunarinnar hafi eitthvað flýtt fyrir almennum útvarpsnotum í landinu, þar sem henni var gert kleift að selja viðtæki með hagkvæm- um lánskjörum a. m. k. fyrst í stað, en langt mun vera orðið síðan það var. Viðtækjaverzlunin hefur frá upphafi verið rekin rRJALK VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.