Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1961, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.07.1961, Blaðsíða 19
Svo er honum slengt á bryggj- una. Þar tekur annar snáði við aflanum. Meiri háttar fiskimenn- irnir skera á lifoddann. Einn dregur kola, kippir honum upp, stigur á hann, losar úr hon- um öngulinn og kastar honum aftur fyrir sig á bryggjuna. Það fer smátitringur um sporð og ugga kolans, svo opnar hann tvisvar tálknaopin og er doj. — Það er hordropi á nefbroddi aflamanns- ins, og hann snýtir sér á handar- bakinu eins og fullvaxinn sjóari væri. Sá, sem kunni að láta massa- dónana skammast sín, hafði nú dregið vænan kola og var að losa hann af önglinum, þegar eitthvað sprautaðist á hann. „Hann mígur á mig, helvítið!“ hvín í stráksa. Og mér verður hugsað: „Þá er nú líka kolanum bölvað.“ „Hvað gerið þið við aflann?" leyfi ég mér að inna fiskimennina eftir. Sá, sem á rauðskefta hnífinn, segist herða fiskinn. Hann er með tvíþumla sjóvett- ling á annarri hendi, á heima vest- ur í Ananaustum — og afi hans á hjall. Annar — í blárri peysu — svar- ar: „Mamma steikir ufsann.“ „Það þykir mér nú mánudags- matur,“ segir Flóki, sem er frekn- óttur og með dálítið skakkar frarn- tennur. „Steiktur ufsi, það er þá líka matur!“ Blápeysinn verður hálf-hvumsa við og ætlar eitthvað að bera í bætifláka fyrir matseld mömmu sinnar og segir: „Mér þykir koli og rauðspretta, Eist: Keisarasvanurinn snyrtir sig I miðju: Melaili hjó hornsílaútgerðinni Neðst: Stokköndin er iarin að para sig I-'RJÁLS VERZLUN 19

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.