Frjáls verslun - 01.07.1961, Blaðsíða 5
Hún sýnir með öðrum orðum verðhlutfallið milli
innlendrar framleiðslu og þeirrar erlendu vöru, sem
við er keppt. Eins og vænta mátti, var samkeppnis-
vísitalan fyrir neðan 100 fyrir flestar vörur jafnvel
áður en genginu var breytt. Er þetta áreiðanlega
að einhverju leyti afleiðing þess, að íslenzkir neyt-
endur kaupa oft að öðru jöfnu frekar erlendar vörur
en íslenzkar. Verða því íslenzku vörurnar að vera
ódýrari, ef þær eiga að halda veruleguin hluta
markaðsins.
Eftir gengisbreytinguna reiknaði nefndin út nýjar
samkeppnisvísitölur iðnaðarins á grundvelli hins
nýja gengis. Kom þar greinilega í ljós, að gengis-
breytingin bætti samkeppnisaðstöðu iðnaðarfyrir-
tækja mjög verulega. Lækkaði samkeppnisvísitalan
á flestum vörum um 10—20%, eftir því hve mikill
þáttur erlendi kostnaðurinn var í verði vörunnar.
Má t. d. nefna, að samkeppnisaðstaða áburðar
batnaði um 17%, bátasmíða um 18%, eldavéla um
14%, fiskumbúða 20%, botnvörpugarns 9% og
vinnufata 10%. A móti þessu hefur að nokkru kom-
ið frjálsari innflutningur á erlendum iðnaðarvörum.
Samt held ég, að reynslan sýni það ótvírætt, að
samkeppnisaðstaða iðnaðarins hcfur batnað við
gengisbreytinguna og sá samdráttur, sem orðið hafði
í eftirspurn eftir neyzluvörum, hefur komið meira
niður á innfluttum vörum en íslenzkum.
Áhrif tollverndarinnar
Þær samkeppnisvísitölur, sem ég nú hef rætt um,
eru allar miðaðar við markaðsverð, eins og það er
bæði á innlendum vörum og innfluttum, það er að
segja inn í verðið eru komnir bæði tollar og önnur
aðflutningsgjöld. Nú er hins vegar hægt á grund-
velli þeirra skýrslna, sem nefndin hafði yfir að
ráða, að reikna út samkeppnisvísitölu fyrir söinu
vörutegundir út frá þeirri forsendu, að öll aðflutn-
ingsgjöhl og aðrir óbeinir skattar væru felldir nið-
ur. Þctta þýðir með öðrum orðum, að öll tollvernd
hyrfi úr sögunni, svo og óbeinir skattar, sem kæmu
misjafnlega niður á vörutegundir. Það myndi að
sjálfsögðu ekki breyta niðurstöðunni, þót.t haldið
væri almennum söluskatti, er eingöngu lcgðist á
við síðasta stig framleiðslukeðjunnar, eins og smá-
söluskatturinn gerir nú. Niðnrfelling tollverndar-
innar hefur að sjálfsögðu mjög mismunandi áhrif
á einstakar vörutegundir, vegna ]>ess hvc misháir
tollarnir eru. en að því mun ég víkja nánar síðar.
Nokkrar mikilvægar iðnaðarvörur njóta engrar
verndar, þannig að samkeppnisvísitala þeirra
breytist ekki þrátt fyrir niðurfellingu aðflutnings-
gjalda. Má var t. d. nefna áburð, sem hclzt óbreytt-
ur í 92, bátasmíði í 93, fiskumbúðir í 63, botn-
vörpugarn í 88, og er þá alls staðar reiknað með
nýja genginu. Á hinn bóginn eru svo þær greinar,
„Það má þó alltaf segja honum það til hróss, að hann er
ekki mikið úti á kvöldin."
sem nú njóta verulegrar verndar, en hjá suinum
mundu eiga sér stað allverulegar hækkanir á sam-
keppnisvísitölunni eða með öðrum orðum rýrnandi
samkeppnisaðstaða. Þannig mundi samkeppnisvísi-
tala fyrir stangasápu hækka úr 70 í 122, fyrir sjó-
klæði úr 79 í 118, fyrir herraskyrtur úr 70 í 105,
smjörlíki úr 77 í 104, hverfiglugga úr 64 í 102, en
eins og þessar tölur bera með sér mundi samkeppnis-
vísitala allra þessara vörutegunda fara yfir 100,
það er að segja þær mundu að öðru óbreyttu verða
dýrari en sambærilegar erlendar vörur. Samkeppnis-
vísitala fyrir eftirtaldar vörur mundi einnig hækka
vcrulega án þess þó að fara yfir 100: lakkmálning
úr 71 í 90, eldavélar úr 62 í 93, netaslöngur úr 86
í 90, þvottaefni úr 41 í 77, leðurskór úr 61 í 95 og
vinuuföt úr 38 í 64.
Nú er að sjálfsögðu ekki hægt að draga þá álykt-
un, að samkeppnisaðstaða þessara greina hljóti að
breytast í réttu hlutfalli við þessa samkeppnisvísi-
tölu, ef tollvernd væri afnumin. Fer það að sjálf-
sögðu mjög eftir því í fyrsta lagi, hve hagkvæm
framleiðslan er þegar orðin, og hvort hægt er að
lækka verðið fram yfir það, sem þegar er orðið. í'g
hef enga trú á því, að verðlagseftirlit sé til lengdar
„effcktíft“ í því að ákvarða verðlag almennra iðnað-
arvara út frá kostnaðarsjónarmiðuin eingöngu. Verð-
hlutfall milli innlendra og erlendra vara á markaðn-
um hlýtur til lengdar að ákvarðast eftir því annars
vegar, livaða mat neytandinn leggur á lilutfallsgæði
innlendra og erlendra vara, cn hins vegar af því, hve
mikilli hlutdeild í markaðnum innlendu fyrirtækin
reyna að ná. Afnám tolla mundi að sjálfsögðu
breyta verulega stefnu íslenzkra iðnfyrirtækja. Þau
mundu einskorða framleiðslu sína meira við þær
framleiðsluvörur, sem hagkvæmastar eru og hætta
að framleiða aðrar, .sem eingöngu hafa byggzt á
verndaraðstöðu.
Um þetta er að sjálfsögðu ekki auðvelt að spá al-
mennt, þar sem möguleikar mismunandi fyrirtækja
FRJÁLS VKIIZLUN
.7