Frjáls verslun - 01.07.1961, Blaðsíða 29
Kínverska stúlkan hlustaði á mig með athygli, og
þegar ég kom að þverhausnum, þá hristi hún höf-
uðið og sagði að þetta væri eftir Fritz-Patrick, því
djöfuls þrælbeini.
Ég herti róðurinn þegar ég heyrði viðbrögð
hennar og byrjaði að ljúga hana fulla að diplómat-
iskum sið. Ég sagði að Fritz-Patrick hefði líka
kallað Maó þverhaus, en nöfnin sem hann hefði
valið henni persónulega ætlaði ég ekki að hafa eftir.
Loks bauðst ég til að halda tuttugu þúsund gull-
franka kokteilveizlu til heiðurs Kína, en þá var
stúlkan orðin svo reið við Fritz-Patrick að hún
sagði að þess gerðist ekki þörf, ég gæti haldið tíu
til tólf þúsund franka kokteilveizlu einhvern dag-
inn fyrir siðasakir.
Eins og að líkum lætur var ég í góðu skapi
þegar ég kom heim á hótel og setti Jóhönnu í bað
og byrjaði aftur að lesa Lúðvík. Ég gat varla
sofnað fyrir tilhlökkun. Ég ætlaði að biðja um orð-
ið strax og ég kæmi á fætur og segja herra Fritz-
Patrick fáein orð í fullri meiningu. Mig dreymdi
hann um nóttina: ég þóttist sjá hann með aðmíráls-
hatt uppi í appelsínutré með gríðarstóran kíki. Ég
réð drauminn þannig að Fritz-Patrik væri njósnari.
Þetta hefði verið í stakasta lagi ef mig hefði ekki
dreymt kínversku stúlkuna líka. Ég á það til að
tala upp úr svefni. Þegar ég vaknaði um morg-
uninn, var Jóhanna horfin með kofortið, og undir
koddanum mínum var bréf frá henni þar sem hún
sagði að þó hún gæti fyrirgefið mér margt, þá gæti
hún ckki fyrirgefið mér framhjáhald og nú væri
hún farin heim, þökk fyrir.
Nú voru góð ráð dýr eins og fyrri daginn. Ann-
arsvegar var heiður íslands, sem sannarlega má
ekki við miklu hnjaski, og hinsvegar Jóhanna, sem
þolað hefur með mér blítt og strítt þó hún sé mesti
gallagripur. Því lengur sem ég Imgsaði málið því
meira vorkenndi ég konugarminum, og þegar ég
uppgötvaði að veskið mitt var horfið, þá fél! mér
allur ketill í eld. Ég sá Jóhönnu í anda rambandi
um Evrópu með vasana fulla af gullfrönkum, og
ég sá að ég gat ekki verið þekktur fyrir að fara
svona með hana.
Ég hringdi á kínversku stúlkuna og sagði að ég
yrði því miður að hætta við bandalagið: konan
mín hefði fengið þá flugu í höfuðið að ég væri
bandóður kvennabósi, og ef það fréttist heim til
íslands, þá yrðu kjaftakellingarnar fyrir norðan
spólvitlausar.
Ég heyrði að kínversku stúlkunni brá óþyrmi-
lega við þessi tíðindi, því að það eins og korraði í
símatólinu.
Loks segir hún: „Með leyfi að spyrja, hvaða við-
hald áttu hérna í Genf að dómi konunnar þinnar?“
„Þig,“ segi ég.
„Hvernig stendur á því?“ segir hún.
„Það stendur þannig á því,“ segi ég, „að mig
dreymdi þig í nótt, þegar mig var búið að dreyma
hann Fritz-Patrick með aðmírálshatt uppi i appel-
sínutré. Heldurðu hann sé ekki njósnari ofan á allt
annað!“
„Jæja,“ segir hún, „ég get náttúrlega ekki borið
ábyrgð á því hvað þig dreymir, en þar sem ég hef
orðið til þess óviljandi að spilla hinum ævafornu
menningartengslum íslands og Ráðstjórnar-Kína,
þá rennur mér blóðið til skyldunnar sem fulltrúi
Ráðstjórnar-Kína á ráðstefnunni og ég verð að
finna konuna þína og segja henni að hún hafi haft
þig fyrir rangri sök.“
Þetta var fallega boðið af kínversku stúlkunni,
og ég vissi naumast hvað ég átti að segja.
„Ég veit naumast hvað ég á að segja,“ segi ég.
„Nefndu það ekki,“ segir hún.
„Meðal annarra orða,“ segi ég: „hún er með veski
á sér sem ég ætla að biðja þig að hyggja að.“
„Ég skal gera það,“ segir hún.
„Verst ég skuli ekki geta klekkt á helvítinu hon-
um Fritz-Patrick,“ segi ég, „af því nú þykist ég
vita að Jóhanna hcimti að fara heim með fyrstu
ferð til vonar og vara.“
„Af hverju heldurðu honum ekki kokteilveizlu?“
segir kínverska stúlkan.
„Kokteilveizlu,“ segi ég undrandi. „Hvað ertu
að fara, manneskja?“
„Ef þú heldur kokteilveizlu fyrir hann,“ segir
hún, „þá verður hann samkvæmt diplómatiskri
venju að halda kokteilveizlu fyrir þig líka, og svo
laumastu úr bænum áður en honum gefst ráðrúm
til að halda veizluna og allir halda að hann hafi
ekki tímt því og hann verður hvers manns óþverri
og persóna non grata af fyrstu gráðu.“
Þó að líf diplómatsins sé erilsamt og risnan hans
smá, þá er það spennandi. Því veldur þessi djöful-
lega kænska sem alls staðar verður á vegi manns.
Það er óbeysinn sendiráðunautur sem ekki gengur
með einhvers konar rýting í erminni, og það er
1 ítilfjörlegur sendiherra sem ekki gengur með ein-
hvers konar morð á samvizkunni. Menn skulu
ekki halda að það sé eintóm tilviljun hve margir
diplómatar hrökkva upp af úr matareitrun.
FR.TÁL3 VERZLUN
39