Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1961, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.07.1961, Blaðsíða 13
1. Innlendir markaðir Verzlunarráð íslands hefur fundið hjá sér sér- staka hvöt til að fjalla um útflutning frystra af- urða, með tilliti til möguleika kaupsýslumanna á þátttöku í slíkum útflutningi. Það er eðlilegt, að Verzlunarráðið vilji ræða þetta mál, þar sem með því væri ef til vill unnt að upplýsa Verzlunarráðs- meðlimi um atriði, sem þeim væru kannske ekki ljós, ef ekki væri reynt að skýra þau. I þessu sam- bandi er þess vegna ekki úr vegi að vekja athygli á ákveðinni þróun, þ. e. a. s. samtakaþróun á hin- um innlenda markaði. Samtök útflytjenda eru stofn- uð í þeim tilgangi að tryggja framleiðendunum sem hæst verð fyrir vörur þeirra á erlendum mörkuðum, eins og skýrt hefur verið frá hér að framan. Ber að telja, að það sjónarmið sé heilbrigt. Hinsvegar hafa á undanförnum áratugum verið að myndast samtök, bæði leynt og ljóst, sem liafa sýnt ákveðna tilhneig- ingu til að vilja einoka hinn innlcnda markað, ann- aðhvort í skjóli góðra, erlendra sambanda ríkisins, eða annarra þátta, sem hér skulu eigi raktir. Samtök þessi hafa beinzt að því að reyna að ná ákveðinni einokunaraðstöðu við sölu eða framleiðslu vissra afurða, og í sumum tilfellum hefur þeim tekizt að ná svo til algjörri einokunaraðstöðu, þannig að vonlaust er að reyna að flytja inn vörur í samkeppni við þessa aðila. Þessi samtök eru gerð í þeim ein- um tilgangi að ná sem mestum ágóða í skjóli sam- takanna við sölu á vörurn á innlendum markaði. Brýtur það í bága við meginhugsjón Verzlunarráðs Islands, sem er frjáls verzlun. 2. Erlendir markaðir Elías Þorsteinsson rakti hér nokkuð áðan ástæðu þess, að eigendur hraðfrystihúsa á Islandi telja sér hagkvæmt að hafa með sér sín eigin sölusamtök. Samkvæmt annarri grein laga Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, er tilgangur félagsins að selja sjávar- afurðir, sem ætlaðar eru til sölu á erlendum markaði og framleiddir eru í hraðfrystihúsum félagsmanna. annast innkaup nauðsynja fyrir rekstur hraðfrysti- húsanna, leita eftir nýjum mörkuðum fyrir afurðir húsanna og gera tilraunir með nýja framleiðslu og framleiðsluafurðir í hraðfrystihúsum. í anda þess- arar lagagreinar hafa eigendur húsanna reynt að starfrækja Sölumiðstöðina. Þegar þeir stofnuðu sam- tök sín, var lítill áhugi meðal kaupsýslumanna á því að selja hraðfrystar afurðir, enda mjög erfitt um vik að selja þær á þeim tírna. í samræmi við þróun í neyzlu og sölu frystra matvæla hefur Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna færzt æ meira í fang með aukinni sölu og átt drjúgan þátt í því að móta neyzluvenjur á hraðfrystum fiski á erlendum mörkuðum. Var það einkurn á upphafsárum fyrir- tækisins, en nú er svo komið, að mikill fjöldi cr- lendra fyrirtækja í stórurn samsteypum í hinum ýmsu löndum hefur hafið framleislu og sölu á hrað- frystum fiski í mjög stórum stíl. Sern dærni um þróunina má geta þess, að árið 1950 var framleiðsla frystihúsa S. H. tæplega 17 þúsund tonn, en árið 1959 um 84 þúsund tonn. Mikil útþensla hefur verið í þessari atvinnugrein og salan aukizt að sarna skapi. Uppbyggingin hefur verið hröð í henni, svipað og átt hefur sér stað í öðrum löndum, en þó er þess að gæta, að íslenzkir fram- leiðendur hafa staðið mun lakar að vígi í sambandi við uppbygginguna erlendis heldur en keppinaut- arnir, þar sem Island er fjármagnsfátækt land, en önnur lönd; eins og t. d. Bretland og Noregur, hafa mikið fjármagn, sem þau geta látið sínum fram- leiðendum í té. Þrátt fyrir það hefur sú uppbygging átt sér stað í íslenzkum hraðfrystiiðnaði, sem á sér fá fordæmi í atvinnusögu þjóðarinnar. 3. „Export kartelar" Þá kem ég að því atriði, sem snýr að því, hvort það samtakafyrirkomulag, sem S. H. hefur valið sér, sé einstakt afbrigði, óheilbrigt og hættulegt fyrir íslenzkt atvinnulíf. Því fer víðs fjarri, að Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna sem útflutningssamtök sé eitthvert einstakt fyrirbrigði, og því fer einnig víðs fjarri, að slíkt fyrirkomulag þyki óheilbrigt eða óæskilegt. í sam- bandi við útflutning annarra þjóða. Erlendis þykja slík samtök sem Sölumiðstöðin bráðnauðsynleg í sambandi við sölu og góðan árangur í útflutningi. Þau eru látin njóta sérstakra fríðinda eða viður- kenningar fyrir starf sitt. Er það mismunandi eftir löndum. í hinum háþróuðu kapitalísku löndum, eins og Ameríku, Englandi, Þýzkalandi og víðar, hefur þótt nauðsynlegt að setja svonefnda einokunar- eða hringa-löggjöf, vegna samkeppninnar á hinum inn- lenda markaði. Vegna þess að slík löggjöf rniðar að því að vernda hinn innlenda neytanda, kom upp það vandamál hjá þessum þjóðum, að einokunar- löggjöf gat haft óheppileg og jafnvel neikvæð áhrif á þá viðleitni viðkomandi landa að auka éitflutn- inginn sem mest, þar sem hagsmunir þjóðarinn- FRJALS VERZLUN 13

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.