Frjáls verslun - 01.07.1961, Blaðsíða 9
cn ég leyfi mér að efast um, að jafngóður árangur
hefði náðst án þessara samtaka.
III. Allir sitja við sama borð
Vegna þessarar sameiningar þarf enginn að ótt-
ast, að hann nái ekki svipuðum árangri og næsti
framleiðandi, þar sem samtökin hafa það að mark-
miði, að allir sitji við sama borð, án tillits til þess,
á hvaða markaði hans vara hefur verið seld. Hins
vegar eru gerðar fullar kröfur til hvers framleið-
anda, að hann skili gæðavöru, og ef framleiðandi
vanrækir að framleiða góða vöru, verður hann sjálf-
ur að gjalda þess.
IV. Samstilling framleiðslunnar og markaðanna
Samstilling framleiðslunnar við þarfir markað-
anna er mjög veigamikið atriði í sambandi við
sölu íslenzkra sjávarafurða, með sérstöku lilliti til
þýðingarmikilla þátta framleiðslunnar, eins og hrá-
efnisins, vinnuaflsins og hagnýtingar atvinnutækj-
anna.
Með tilliti til þessara þátta, og sérstaklega hráefn-
isins, er nauðsynlegt að gera heildarframleiðsluáætl-
un um framleiðslumagn og söluáætlun með ákveðnu
verðlagi á sérhverri pakkningu, en þær eru ótal-
margar. vegna hinna mörgu og breytilegu mark-
aða, sem nauðsynlegt er að nýta, enda þótt þeir
séu mismunandi hagkvæmir. Otrúlega mikið skipu-
lagsstarf er að baki því að tengja hagkvæma
notkun hráefnisins í framleiðslunni við einstaka
markaði. Enginn einstakur sölumaður eða fram-
leiðandi mundi geta haft þá heildaryfirsýn, sem
þarf, til þess að full hagnýting geti átt sér. stað.
Þetta er staðreynd, sem eklci vcrður umflúin.
V. Minni óhætta
Augljóst er, að fyrir framleiðendur í atvinnugrein,
þar sem jafnmikið fjármagn er bundið í hráefni og
atvinnutækjum, hlýtur það að vera mikið atriði að
útiloka eða draga sem mest úr þcirri áhættu, sem
er samfara sölu afurðanna. Það cr skoðun okkar
og reynsla ? Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, að þeg-
ar sala á slíkum vörum sem hraðfryst matvæli
eru, fer fram fyrir milligöngu samtaka okkar, þá
tryggjum við betri og jafnari gjaldeyrisöflun og
jafnframt öruggara verð heldur en ef einstaklingar
scldu vöruna. Af því leiðir að sjálfsögðu, að ár-
angur sölustarfs okkar verður betri, og við það
verður meiri erlendur gjaldeyrir til ráðstöfunar fyrir
innflutningsverzlunina og þjóðina í heild, þegar til
lengdar lætur. — Þessi samstaða framleiðenda um
söluna bægir einnig frá hinni miklu hættu, sein gæti
stafað af undirboðum ef margir aðilar fengjust við
söluna.
VI. Öryggi íyrir kaupendur
Meginþorri félagsmanna Verzlunarráðs íslands,
sem kaupa vörur erlendis frá cða lijá innlendum
framleiðendum og selja þær áfrarn á hinum inn-
lenda markaði, vilja hafa ákveðna tryggingu frá
þeim framieiðendum, sem þeir kaupa af, fyrir því
að viðkomandi framleiðandi bjóði ekki öðrum inn-
flytjanda eða innflvtjendum sömu vöru fyrir lægra
verð.
Veigamikið ati-iði í sölu, þar sem um er að ræða
mikið sölumagn, er að tryggja kaupendur fyrir
ákveðnum áhættum, sem alltaf geta verið fyrir
hendi. Það tel ég því aðeins hægt, að seljandinn
geti örugglega sannfært kaupandann um, að ekki sé
hætta á að fleiri geti boðið sömu vöru til hans eða
annarra sem verzla með sönru vörutegund, en með
því öryggi skapast meiri líkur fyrir, að unnt sé að ná
hærra verði en ella. Við skulum gera okkur grein
fyrir, að hinn erlendi kaupandi myndi hiklaust
bíða, ef hann ætti von á því að fleiri en einn eða
fleiri cn tveir seljendur gætu boðið honum sömu
vöruna. Hann mundi einnig kaupa minna magn í
hvert skipti og án nokkurs vafa mundi honum og
öðrum erlendum kaupendum takast að ná vcrðinu
lengra niður, eins og dærnin hafa sannið í sambandi
við sölu ýmissa annarra íslenzkra sjávarafurða.
Óréttmætur samtakamáttur?
Oft og víða verða forustu- og félagsmenn sam-
takanna varir við, að sagt er, að þessi samheldni,
sem felst í því, að við viljum hafa sölumál okkar í
eigin höndum, sé hættuleg fyrir þjóðfélagsheildina.
Telja hinir sömu, að hér sé einhvers konar ein-
okunarhringur á ferðinni, er beri að hafa gætur á.
í stuttu máli er því til að svara að reynsla þess-
ara ára hefur sannað réttmæti söluaðferðar okkar,
íslenzkum fiskiðnaði og sjávarútvegi til ómetan-
legs gagns og þjóðinni til heilla. Til frekari áherzlu
má benda á þá staðreynd, að þessi framleiðslugrein
myndar stærsta hluta útflutningsins jafnframt því,
sem hún veitir mesta atvinnu, sérstaklega utan
Heykjavíkur.
Sjálfsagt má finna ýmsa vankanta í íslenzkum
fiskiðnaði, en þeir hvcrfa í skuggann fyrir kostiim
hans.
FBJÁLS VERZnUN
f)