Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1961, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.07.1961, Blaðsíða 17
izt var í stofnun sölumiðstöðvar, og er hún vissu- lega athyglisverð. Það er vissulega rétt, að mikil mistök áttu sér stað áður en núverandi sölufyrir- komulag var tekið upp, og þurfti að gera átak til úrbóta. En það ber þó að hafa í huga, að tímarnir voru þá mjög „krítiskir“ í heimsmálunum, og koma þurfti þá á mjög ströngu eftirliti með því, að ekki ættu sér stað undirboð milli einstakra útflytjenda. í lögum Sölumiðstöðvarinnar er tekið fram í 7. gr., að félagsmönnum beri að afhenda félaginu alla framleiðslu frystihúsanna og sé eigi heimilt að selja sjálfir tða fela öðrum sölu framleiðslu sinnar, og í 16. gr. eru viðurlög við þessu broti, en þau geta verið háar sektir eða jafnvel brottrekstur úr félag- inu og missir mikilvægra réttinda. Eru þessi laga- ákvæði mjög ströng. Það kemur því skýrt fram í lögum, að Sölumiðstöðin annast alla sölu erlendis fyrir félagsmenn sína. í framkvæmd hefur salan á frosnum fiski verið eingöngu gerð af Sölumiðstöðinni sjálfri, og mun vart finnast dæmi þess, að tilboðum frá innlendum aðilum hafi verið tekið. Hér tel ég, enda þótt Sölumiðstöðin sé eflaust mjög vel rekið fyrirtæki í dag, að í framtíðinni sé framleiðendum mikil hætta búin, vegna bess, að slík uppbygging er algjörlega háð stjórn félagsins á hverjum tíma. Sérhverju fyrirtæki er nauðsynlegt að hafa aðhald og samkeppni, og ég tel, að slík samtök sem Sölumiðstöðin eigi að notfæra sér getu og hæfileika innlendra kaupsýslumanna. Það er vissulega nauðsynlegt fyrir Sölumiðstöðina að ráða yfir ákveðnu magni framleiðslunnar. Hún á við harða samkeppni að etja í löndum eins og Ameríku, Englandi, Hollandi, og á þessum stöðum hefir hún komið sér upp verksmiðjum til þess að vinna fisk- inn á lokastig fyrir neytandann. Þessi starfsemi er vissulega lofsverð, en þó verður hér einnig að gæta varkárni. Það getur verið, að slíkt sölufyrirkomu- lag bregðist, í samkeppninni, og er þá varhugavert að liafa ekki samhliða aðra möguleika. í Aineríku eru fjölmargir aðilar, er annast kaiip á freðfiski, og tel ég það nauðsynlegt að hafa við- skiptasambönd við fleiri en einn aðila. Slík hliðstæð dæmi eru hjá öðrum löndum þar sem innkaupin á freðna fiskinum eru í höndum margra aðila. Hér tel ég, að Sölumiðstöðin eigi ár hvert, að selja vissan hluta af heildarframleiðslu sinni eftir tilboðum frá innlendum aðilum. Með því hagnýtir hún sér hæfileika og getu margra manna og forðar félaginu frá stöðnun. Slík ráðstöfun myndi einnig sérstaklega vera heppileg til þess að örva sölu til nýrra markaða. í dag seljum við lítinn sem engan freðfisk til Sviss og Austurríkis. Þar er þó góður markaður fyrir okkar fisk, og hafa Danir og Norð- menn selt freðfisk þar fyrir mjög hagstætt verð. Iíér er tilvalið verkefni fyrir athafnasama menn og ætti Sölumiðstöðin að stuðla að slíkri starfsemi. Norðinenn senda árlega út unga menn til þess að athuga um markaði í vanþróuðum löndum eins og Afríku og S.-Ameríku, og ef þessir menn ná góðum samböndum, uppskera þeir ávöxt sinnar vinnu og starfa í samráði við samtök framleiðenda. A þenn- an hátt geta útflytjendur hagnýtt sér kosti frjálsra viðskipta. Það hefur komið fram í blaðaskrifum, að Sölumiðstöðin hefur gert sölusamning í Þýzka- landi fyrir freðsíld, í Svíþjóð fyrir dýrafóður og í Englandi fyrir frystan kola. í þessum tilfellum hef- ur framleiðendum verið algjörlega meinað að selja umræddar vörur, ncma í gegnum Sölumiðstöðina. Það hefur komið fyrir á sl. ári, að síldin, er átti að senda út, var dæmd ónotæf, en síðan fengu einstakir aðilar leyfi til útflutnings sjálfir, og þá gátu þeir selt urnrædda vöru á mjög hagstæðu verði. Svipað dæmi hefur átt sér stað með sölu á frystum kola. I þessum tilfellum hefur það munað framleiðend- urna mjög miklu að geta haft sjálfir hönd í bagga um söluna. Þessi dærna sýna, hversu nauðsynlegt það er að hafa samband við fleiri en einn aðila i þeim löndum, þar sem innflutningurinn er frjáls. Ég er nýkominn úr ferðalagi um Evrópu, en þar kom ég á fjölmargar kaupstefnur, en stærstar voru þær í Leipzig og Frankfurt. Það var leiðinlegt til þess að vita, að nær sérhvcr menningarþjóð var með sýningu á þessum stöðum, nema við. Færey- ingarnir voru með snotra sýningu í Leipzig, þar sem þeir buðu m. a. „færeyska Íslandssíld'1, eins og þeir kölluðu hana. Einnig sáum við sýnd teppi, sem voru sögð úr íslenzkri ull, en að þessu tvennu frátöldu sáum við ekkert, sem minnti á okkar land Hér liurfum við að geva gagngera breytingu, og þurfa samtök eins og Sölumiðstöðin að vinna að aukinni auglýsingu á framleiðslu okkar. Að síðust.u vildi ég leggja áherzlu á, að sala á freðfiski okkar til ;,bundinna“ landa, þar sem einn aðili annast innkaup á að vera í höndum þessara samtaka, en sölu til „frjálsra“ landa eiga þessi samtök að gefa frjáls að hluta. Með því tryggja þau sig gegn því að staðna og rækja sína þjónustu betur við frnnileið- endurna og þjóðina í kejld, FRJALS VERZLUN 17

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.