Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1961, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.07.1961, Blaðsíða 7
á það, að ýmsar iðnaðargreinar hér á landi og sum- ar þær efnilegustu hafa engrar tollverndar notið. Á tímum rangrar gengisskráningar hafa þessar fram- leiðslugreinar að ýmsu leyti átt við erfiðari aðstöðu að búa en nokkur önnur framleiðslugrein í þjóð- félaginu og er sjávarútvegurinn þá ekki undanskil- inn. 1 þennan flokk koma t. d. bátasmíðar, veiðar- færaiðnaður og umbúðaframleiðsla. Meginhluti iðnaðarins stendur traustum fótum Ég ætla nú að láta hér staðar numið við að rekja efni þessa nefndarálits, og þótt hér hafi verið stiklað á stóru, vona ég, að mér hafi tekizt. að gefa nokkra hugmynd um aðíilstefnuna í athugunum nefndarinnar. Mig langar svo að lokum að drepa á nokkrar höfuðniðurstöður, sem mér finnst þessi athugun hafa leitt til. Verður þá fyrst fyrir sú neikvæða niðurstaða, að það er fásinna að ætla sér að ræða um íslenzkan iðnað sem eina samstæða heild. í raun og veru er hér um að ræða fjölda margar framleiðslugreinar, sem eiga lítið sameigin- legt nema nafnið og búa við mjög ólík skilyrði á flestan hátt. Sumar þessara greina njóta mjög sterkrar aðstöðu á íslenzkum markaði, jafnvel þótt. allir verndartollar falli niður, aðrar standa höllum fæti þrátt fyrir mikla vernd. Innan íslenzks iðnaðar er að finna nokkur bezt reknu og afkastamestu fyrirtæki þjóðarinnar og einnig alls konar holu- rekstur, sem vel á skilið nafnið gerviiðnaður. Fyrsta skilyrðið fyrir því, að skynsamlegar umræður verði upp teknar um framtíð iðnaðarins á íslandi, er, að menn skilji þessa fjölbreytni hans og læri að skyggn- ast undir yfirborðið og líta á afköst og rekstur einstakra greina og jafnvel einstakra fyrirtækja. I öðru lagi tel ég, að athuganir nefndarinnar hafi sýnt fram á það, að samkeppnisaðstaða mikils hluta íslenzks iðnaðar er miklu sterkari en almennt virð- ist hafa verið álitið. Meginhluti iðnaðarins stendur föstum og traustum fótum, og þær greinar, sem hafa tiltölulega stærstan innlendan markað, t. d. veiðarfæraiðnaðurinn, liafa sýnt, að þær geta vaxið upp og dafnað í samkeppni við erlenda framleiðslu án nokkurrar verndar. Einnig er rétt að benda á það, þótt ég geti ekki farið frekar út í það í þessu erindi, að á móti verndinni, sem iðnaðurinn hefur notið af tollum og höftum, hefur hann að ýmsii leyti notið erfiðari aðstöðu af hálfu ríkisvaldsins en t. d. landbúnaður og sjávarútvegur. Má þar t. d. nefna misrétti í sambandi við fjárfestingar- levfa- og innflutningsleyfaveitingar, á meðan það skipti verulegu máli, og erfiðari aðstöðu varðandi öflun lánsfjár, sérstaklega til langs tíma. Það má segja, að þetta liafi ekki verið óeðlilegt, þegar um var að ræða iðnað, sem naut miög mikillar verndar, en svi tilhneiging hefur alltaf verið ríkjandi að setja allan iðnað undir einn hatt, þannig að hagkvæmu fyrirtækin, sem engrar verndar nutu, hafa að nokkru goldið þess óorðs, sem lélegri framleiðslugreinar höfðu komið á iðnaðinn í augum margra. Af þessu hefur svo leitt, að sá iðnaður, sem oft hefur átt bezt vaxtarskilyrði hér á landi, hefur lítillar upp- örvunar notið, og er glöggt dæmi um það aðstaða skipasmíðanna, sem hafa orðið að keppa við toll- frjálsan innflutning fiskiskipa, sem þar að auki voru lengi óeðlilega ódýr vegna rangrar gengisskráningar. Með þessu kem ég loks að síðasta atriðinu, sem ég vil drepa á hér í kvöld, en það er skorturinn á nokkurri heildarstefnu í iðnaðarmálum. Engin til- raun hefur verið gerð hingað til til að marka slíka stefnu og gera sér grein fyrir því, í hvaða farveg menn vilja fella iðnþróunina hér á landi. Sú vernd, sem íslenzkur iðnaður hefur notið hingað til, hefur ekki nema að mjög litlu leyti verið afleiðing vís- vitandi ákvörðunar ríkisvaldsins um að byggja skuli upp innlendan iðnað, t. d. í því skyni að gera þjóðina óháðari utanríkisviðskiptum. Jafnframt hefur þess ekki verið gætt, að ýmsar ráðstafanir hafa orðið til þess að gera aðstöðu þeirra fyrirtækja, sem bezta aðstöðu áttu skilið, sem erfiðasta. Þetta livort tveggja hefði mátt varast, ef betur hefði verið fylgzt með þeirri þróun, sem átt hefur sér stað í iðnaðinum hér á landi, og ef mörkuð hefði verið á grundvelli traustra upplýsinga einhver heildarstefna í þessum málum. Nú er aftur farið að tala uin hugsanlega aðild íslcndinga að fríverzlun, og þá er að sjálfsögðu útilokað, að hægt sé til lengdar að vernda íslenzkan iðnað fyrir erlendri samkeppni, en þá skiptir að sjálfsögðu enn meira máli en áður, að markvisst sé unnið að því að efla þær iðnaðar- greinar, sem líklegar eru til langlífis og afreka. FRJALS VERZLUI) 7

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.